Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Fjölær blóm

Í þessum lista er talið upp það helsta sem til er af fjölærum blómum en við lúrum á ýmsum fleiri tegundum. Sjón er sögu ríkari. Fjölær blóm – góð ráð sjá hér til hægri.

Latn.heiti Ísl. heiti Lýsing hæð í sm
Acaena caesiglauca Blálauf Smágerð þekjuplanta, með fínlegu laufi, sáir sér nokkuð. Harðgerð. 15
Acaena microphylla Þyrnihnetulauf Fínleg þekjuplanta með brúnleytu laufi. 10
Acaena saccaticupula Glitlauf Lík þyrnihnetulaufi en fínlegri, blöðin grágræn. Falleg. Harðgerð. 15
Achillea tomentosa Gullhumall Blóm skærgul í stórum klösum í júlí-ágúst. Grágræn fíngerð laufblöð.þarf sól. 20
Aconitum napellus Venusvagn/bláhjálmur Fjólublá blóm í löngum klösum, blómstrar í júlí – ágúst. Skuggþolinn, harðgerður. Plantan er eitruð. 120
Adenostyles alliariae Fjallasveipur Fjólublár í júlí 150
Adenostyles alpina Alpasveipur Fjólublá blóm í júlí. Harðgerður 60
Ajunga reptans ‘Atropurpurea’ Dvergavör Blá blóm í júlí, rauð laufblöð. Skuggþolin, góð þekjuplanta 25
Ajunga reptans ‘Variegata’ Dvergavör Blá blóm í júlí, laufblöð.mislit, ljósgræn og hvít. Skuggþolin, góð þekjuplanta 15
Alchemilla mollis Garðamaríustakkur Blóm gulgræn í júlí. Falleg, harðgeð þekjuplanta. Góð til að þurrka. 50
Allium schoenophrasum Graslaukur Þetta er kryddjurt af bestu gerð en blómgast líka með fallegum fjólubláum blómum í júlí. Harðgerður. 30
Alopecurus pratensis ‘Aureovariegatus’ Háliðagras Gras með gul röndóttum blöðum. Verður fallegast á björtum stað. Harðgert. 70
Anaphalis margaritacea Snækollur Blóm hvít í ágúst, gráloðin laufblöð, skríður nokkuð. Harðgerður 50
Anaphalis var. monocephala Tindadjásn Blóm gráhvít í júlí–ágúst. Þarf bjartan sólríkan stað. Harðgert 15
Antennaria dioica Garðalóurt Bleik blóm í júlí, gráloðin blöð. Harðgerð. 15
Aquilegia Vatnsberi Blandaðir litir. 15
Aquilegia flabellata Blævatnsberi Blóm blá og hvít lútandi í maí. 20
Arabis alpina ssp. caucasica ‘Schneehaube’ Garðskriðnablóm Blöð ljósgrágræn, blómin stór, hvít í júní og þekja plöntuna að mestu, þurr sendinn jarðvegur. Harðgerð. 20
Arabis alpina ssp. caucasica ‘Variegata’ Garðskriðnablóm Hvít blóm, mislit blöð, grágræn með hvítar skellur. 20
Armeria maritima Geldingahnappur Blóm rauðbleik í júlí sendinn jarðvegur. Harðgerður. 20
Arrhenatherum elatius ssp. bulbosum ‘Variegatum’ Hnúðhafri Mjó blöð ljósgræn með hvítar rendur. Blómgast í ágúst (puntur) Fallegt skrautgras. 70
Aruncus aethusifolius Gemsuskegg Blóm gulhvítir toppar í júlí. Rauðir haustlitir. Skuggþolin og harðgerð. 25
Aruncus dioicus Geitaskegg Hvítir, stórir, rjómahvítir blómskúfar í júlí. Rakur, frjór jarðvegur. Karlplantan er öll grófari og fallegri. 175
Asarum europaeum Heslijurt  Skógarplanta sem myndar þéttar breiður þykkra gljáandi, sígrænna laufblaða. Blóm rauðbrún og klukkulaga. Blómgast í júní. Skuggþolin. 15
Aster Stjörnufífill Blá blóm í ágúst, skriðul. Harðgerð. 60
Aster tongolensis Kvöldstjarna Blóm blá í júlí-ágúst. 25
Astilbe chinensis var.pumila Kínablóm Blóm ljósbleik. Blómgast í ágúst-sept. Þrífst bara vel. 40
Astilbe x arendsii ‘Fanal’ Musterisblóm Blómskúfar rauðir í júlí – ágúst. Rakur, frjór jarðvegur. Blaðfallegt, skuggþolið og harðgert 60
Astrantia carniolica ‘Rubra’ Alpasveipstjarna Dökkrauð í júlí – ágúst. Góð til afskurðar. Skuggþolin og harðgerð. 60
Astrantia carniolica ‘Ruby Cloud’ Alpasveipstjarna Rauð í júlí – ágúst. Góð til afskurðar. Skuggþolin og harðgerð. 60
Astrantia major Sveipstjarna Ljósbleik í júlí – ágúst. Góð til afskurðar. Skuggþolin og harðgerð. 70
Astrantia major ‘Claret’ Sveipstjarna ‘Claret’ Rauðbleik í júlí – ágúst. Góð til afskurðar. Skuggþolin og harðgerð. 70
Astrantia maxima Fjallasveipstjarna Rauðbleik í júlí. Góð til afskurðar. Blómin standa lengi. Skuggþolin og harðgerð. 60
Athyrium filix-femina Fjöllaufungur Íslenskur burkni, algengur. Burknar þurfa rakahelda, frjóa mold þola vel skugga líka sól. Fíngerður. Þrífst vel í görðum 75
Athyrium filix-femina ‘Fritzelliae’ Fjöllaufungur Afar fínleg sérkennileg planta, með snúnum hliðarsmáblöðum. Þolir vel skugga. Seinvaxin, harðgerð. 30
Athyrium niponicum ‘Burgundy Lace’ Fjöllaufungur ‘Burgundy Lace’ Rauðlilla blöð
