Allar sígrænar plöntur ættu að fá vetrarskýli a.m.k. 2-3 fyrstu veturna, meðan rótarkerfið er að eflast. Það er þurri frostnæðingurinn þegar sól fer að hækka á lofti síðla vetrar sem brennir mest, plönturnar ná ekki upp nægu vatni til að mæta útgufuninni. Gott getur verið að vökva af og til á veturna til að mæta þessu. Það er líka nauðsynlegt að skola yfir trén strax eftir mikið sjávarrok, þið sjáið saltið stundum á gluggunum hjá ykkur, það er ekki bara við sjóinn, t.d. hér í Hveragerði má iðulega sjá slíkt. Gætið þess að þegar þið setjið plöntur út sem hafa verið í vetrarskýli að veður sé milt helst rigningarsuddi, alls ekki beint út í sól og ef það kemur aftur frost og kuldi þá verðið þið að setja plönturnar aftur í skjól. Gleymið ekki að gefa áburð (BLÓMAKRAFT) í pottana ykkar. Ekki gleyma að vökva sígrænu plönturnar líka á veturna.
Upplýsingar um ýmsa tegundahópa
Chamaecyparis Sýprus
Juniperus Einir
Rhododendron Lyngrós (Alparós)
Taxus Ýviður
Latn.heiti | Ísl.heiti | Lýsing |
---|---|---|
Abies lasiocarpa | Fjallaþinur | Stórt sígrænt tré, skuggþolið, nægjusamt. Stendur sig nokkuð vel. |
Abies procera ‘Glauca’ |
Bláeðalþinur ‘Glauca’ |
Sígrænt tré með hangandi greinar, bláar nálar. Hefur reynst harðgert. |
Berberis candidula ‘Jytte’ |
Hélubroddur ‘Jytte’ |
Sígrænn runni með uppréttum greinum. Hæð 1-1,5m. Blóm gul. Er búin að lifa hér úti í garði í mörg ár |
Berberis verrucculosa | Vetrarbroddur | Sígrænn runni með bogsveigðum greinum. Hæð 70sm. Blóm gul. Er búin að lifa hér úti í garði í mörg ár. |
Buxus sempervirens | Fagurlim | Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form. Þessi hefur lifað í um 10 ár hér úti í garði og lítið sem ekki látið á sjá nema bælst undan snjóþunga. |
Buxus sempervirens ‘Blauer Heinz’ |
Fagurlim ‘Blauer Heinz’ | NÝR ´06 40-50 sm. dvergrunni, sígrænn. Oft klipptur í allskonar form. |
Buxus sempervirens ‘Rotundifolia’ |
Fagurlim ‘Rotundifolia’ | Blöð stærri en á fyrri tegund og talinn harðgerðari. Hefur staðið sig vel hér úti í garði sl. 8 ár. |
Buxus x ‘Green Velvet’ | Fagurlim ‘Green Velvet’ | Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form. Fær oft koparlitan vetrarlit en grænkar á ný þegar hlýnar. |
Chamaec. lawsoniana ‘Pygmaea Argentae’ |
Fagursýprus ‘Pygmaea Argentae’ |
Dvergvöxtur, uppréttur, milligrænn, gulur nývöxtur. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Alumii’ |
Fagursýprus ‘Alumii’ |
Bláleitur, uppréttur. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Lane’ |
Fagursýprus ‘Lane’ |
Gulleitur, uppréttur, slútandi greinar. Þessi er af plöntu sem vaxið hefur í mörg ár og verið fallegur, óskýldur í garði hér í Hveragerði. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Stewartii’ |
Fagursýprus ‘Stewartii’ |
Gulur, píramítalaga, slútandi greinar. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Tryomphe de Boskoop’ |
Fagursýprus ‘Tryomphe de Boskoop’ |
Bláleitur með slútandi greinar. Stendur sig vel á skjólgóðum stað. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwoodii’ |
Dvergsýprus ‘Ellwoodii’ |
Bláleitur, hægvaxta, sérlege góður í ker og potta. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Glauca’ |
Fagursýprus ‘Glauca’ |
Blár uppréttur. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Kelliris’ |
Fagursýprus ‘Kelliris’ |
Gulleitur, slútandi greinar. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Minima Aurea’ |