Athyrium niponicum ‘Ursula Red’ Fjöllaufungur ‘Ursula Red’ Rauðlilla blöð
Azorella trifurcata Nálapúði Lítil gulgræn blóm júlí. Sígræn púðaplanta. Þrífst vel. 10
Bergenia cordifolia Hjartasteinbroti Blóm bleik í júní, stór sígræn laufblöð. Skuggþolinnog harðgerður. 30
Bupleurum ranunculoides Gulbudda Blóm gulgræn í júlí – ágúst. Þarf kalkríkan jarðveg. Sólríkan vaxtarstað. 20
Calamintha grandiflora Keisarafingur Blóm bleik í ágúst. Harðgerð. Þrífst best í hálfskugga. Þarf næringarríkan jarðveg og gott skjól.. Laufið notað sem krydd. 40
Calceolaria polyrrhiza Hulduskór Blóm gul í júní, skriðull. Harðgerð 15
Caltha palustris ‘Flore Pleno’ Hófsóley lækjasóley Blómin mörg, fyllt stór og gul. Vex vel í blautum jarðvegi. Blómstrar í maí. 25
Campanula carpatica ‘Blue Clips’ Hjartaklukka Himinbláar uppréttar klukkur í júlí. Miðlungsharðgerð. 30
Campanula carpatica ‘Weisse Clips’ Hjartaklukka Hvít Hvítar uppréttar klukkur í júlí. Miðlungsharðgerð. 30
Campanula cochlearifolia Smáklukka Blá blóm í júlí, fínleg og falleg. Harðgerð. 15
Campanula cochlearifolia ‘Alba’ Smáklukka Hvít blóm í júlí, fínleg og falleg. Harðgerð. 15
Campanula collina Hólaklukka Fjólubláar lútandi klukkur í júlí – ágúst. Skríður nokkuð. Harðgerð. 20
Campanula glomerata Höfuðklukka Blóm dökkfjólubláir þéttir kollar með stórum uppréttum klukkum í ágúst 30
Campanula glomerata ‘Alba’ Höfuðklukka Blóm hvítir þéttir kollar með stórum uppréttum klukkum í ágúst 30
Campanula latifolia var. macrantha Risaklukka Blóm fjólubláar klukkur í klasa í júlí Þarf að binda upp. Harðgerð. 150
Campanula persicifolia Fagurklukka Ljósbláar klukkur í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. 60
Campanula pulla Alpaklukka Dökkfjólubláar lútandi litlar klukkur í júlí-ágúst skríður og myndar breiður. 10
Campanula punctata Dröfnuklukka Hvítar lútandi klukkur í ágúst. Skríður nokkuð. Harðgerð. 20
Campanula rhomboidalis Tígulklukka Blóm hvítar klukkur í júlí, sáir sér og skríður mikið. Upplögð í blómaengi. Harðgerð 60
Campanula rodundifolia Bláklukka ísl. Bláar finlegar klukkur í júlí. Íslenskur gimsteinn 30
Campanula sarmatica Rússaklukka Blóm grábleik í júlí. Blöð gráloðin. Falleg en frekar viðkvæm. 40
Centaurea dealbata Silfurkornblóm Stór grágræn laufblöð. Blóm rósrauð í ágúst. Þarf stuðning. Harðgert. 90
Centaurea uniflora Kögrakornblóm Blón rauðfjólublá í júlí. Laufblöðin gráloðin 40
Cerastium biebersteinii Rottueyra Hvít blóm í júní-júlí.Skriðul, fljótvaxin og myndar breiður, þurrkþolin og harðgerð. 20
Chiastophyllum oppositifoliom Urðargull Blómin lítil, gullgul í hangandi klösum. Blómgast í júlí. Frekar viðkvæm. 20
Circium acaule Lágþistill Hvít blóm, frekar stórar körfur í júlí-ágúst. Blöð grágræn og þyrnótt. 20
Cortaderia selloana ‘Pumila’ Pampasgras Skrautgras græn blöð með stórum hvítum skúfum síðsumars 100-125
Cortusa matthioli ‘Alba’ Alpabjalla Hvít blóm í júní, sáir sér nokkuð. Blaðfögur. Harðgerð. 30
Cortusa matthioli f.pekinensis Alpabjalla Rauðfjólublá blóm í júní, sáir sér nokkuð. Blaðfögur. Harðgerð. 30
Cotula squalida Fótaskinn Jarðlæg þekjuplanta,með sérkennilegri ilman.skríður mikð, ekki harðgerð. 5
Cymbalaria pallida Músagin Rauðfjólublá blóm frá júní, þurr, magur jarðvegur, bjartur vaxtastaður, skríður mikið. Harðgert, fallegt í hleðslur. 5
Cymbalaria pallida Músagin Hvít blóm frá júní, þurr, magur jarðvegur, bjartur vaxtastaður, skríður mikið. Harðgert, fallegt í hleðslur. 5
Delphinium x cultoru ‘Blue Bird’ Riddaraspori Milliblár, blómgast í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. Bjartur vaxtarstaður 150
Delphinium x cultoru ‘Astolat’ Riddaraspori ‘Astolat’ Bleikur, blómgast í júlí-ágúst. Þarf uppbindingu. Bjartur vaxtarstaður 100-150
Dianthus Dvergnellikka Blóm bleik í júní-júlí. Myndar breiðu, blöð grágræn. Blómviljug og harðgerð. 10
Dianthus deltoides ‘Brilliant’ Dvergadrottning Blóm hárauð í júlí-ágúst. Þarf sendinn jarðveg. 10
Dianthus gratianopolitanus Laugadrottning Rauð, bleik eða hvít meðalstór blóm í júlí-sept. Harðgerð og blómviljug. 20
Dianthus pavonius Grasdrottning Bleik í júlí. Fínleg og falleg. 10
Dicentra eximia Álfahjarta Blóm ljósrauð, hjartalaga, hangandi í stuttum klösum, í júní. 20
Dicentra formosa Dverghjarta Blóm bleik, í júní og getur staðið í blóma fram í september. Harðgerð. 30
Dicentra spectabilis Hjartablóm Blómstönglarnir með hárauðum, hjartalaga blómum í júní-júlí. Blómin standa lengi. 75
Dodecatheon meadia Goðalykill Blóm bleik í júní, Harðgerð. Sólelsk en þolir vel hálfskugga. Þrífst best í djúpum, rökum jarðvegi. Hentar sem skógarbotnsplanta og í fjölæringabeð. 40-60
Doronicum orientale Hjartarfífill Gulir fíflar í júní. Þolir skugga. Harðgerður 60
Douglasia vitaliana Glófeldur Myndar breiður af gulum blómum í maí. 10
Dryopteris filix-mas Stóriburkni Stærstur íslenskra burkna. Breiðir brúskar af fremur grófum blöðum. Mjög harðgerður og gróskumikill. 90
Dryopteris wallichiana Burkni Dökkgræn, þykk laufblöð 75
Erigeron speciosus ´Pink Jewel´ Garðakobbi Pink Jewel´ Bleikur í júlí, Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst best í þurrum, sendnum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. 40-60
Eryngium alpinum ‘Superbum’ Alpaþyrnir Stálbláir blómkollar í júlí-ágúst. Sérkennileg og eftirsótt planta. Harðgerð 100
Euphorbia dulcis ‘Chamaeleon’ Sætumjólk Blöðin dökkrauðbrún, blómin lítil gul. Sólríkur vaxtastaður. Harðgerð. 60
Fargesia murieliae Gulbambus Sígræn formfögur planta. Rakur frjór jarðvegur. Harðgerður. 150
Filipendula kamtschatica Risamjaðurt Hvít blóm í ágúst, rakur frjór jarðvegur. Þolir skugga. Harðgerð. 200
Filipendula purpurea Rósamjaðurt Rauðbleik blóm í stórum skúfum í ágúst. Skriðulir jarðstönglar. Þolir skugga. Þarf rakan frjóan jarðveg. Falleg og harðgerð. 100
Filipendula ulmaria Mjaðurt ísl. Hvít ilmandi blóm í ágúst, rakur frjór jarðvegur. Þolir skugga. Harðgerð. 70
Filipendula ulmaria ‘Flore Pleno’ Mjaðurt Hvít, fyllt ilmandi blóm í ágúst, rakur frjór jarðvegur. Þolir skugga. Harðgerð. 80
Filipendula ulmaria ‘Variegata’ Mjaðurt Hvít ilmandi blóm í júlí, blöð mikið gulflekkótt. Rakur frjór jarðvegur. Virkilega falleg og harðgerð planta. 60
Fragaria ‘Pink Panda’ Skrautjarðarber Blóm rauðbleik í júlí-ágúst. Góð ber og falleg planta, mætti nota í hengipotta. 15
Galium odoratum Anganmaðra Blóm hvít í júli. Skríður, góð þekjuplanta. Skuggþolin og blómviljug. Rakur jarðvegur. Harðgerð. 20
Gentiana lutea Gulvöndur Gul blóm á áberandi blómstönglum í júlí. Stór falleg blöð Rakur frjór jarðvegur. Sólrikur vaxtastaður. Harðgerður. 100
Geranium dalmaticum Dalmatíublágresi Bleik blóm í júlí-ágúst. Blöð rauðgræn, ilmandi. Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerð. 15
Geranium ibericum Roðablágresi Blóm bláfjólublá með rauðum æðum í júlí. Glæsileg planta og harðgerð. 60
Geranium macrorrhizum Ilmgresi Blóm bleik í júlí, laufblöð ilmandi. Sendinn, þurr jarðvegur á sólríkum stað. 35
Geranium sanguineum Blóðgresi Blóm sterkbleik í júlí-ágúst. Sendinn, þurr jarðvegur. Harðgert. 15
Geranium sylvaticum Bleikt Blágresi Bleikt Bleik í júlí. Harðgerð. Skuggþolin. Þrífst best í rökum, vel framræstum jarðvegi en þolir þurrk. Hentar í fjölæringarbeð. 40
Geum coccineum ‘Prince of Orange’ Skarlatsfífill Blóm rauðappelsínugul í júní- júlí. Sólríkur vaxtastaður. 30
Geum rivale Fjalldalafífill ísl. Blóm rauðbleik og drúpandi í júní-júlí. 30
Gypsophila repens Dvergaslæða Skriðul og myndar breiður. Blóm hvít í maí-ágúst. Kalkríkur þurr jarðvegur. Ekki flytja þær. Falleg í steinhæðir. 10
Gypsophila repens ‘Rosea’ Dvergaslæða Skriðul og myndar breiður. Blóm bleik í maí-ágúst. Kalkríkur þurr jarðvegur. Ekki flytja þær. Falleg í steinhæðir. 10
Helleborus niger Jólarós Blóm hvít frekar stór í október-janúar og standa lengi blöð sígræn. Frjór moldarjarðvegur. 30
Helleborus orientalis ‘Red Hybrids’ Fösturós Blóm rauðleit lítið eitt lútandi í mars-apríl. Blöð sígræn. Hálfskuggi. Frjór moldarjarðvegur. 30
Helleborus orientalis ‘Spotted Hybrid’ Fösturós Blóm lítið eitt lútandi í mars-apríl. Blöð sígræn. Hálfskuggi. Frjór moldarjarðvegur. 30
Helleborus orientalis ´Pretty Ellen Red´ Fösturós ´Pretty Ellen Red´ Rauðbleik í apríl/maí. Skuggþolin. Þarf gott skjól. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Öll plantan eitruð. Hentar sem botngróður í trjábeð, þá helst undir barrtré. 30-50
Helleborus viridis Fjallaskuggi Hvít blóm, fellir blöð. Hálfskuggi. Frjór moldarjarðvegur. Eitruð. 30