Fagursýprus ‘Minima Aurea’ |
Gulur, smágerður. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris’ | Fagursýprus ‘Columnaris’ |
Bláleitur, uppréttur, líkist ´Alumii´en allur stífari. |
Chamaecyparis lawsoniana ‘Fletcheri’ | Dvergsýprus ‘Fletcheri’ |
Ljósgrænn, hægvaxta. Þessi hefur lifað hér úti í garði í 8 ár. |
Chamaecyparis nootkatensis ‘Aurea’ |
Alaskasýprus ‘Aurea’ |
Gulleitur uppréttur. |
Chamaecyparis nootkatensis ‘Glauca’ | Alaskasýprus ‘Glauca’ |
Frekar ljósgrænn með slútandi greinar. Hefur staðið sig vel í 8 ár hér úti í garði. |
Chamaecyparis nootkatensis ‘Pendula’ | Alaskasýprus ‘Pendula’ |
Milligrænn, hangandi greinar. Hefur staðið sig vel í 10 ár hér úti í garði. |
Chamaecyparis obtusa ‘Drath’ |
Sólsýprus ‘Drath’ |
Vaxtarlag er óreglulegur haugur. Sérkennilegar greinar. Stendur sig vel. |
Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’ |
Ertuþráðsýprus ‘Filifera’ |
Þráðlaga hangandi greinar. |
Chiliotricum diffusum ‘Siska’ |
Körfurunni ‘Siska’ Brárunni |
Hæð 0,5-0,6m hálfrunni, gráleit fínlegt lauf, blóm hvítar körfur í júlí-ágúst. Sól og skjól, sæmilega harðgerður. |
Cotoneaster congestus | Kúlumispill | Jarðlægur dvergrunni, sígrænn brennur stundum á vorin en laufgast aftur, fínlegur og fallegur. |
Cotoneaster dammeri ‘Rami ‘ |
Breiðumispill ‘Rami ‘ |
Jarðlæg, sígræn, þekjuplanta, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin en laufgast aftur. Góð þekjuplanta |
Cotoneaster x suecicus ‘Skogholm’ |
Breiðumispill ‘Skogholm’ |
Jarðlægur, sígrænn, þekjuplanta, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin, en laufgast aftur. Góð þekjuplanta. |
Erica herbacea | Vorlyng | Fínlegur sígrænn dvergrunni, blóm rauðbleik í maí-júní. Gengur misjafnlega. Magur, súr jarðvegur. |
Hebe odora | Ilmsnepla (Stjörnurunni) | Blöð fagurgræn, glansandi. Blóm hvítar litlar stjörnur. |
Hebe pinguifolia ‘Pagei’ |
Hebe ‘Pagei’ |
Blöð grá. Blóm hvítar litlar stjörnur. Hæð 20-30cm. |
Hedera helix | Bergflétta | Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Blöð dökkgræn þolir vel skugga. Brennur stundum í vorsól. |
Hedera helix ‘Steinunn’ |
Bergflétta ‘Steinunn’ |
Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Blöð dökkgræn stærri og glansa meira en á fyrra yrki. Þolir vel skugga, brennur stundum í vorsól. |
Ilex aquifolium ‘Aurea Marginata’ |
Kristþyrnir ‘Aurea Marginata’ |
Blöð dökkgræn glansandi með gulum blaðjöðrum. Karlplanta. |
Ilex aquifolium ‘Schrams’ |
Dvergkristþyrnir ‘Schrams’ |
Blöð lítil dökkgræn glansandi. Þessi hefur lifað hér úti í garði, óskýld í 10 ár, orðinn 1,6m á hæð. |
Ilex x meserveae ‘Blue Prince’ |
Blákristþyrnir ‘Blue Prince’ |
Karlplanta. Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Ilex x meserveae ‘Blue Princess’ |
Blákristþyrnir ‘Blue Princess’ |
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Ilex x meserveae ‘Blue Angel’ |
Blákristþyrnir ‘Blue Angel’ |
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi. Vex hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Juniperus chinensis ‘Blaauw’ |
Kínaeinir | Upprétt, óreglulegt vaxtarlag. |
Juniperus comminis ‘Meyer’ |
Einir | Uppréttur, grænn. |
Juniperus comminis ‘Compressa’ |
Einir | Blágrænn, súlulaga vaxtarlag, er seinvaxinn. Þennan er vissara að taka inn í gróðurskála eða annað vetrarskýli. |
Juniperus communis ‘Repanda’ |
Einir ísl. ‘Repanda’ |