Hemerocallis ventricosa Daglilja Rauðgul blóm í greinóttum klösum í ágúst. Moldarmikill rakur jarðvegur,ekki mikill áburður. Sólríkur vaxtastaður. 50
Hepatica nobilis (Hepatica triloba) Skógarblámi Blár í apríl. Skuggþolin. Þarf rakan næringarríkan jarðveg. Laufið sígrænt. Hentar sem þekjuplanta í tjrábeð. 10
Hesperis matronalis Næturfjóla Beinvaxin með langa klasa af ljósfjólubláum blómum. Blómgast lengi um mitt sumar og ilmar mikið. Harðgerð. 70
Heuchera micrantha ‘Palace Purple’ Klettaroði ‘Palace Purple’ Hvít blóm í júlí. Skuggþolin. Blöðin sígræn/rauð. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð, sem lággróður í runnabeð og sem kantplanta. 50
Heuchera sanguinea ‘Splendens’ Morgunroði Hjartalaga laufblöð, oftast með ljósum eða silfurlitum blettum. Blóm bjöllulaga, fagurrauð í júlí. Blómsæll. 30
Hieracium aurantiacum Roðafífill Rauð blóm í júlí, sáir sér mikið upplagður í blómaengi. Harðgerður 50
Hordeum jubatum Silkibygg Grasbrúskur með blá-rauðleitan punt í júlí-ágúst. Ekki reita hann upp á vorin. 30
Horminum pyrenaicum Drekagin Blóm bláfjólublá í einhliða klösum í júlí. Þrífst vel. 25
Hosta ‘Francee’ Brúska Er lík forlagabrúsku. Stór dökkgræn laufblöð með hvítar rendur á blaðjöðrum 60
Hosta ‘Royal Standard’ Brúska Blöð olífurgræn. 75
Hosta ‘Wide Brim’ Brúska Blöð breiðegglaga ljósgræn með breiðum, óreglulegum gulum jöðrum. 60
Hosta ´Blue Mouse Ears´ Brúska ´Blue Mouse Ears´ Blöð blágræn 20-40
Hosta ´Devon Green´ Brúska ´Devon Green´ Blöð Græn glansandi 30-50
Hosta ´Halcyon´ Brúska ´Halcyon´ Blöð blágrá 40-60
Hosta ´Sum and Substance´ Brúska ´Sum and Substance´ Blöð gulgræn 50-100
Hosta fortunei ‘Albopicta’ Forlagabrúska Blöð eru löng frekar mjó, fyrst næstum hvít. Eru með grænum jöðrum sem verða svo ljósgræn með grænum jöðrum. 60
Hosta fortunei ‘Aurea’ Forlagabrúska Blöð ljósgræn. 60
Hosta nigrecens ‘Krossa Regal’ Brúska Blöð blágræn. 50
Hosta sieboldiana Blábrúska Blöð nokkuð stór hjartalaga, grá-blágræn. 40
Hosta sieboldiana ‘Elegans’ Blábrúska Blöð blá. 40
Hosta sieboldiana ‘Frances Williams’ Blábrúska ‘Frances Williams’ Blöð grágræn með gulgrænum jaðri 50-100
Hosta undulata ‘Albomarginata’ Bylgjubrúska Blöð,flöt ljósgræn með hvíta jaðra. 40
Hosta x tardiana ‘Blue Cadet’ Brúska Blöð blágræn. 40
Hosta x tardiana ‘Halcyon’ Brúska Blöð blágræn. 40
Hosta´Undulata Mediovariegata´ Bylgjubrúska ´Undulata Mediovariegata´ Blöð hvít með grænum jaðri 30-60
Hutchinsia alpina Snæbreiða Mjög smágerð. Fljót að mynda breiður. Blómin hvít, blómgast í júní og fram eftir sumri. Góð steinhæðaplanta. 8
Hypericum maculatum Flekkjagullrunni Blóm gul í ágúst. Skriðular rætur. Snauður sandjarðvegur í sól. Harðgerður. 60
Hyssopus officinalis Ísópur Kryddjurt. Blóm blá í ágúst-sept. Bjartur, þurr vaxtarstaður 30
Inula hirta Hærusunna Blóm gullgul í júlí-ágúst. Sólelsk. 35
Inula orientalis Hlíðasunna Blóm frekar stór, gullgul í júlí-ágúst. Sólelsk. 45
Iris chrysographes Geislaíris Blóm fjólublá í júní. Þarf rakan jarðveg. 45
Iris halophila Seltuíris Fjólublá blóm í júlí. Rakur jarðvegur. 60
Iris pesudacorus Tjarnaíris Blóm gul í ágúst. Rakur jarðvegur. Þolir skugga. Harðgerður. 100
Lamium galeobdolon ‘Variegatum’ Gulltvítönn Blaðfögur þekjuplanta. Smá skuggi og rakur jarðvegur. 10
Lamium galeobdolon ´Herman’s Pride´ Gulltvítönn ´Herman’s Pride´ Blóm gul í júlí-ágúst Blöð ljósgræn með gulleitum blettum. Smá skuggi og rakur jarðvegur. 40
Lamium maculatum Dílatvítönn Rósrauð blóm í júlí. Blöð rauðleit, mislit. 30
Lamium maculatum ‘Album’ Dílatvítönn Blóm hvít í júlí. Blöð silfurlit, flekkótt. Smá skuggi og rakur jarðvegur. 30
Lamium maculatum ‘Roseum’ Dílatvítönn Blóm rósrauð. Blöð silfurlit, flekkótt. Smá skuggi og rakur jarðvegur. 30
Laserpitium siler Sumarský Blóm hvít í stórum sveipum í júlí-ágúst. Blöð fínleg, blágræn, margskipt. 70
Leontopodium alpinum Alpafífill Edelweiss Gráhvít blóm í júlí. Grá blöð. Sendinn, magur jarðvegur. Sæmilega harðgerður. 20
Leucanthemopsis alpina Fjallabrá Blóm hvít með gula miðju. 10
Leucanthemopsis vulgare ‘Maiköning’ Freyjubrá maídrottning Blómkörfur hvítar með gula miðju í júní-júlí. 70
Levisticum officinale Skessujurt Góð kryddjurt. Blóm gulgræn í júlí. Góð í kjötsúpu og salöt. Harðgerð. 150
Lewisia cotyledon Stjörnublaðka Sígræn laufblöð, mynda blaðhvirfingar. Blóm oftast í ýmsum bleikum litbrigðum blómstrar í maí-ágúst. Þolir ekki bleytu. 20
Lewisia pygmaea Dvergablaðka Smávaxin. Mjó blöð í stofnhvirfingum. Harðgerð. Blómlitur bleikur. 8
Ligularia dentata ‘Othello’ Meyjarskjöldur ‘Othello’ Blóm gul í ágúst. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Hentar stakstæð eða í fjölæringabeð með lágvaxnari gróðri. 90-120
Ligularia stenocephala Sólskjöldur Blóm ljósgul í löngum grönnum klösum í júlí. Rakur jarðvegur og bjartur staður. 140
Ligusticum scoticum Sæhvönn ísl. Blóm hvítir sveipir í júlí. Þolir nokkurn skugga. Klippið blómstölgla að lokinni blómgun. Harðgerð. 60
Lilium bulbiferum Eldlilja Blóm appelsínugul, stór í júlí Þolirnokkurn skugga. Harðgerð. 100
Lilium martagon Túrbanlilja Blóm fjólublá með dröfnum, ilmandi, lútandi túrbanlöguð í júlí. Harðgerð. 90
Lotus corniculatus Maríuskór Gul í júlí. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst bes í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Skriðul. Hentar í steinhæðir. 25
Lupinus polyphyllus Skrautlúpína Blandaðir litir í júlí. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í sumarblómabeð. 80
Luzula nivea Mjallhæra Gras með hvítum blómpunti. Góð til afskurðar. 50
Lysimachia nummularia Skildingablóm Gul blóm í júlí-ágúst, sólríkur, skjólgóður vaxtastaður, rakur jarðvegur. 15
Lysimachia punctata Útlagi Gul blóm í júlí, rakur jarðvegur. Harðgerður. 70
Matricaria maritima plena Vestmannaeyja-baldursbrá Hvít fyllt blóm í júní-júlí. Sendinn jarðvegur. Harðgerð. 40
Meconopsis betonicifolia Blásól Laufblöðin stór, Blómin himinblá í júní-júlí. Skuggþolinn, harðgerð. 80
Meconopsis grandis Fagurblásól Líkist blásól, blómin heldur stærri og dekkri. 80
Meconopsis x sheldonii Glæsiblásól Blá í júlí 100
Mentha x piperita Piparmynta Kryddjurt góð í te og fl. 50
Mertensia echioides Dvergblálilja Blóm blá í júní sendinn þurr jarðvegur. Skríður mikið og myndar breiður. 15
Meum athamanticum Bjarnarrót Blóm hvít í sveipum í júlí, fínleg og falleg laufblöð. Þolir skugga harðgerð. 40
Nepeta faassenii Kattablóm Blóm blá í júlí. Laufblöð grágræn, fínleg, ilmandi. Þurr bjartur vaxtastaður. 30
Oxalis adenophylla Fagursmæra Myndar grágræna þúfu alsetta bleikum blómum í júní. Þolir illa bleytu. Sólríkan stað. 15
Oxalis enneaphylla Mjallarsmæra Blóm hvít í júní – júlí. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. 10
Paeonia officinalis ‘Rosea Plena’ Bóndarós Breiðir brúskar af stórum laufblöðum. Blóm stór, bleik í júlí, ofkrýnd. Djúpur, frjósamur jarðvegur. 60
Paeonia officinalis ‘Rubra Plena’ Bóndarós Breiðir brúskar af stórum laufblöðum. Blóm stór, rauð í júlí, ofkrýnd. Djúpur, frjósamur jarðvegur. 60
Paeonia veitchii Lotbóndarós Blóm, einföld, stór, bleik í maí-júní, lútandi. Djúpur, frjósamur jarðvegur. Fallegir rauðir fræbelgir síðsumars. 60
Papaver bracteatum Risavalmúi Rauðappelsínugul, stór blóm í júlí. Frekar þurr, rýr jarðvegur og sólríkur staður. 75
Papaver nudicaule Garðasól Algeng. Sáir sér mikið. Blóm gul, rauð, rauðgul, eða hvít. Blómgast allt sumarið. 30
Papaver orientale ´Marlene´ Risavalmúi / Tyrkjasól ´Marlene´ Blóm rauð í júlí. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í sendnum, rýrum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð. 60-100
Phalaris arundinacea ‘Picta’ Randagras Gulgrár puntur í júlí-ágúst. Blöð ljósgræn með hvítum röndum. Skríður mikið. 130
Phlox ´Orange Perfection´ Haustljómi ´Orange Perfection´ Blóm orange 50-70
Phlox subulata Garðaljómi Rauðfjólublá blóm í júlí-ágúst, sólríkur vaxtastaður. Vetrarskýli vissara. 15
Podophyllum hexandrum Maíepli Blóm frekar stór, ljósbleik í maí, stórt rautt eitrað egglaga aldin á haustin. Blöð allstór en fá, brúnflekkótt. Harðgert. 35
Polemonium coeruleum Jakobsstigi Blóm blá í júlí, skuggþolinn, harðgerður. Sáir sér oft óhóflega. Harðgerður. 70
Polemonium coeruleum ‘Album’ Jakobsstigi Blóm hvít í júlí, skuggþolinn, harðgerður. Sáir sér oft óhóflega. Harðgerður. 70
Polemonium reptans Dvergastigi Ljósblá blóm í júlí. Harðgerður. 30
Polygonatum odoratum Ilminnsigli Sveigðir stönglar með hangandi hvítum klukkulaga blómum. Skuggþolinn. Skriðul. Þarf frjóan rakaheldinn jarðveg. 60