Jarðlægur, sígrænn, fær brúnleitan vetrarlit en grænkar aftur þegar hlýnar . Harðgerður. |
Juniperus squamata ‘Blue Carpet’ |
Skriðbláeinir ‘Blue Carpet’ |
Jarðlægur runni, stálblát barr. Harðgerður. |
Juniperus squamata ‘Blue star’ |
Dvergbláeinir ‘Blue star’ |
Stálblár, vaxtarlag óregluleg lítil kúla. Harðgerður. |
Juniperus squamata ‘Meyeri’ |
Himalajaeinir ‘Meyeri’ |
Hæð 0,5 – 1,5m. Útsveigðar greinar, stálblátt barr. Þetta er planta sem gaman er að klippa í ýmis form. Þolir nokkurn skugga. Harðgerður. |
Lonicera pileata | Vetrartoppur | Jarðlægur 30-40sm, sígrænn með fagurgrænum glansandi laufblöðum. Hann getur brunnið illa á vorin en í flestum tilfellum laufgast hann á ný. Ekki henda honum of fljótt. Þolir mjög vel skugga. |
Pachysandra terminalis | Vetrarneisti | 20-30sm sígrænn hálfrunni með hvítum og gulgrænum litlum blómum. Góð þekjuplanta. |
Picea abies ‘Nidiformis’ |
Hreiðurgreni Sátugreni ‘Nidiformis’ |
Fallegt, dvergvaxið, jarðlægt afbrigði af rauðgreni. Harðgert. |
Picea engelmannii | Blágreni | Stórt fallegt sígrænt barrtré. Barrið bláleitt. Harðgert. |
Picea glauca ‘Conica’ |
Dverghvítgreni ‘Conica’ Keilugreni |
Fallegt, seinvaxið, keilulaga, lítið, sígrænt, tré. Verður tæplega hærra en 2 m. Harðgert. |
Picea sitchensis | Sitkagreni | Stórt fljótsprottið sígrænt barrtré. Þarf mikið pláss. Harðgert. |
Pinus contorta | Stafafura | Stórt tré getur orðið yfir 10m. Fljótsprottið, einstofna. Nálar fá brúnleitan vetrarlit. Harðgert. |
Pinus mugo var. mughus | Fjallafura | Margstofna hægvaxta fagurgrænt barrtré. Hæð mest 2m. Til að halda fjallafuru fallegri þarf að brjóta hana á vorin. Við sýnum ykkur það gjarnan. Harðgerð. |
Pinus mugo var.pumilio | Dvergfura | Margstofna hægvaxta barrtré, nálar fagurgrænar. Til að halda dvergfuru fallegri þarf að brjóta hana á vorin. Við sýnum ykkur það gjarnan þegar þið komið. Harðgerð. |
Pinus uncinata | Bergfura | Beinvaxið greinótt sí- og fagurgrænt tré eða runni. Harðgert. |
Rhodod. repens ‘Scarlet Wonder’ |
Lyngrós ‘Scarlet Wonder’ |
Hæð 0,5m. blóm rauð í júní. Er nokkuð harðgerð. |
Rhododendron ‘Roseum Elegans’ |
Lyngrós ‘Roseum Elegans’ |
Hæð 0,5-1,5m. Blóm bleiklilla í júní-júlí. Súr jarðvegur.( pH 4-5,5) vetrarskýli. |
Rhododendron catawbiense ‘Lee’s Dark Purple’ |
Alpalyngrós ‘Lee’s Dark Purple’ |
Hæð 0,5-0,7m. blóm dökkfjólublá. |
Rhododendron catawbiense ‘English Roseum’ |
Alpalyngrós ‘Englis Roseum’ |
Hæð 0,5-1,5m. blóm í júní-júlí. Súr jarðvegur.( pH 4-5,5) vetrarskýli. |
Rhododendron catawbiense ‘Grandiflora’ | Alpalyngrós ‘Grandiflora’ |
Hæð 1-1,5m. blóm fjólublá í júní-júlí. |
Rhododendron caucasicum ‘Cunningham’s White’ |
Alpalyngrós ‘Cunninghams White’ |
Hæð 0,5-1m. blóm hvít í maí–júní. |
Rhododendron ferrugineum | Urðalyngrós | Smávaxinn runni hæð O,7-1m. Blóm bleik í júní. Nokkuð harðgerð. |
Rhododendron impeditum ‘Blue Tit’ |
Lyngrós ‘Blue Tit’ |
Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm fjólublá í júní. Nokkuð harðgerð. |
Rhododendron Williamsianum ‘Gartendirektor Glocker’ |
Lyngrós ‘Gartendirektor Glocker’ |
Hæð 0,7-1m, blóm rauð |
Rhododendron Yakushimanum ‘Fantastica’ |
Lyngrós ‘Fantastica’ |
Hæð 80-100 sm. blóm rauð með bleiku, blöð græn, gráloðin á neðra borði. |
Taxus cuspidata ‘Nana’ |
Japansýr | Nálar dökkgrænar, stuttar uppréttur útsveigður vöxtur Harðgerður |
Taxus media ‘Farmen’ |
Garðaýr ‘Farmen’ |
Útsveigðar hangandi greinar