Polygonum bistorta Slöngusúra Laufblöð mynda hvirfingu, eru löng og mjó. Blóm ljósbleik. 70
Potentilla atrosanguinea Jarðarberjamura Rauð blóm í júlí, þurr fremur magur jarðvegur. Þolir skugga en blómstrar meira í sól. 50
Potentilla aurea Garðagullmura (Alpagullmura) Blóm gyul í júlí, hentar í steinhæðir. 15
Potentilla megalantha Japansmura Stór, gul blóm í júní. Bjartur vaxtarstaður. Harðgerð. 20
Potentilla neumanniana Vormura Gul blóm í maí- júní, blómviljug. Myndar breiður. Harðgerð. 15
Potentilla nitida ‘Alannah’ Glitmura Blóm bleik í júlí-ágúst. Blöð fínleg, grágræn. Þurr bjartur staður. 10
Potentilla reckta Glæsimura Gul fremur stór blóm í júlí-ágúst. Þarf stuðning. Harðgerð. 50
Potentilla x hybrida ‘Glory of Nancy’ Blendingsmura Rauðgul hálffyllt blóm í ágúst. Falleg og harðgerð. 40
Primula auricula Mörtulykill Blómin eru í ýmsum litum í maí-júní. Frekar rakur jarðvegur. Harðgerður. 15
Primula florindae Friggjarlykill Orans, gul, eða rauð ilmandi blóm á stönglum í júlí. Rakur frjór jarðvegur. Algjörlega ómissandi í garðinn. Harðgerður. 70
Primula hirsuta Roðalykill Myndar breiðu, alsetta bleikum blómum í apríl-maí. Þykk laufblöð. Yndisleg. 15
Primula involucrata Harnarlykill Ljósfjólublá blóm í júní. Blöð lítil, þykk. Blómviljugur og haðgerður. 25
Primula juliae Júlíulykill Blóm fjólublá í maí. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Skriðul. Hentar sem þekjuplanta. 10
Primula latifolia Límlykill Blóm fjólublá til rauðfjólublá í maí-júní. 15
Primula lutiola Mánalykill Blóm ljósgul í júní. Gróskumikill og þrífst vel. 30
Primula marginata Silfurlykill Blómgast í maí-júní. Blandaðir litir. Blöð grágræn mélug. Harðgerður. 10
Primula parryi Gyðjulykill Rósrauð blóm í júlí. Þessi fallegi lykill þrífst ágætlega hér. 25
Primula rosea Rósulykill Blóm rósrauð í maí. 15
Primula saxatilis Klettalykill Blóm rauð til ljósrauðfjólublá í júní. 20-30
Primula veris Sifjarlykill Gul blóm í maí. Fallegur, harðgerður. 20
Primula vialii Mongólalykill Blóm blá/lilla í júlí, knúpar rauðir, sérkennileg blómskipan á löngum blómstönglum. 30-40
Primula x bulleesiana Hæðalykill blendingur Blandaðir litir í júlí. Þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað. Þolir hálfskugga. Þrífst best í rökum, næringarríkum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Hentar í fjölæringabeð. 40-50
Primula x deschmannii Hamralykill Blóm bleik í júní. Fínleg og falleg planta. Harðgerður. 10
Primula x forsteri Perlulykill Ljósrauð blóm í maí-júní. Harðgerður. 5
Primula x pruhoniciana ‘John Mo’ Elínarlykill Blóm ljósgul í maí. Blómviljugur og harðgerður. 10
Primula x pruhoniciana ‘Snjórisi’ Elínarlykill Blóm hvít í maí. Blómviljugur og harðgerður. 10
Primula x pubescens Frúarlykill Ýmsir blómlitir. Líkist mörtulykli. 15
Prunella vulgaris Blákolla ísl. Blá blóm í júlí-ágúst. Sáir sér mikið. 30
Pulsatilla vulgaris Geitabjalla Fínleg laufblöð. Blóm rauð, hvít eða fjólublá í maí-júní. Harðgerð. 15
Ranunculus aconitifolius ‘Flore Pleno’ Silfursóley Blóm hvít, fyllt. Blómgast í júní-júlí. Harðgerð, falleg, auðræktuð. 50
Ranunculus parnassifolius Kalksóley Blóm stór, snjóhvít í maí-júní. Þetta er algjör perla. Harðgerð. 15
Rhodgersia sambucifolia Yllilauf Blöð græn með bronsáferð. Frjór, rakur jarðvegur á skuggsælum stað. Harðgerð. 65
Rhodiola crassipes Tindahnoðri Blóm lítil, gulhvít í skúf. Blómgast í júní-júlí. 25
Rhodiola dumulosa Klukkuhnoðri Blöðin eru ljósgræn fíngerð. Blóm stór hvít. Harðgerð. 15
Rhodiola rosea Burnirót ísl. Íslensk jurt. Vinsæl í steinhæðir. Blómgast í júní. 30
Rhodiola semenowii Skessuhnoðri Ljósgræn blöð. Blóm í klasa klukkulaga, í júní-júlí. gulrauð fræhýði síðsumars. 40
Rubus arcticus Bjarnarber Þekjuplanta með bleikum blómum í júlí. Skríður og myndar breiður. Skuggþolin. 15
Saxifraga aizoides Gullsteinbrjótur ísl. Gul blóm í júlí. Frekar rakur jarðvegur. 10
Saxifraga cotyledon Klettafrú ísl. Blaðhvirfingar stórar, sígrænar. Blóm hvít í löngum skúf í júlí. 35
Saxifraga cotyledon ‘Pyramidalis’ Fagurfrú Blöð mjórri og lengri en á klettafrú. Blóm hvít í löngum skúf í júlí. 40
Saxifraga cuneifolia Rökkursteinbrjótur Hvít blóm í júlí. Sígrænar blaðhvirfingar. Harðgerður. 15
Saxifraga geranioides Storkasteinbrjótur Blöð þykk og stinn. Blóm stór, snjóhvít. Blómgast í júlí. Blómsæl. Þrífst vel. 20
Saxifraga hirculus Gullbrá ísl. Þrífst vel í raka. Blóm gul með rauðum dröfnur neðan til á hverju krónublaði. 10
Saxifraga hypnoides Mosasteinbrjótur Blóm hvít í júní. Harðgerð íslensk planta. Þrífst vel á sólríkum stað í þurrum og rýrum jarðvegi. Góð í steinhæðir. 15
Saxifraga hypnoides Mosasteinbrjótur ísl. Blómstönglar bera fá en stór, hvít blóm. 15
Saxifraga oppositifolia Vetrarblóm Sígrænar breiður með fagurrósrauðum blómum í apríl. Magur sandjarðvegur. 10
Saxifraga paniculata Bergsteinbrjótur ísl. Myndar þéttar blaðhvirfingar. Hvít blóm í júní-júlí Harðgerð. 15
Saxifraga paniculata ‘Multipunctata’ Bergsteinbrjótur Myndar þéttar blaðhvirfingar. Blóm hvít í júní-júlí. Harðgerð. Algeng. 15
Saxifraga paniculata ‘Rosea’ Bergsteinbrjótur Myndar þéttar blaðhvirfingar. Rauðbleik blóm í júní-júlí. Harðgerð. Algeng. 15
Saxifraga rotundifolia Dröfnusteinbrjótur Blóm hvít, stjörnulaga á löngum stilk í júní. Þolir mjög vel skugga. 40
Saxifraga urbium ‘Primolides’ Dvergskuggasteinbrjótur Bleik blóm í júní, þolir vel skugga. Fínleg, sígræn, góð þekjuplanta. 15
Saxifraga x arendsii Roðasteinbrjótur Blóm bleik í maí. Blöð mynda sígræna breiðu. 15
Saxifraga x arendsii ‘Feuerwerk’ Roðasteinbrjótur Þéttar blaðþúfur og blóm rósrauð í maí. 15
Saxifraga x arendsii ‘Schneeteppich’ Garðasteinbrjótur Hreinhvít blóm í júlí. Sígrænar blaðhvirfingar. Harðgerður. 15
Saxifraga x burnatii Fjallasteinbrjótur Blóm hvít. Sígrænar blaðhvirfingar. 15
Saxifraga x urbium ‘Aureopunctata’ Postulínsblóm Skuggasteinbrjótur Sígrænar stórar blaðhvirfingar með mislitum blöðum. Blóm hvít með rauðum dröfnum í júní. Skuggþolinn, harðgerður. 30
Saxifraga x urbium ‘London Pride’ Postulínsblóm Skuggasteinbrjótur Sígrænar stórar blaðhvirfingar. Blóm hvít með rauðum dröfnum í júní. Skuggþolinn, harðgerður. 30
Scabiosa caucasica ‘Blue Diamonds’ Systrablóm Blóm blá-bleik á haustin. Sól og skjól. 40
Sedum acre Helluhnoðri ísl. Myndar ljósgræna jarðlæga breiðu, þakta fagurgulum stjörnulaga blómum í júlí-ágúst. Magur sendinn jarðvegur. 5
Sedum aizoon Gullhnoðri Blóm ljósgul, blómgast í júlí. 25
Sedum album Ljósahnoðri Blóm mörg saman í flötum skúf, hvít. Blómgast í ágúst. 15
Sedum album var. murale Kóralhnoðri Rauðleitt lauf, blómin bleik í júlí. 15
Sedum anacampseros Klappahnoðri Blöð blágræn, sígræn. Blóm lítil í ágúst dökk rauðbrún að innan. Vinsæll í steinhæðir. Harðgerður. 15
Sedum douglasii Ígulhnoðri Blóm gul í júli. Sígrænn. Blómviljugur. 15
Sedum ewersii Fjallahnoðri Blóm rósrauð, stjörnulaga í ágúst. Blómsæll og harðgerður. 10
Sedum forsterianum ssp. elegans Roðahnoðri Líkur berghnoðra en fíngerðari. Blöð stundum gulgræn, blóm gul. 10
Sedum kamtschaticum Stjörnuhnoðri Blóm stór gul. Fræhýðin verða gulrauð. Blómgast í júlí-ágúst. Harðgerður. 25
Sedum kamtschaticum var.floriferum Blómahnoðri Gul blóm í júlí mjög blómviljugur. Harðgerður. 15
Sedum lydium Urðarhnoðri Blöðin fagurgræn, verða nánast rauð í mögrum og þurrum jarðvegi Blóm litlar, hvítar stjörnur í júlí-ágúst. Harðgerður. 5
Sedum reflexum Berghnoðri Blóm skærgul í ágúst-sept. Algengur og harðgerð. Sígræn og góð þekjuplanta. 15
Sedum selskianum Sunnuhnoðri Blóm skærgul í júlí-ágúst. Laufblöð ljósgræn. 20
Sedum spathulifolium Spaðahnoðri Þéttar, sígrænar blaðhvirfingar. Blöð rauð. Blóm gul í júlí-ágúst. Ekki harðgerður. 12
Sedum spathulifolium ‘Cape Blanco’ Héluhnoðri Er með einlit, ljósgrá, sígræn blöð og er viðkvæmur. Blóm gul í júlí. 10
Sedum spathulifolium var.purpureum Spaðahnoðri Er með tvílitar blaðhvirfingar þar sem ytri blöðin eru hárauð en hin ljósgrá. Blóm gul í júlí. Ekki harðgerður. 12
Sedum spurium Steinahnoðri Blóm bleik í júlí-ágúst. Sígræn, harðgerð þekjuplanta. 15
Sedum spurium ‘Album’ Steinahnoðri Blóm hvít, í júlí-ágúst. Blöð ljósgræn. Sígræn, harðgerð þekjuplönta. 15
Sedum spurium ‘Purpurteppich’ Steinahnoðri Með purpurarauð blómí júlí – ágúst og dökkrautt lauf. Sígræn, harðgerð þekjuplönta. 15
Sedum stoloniferum Sandahnoðri Blóm fremur litlar, bleikrauðar stjörnur í júlí-ágúst. Sígræn. Blómsæl og harðgerð. 10
Sedum telephium Jónsmessuhnoðri Uppréttir stönglar, gróftennt blöð. Blóm purpurableik í breiðum sveip í júlí. 50
Sedum telephium ssp.fabaria Sumarhnoðri Blómskipun þétt, blómin rauðfjólublá. Blómgast í ágúst-sept. Blómviljug. 40
Sempervivum Húslaukur Nokkrar tegundir, blóm gul eða bleik. Sígrænar, grænar eða rauðleitar blaðhvirfingar. 10-20
Sempervivum x barbulatum Skegghúslaukur Blóm bleik í júlí-ágúst. Sígrænar blaðhvirfingar sem eru grænar með rauðbrúnum blaðoddum. Harðgeður. 20
Senecio nemorensis ssp. fuchsii Lundakambur Gulur í ágúst 150
Silene alpetris Fjallaholurt Lágvaxin, skriðul og myndar þétta breiðu. Blóm snjóhvít í júlí. Sáir sér. 15
Silene dioica Dagstjarna Gömul algeng garðjurt. Blóm rósrauð. Blómgast í júní-sept. Sáir sér. 50
Soldanella alpina Alpakögurklukka Ljósblá blóm í maí. Sígræn þykk, kringlótt blöð. Þarf þurran stað. 15
Solidago Geislahrís Gul blóm í löngum klösum í ágúst. 40
Solidago virgaurea Gullhrís Blóm gul í löngum klösum í ágúst. Harðgert. 40
Stachys grandiflora Álfakollur Blóm blá í stórum kollum í ágúst. Harðgerður. 40
Stachys grandiflora ‘Rosea’ Álfakollur Blóm bleik í stórum kollum í ágúst. Harðgerður. 30
Synthyris stellata Stjörnulauf Blóm bláfjólublá í apríl-maí. Harðgert. 20
Tanacetum coccineum Biskupsbrá Blóm bleik eða rauð með gulri miðju í Júlí-ágúst. Sólríkur, þurr vaxtastaður. 75
Tanacetum coccineum ‘Robinson’s Red’ Biskupsbrá ‘Robinson’s Red’ blóm rauð í júlí/ágúst. Harðgerð. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Þolir illa bleytu. Þarf stuðning. 70
Thalictrum aquilegifolium Freyjugras Beinir og stinnir stönglar. Blöð fíngerð. Blóm hvít eða fjólublá, í stórum brúskum í júlí. Harðgert. 100
Thalictrum aquilegifolium ´Splendide´ Freyjugras ´Splendide´ Blóm bleik í júlí. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þolir vel hálfskugga. Þarf stuðning. Þrífst vel í rökum, næringarríkum jarðvegi. 80
Thymus praecox ssp. arcticus Blóðberg ísl. Rauðfjólublá, ilmandi blóm í júní-júlí. Magur sendinn jarðvegur. 10
Thymus serpyllum Brúðberg Ljósbleik, ilmandi blóm í júlí-ágúst. 15
Trifolium pratense Rauðsmári ísl. Rauðbleik blóm í júlí. Magur jarðvegur. 40
Trollius europaeus Gullhnappur Gul hnöttótt blóm. Blómgast í júní. Skuggþolinn og harðgerður. 60
Trollius pumilus Dvergahnappur Blóm gul og flöt. Blómgast í júní-júlí. Þrífst vel og er góð í steinhæðir. 20
Valeriana officinalis Garðabrúða Bleik ilmandi blóm í júlí gömul garðjurt. Skríður nokkuð. Harðgerð. 75
Verbascum olympicum Ólympíukyndill Blóm gul í júlí/ágúst. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Þarf stuðning. Blómstrar mikið. 150
Verbascum phoenicum Blámannsljós (Blámannskyndill) Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Þarf stuðning. Blómstrar mikið. Oft skammlíf. 80
Verbascum phoenicum ´Rosetta´ Blámannsljós ´Rosetta´ (Blámannskyndill) Blóm bleik. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól. Þrífst best í þurrum, vel framræstum jarðvegi. Þarf stuðning. Blómstrar mikið. Oft skammlíf. 80
Veronica austriaca ssp. teucrium Hraundepla ísl Blóm blá í júlí-ágúst. 30-50
Veronica chamaedrys Völudepla ísl. Blá blóm í júlí. Þolir skugga. Harðgerð. 40
Veronica longifolia Langdepla Blóm blá í ágúst þolir skugga. Harðgerð. 65
Veronica spicata Axdepla Blóm bláir langir klasar í júlí-ágúst. 30
Veronica spicatum ssp. incana Silfurdepla Blóm blá í ágúst. Blöð silfurgrá. Magur sendinn jarðvegur. Ekki harðgerð. Þarf vetrarskýlingu 30
Vinca minor Vetrarlauf Sígræn þekjuplanta með blá blóm í júní-júlí. 20
Waldsteinia ternata Gullvölva Blóm gul í júlí. Skuggþolin. Þrífst best á skuggsælum stað í frjósömum jarðvegi. Er skriðul og myndar fljótt fallegar breiður. 10

Uppfært 20. Febrúar 2018

Hostur brúskur

Eru flestar ættaðar frá Japan en nokkrar frá Kína og Kóreu. Blöðin eru stór og oft mislit, þau eru aðalprýði þeirra. Blómin hanga á löngum blómstöngli í löngum klasa, hvít, ljósblá eða bláfjólublá. Þær þurfa góðan rakan moldarjarðveg og mikið vatn. Þær eru afbragðs þekjuplöntur, þola vel skugga. Munið bara að þær koma seint upp á vorin. Hostur eru mjög friðsamar plöntur og geta staðið óhreifðar í mörg ár.


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala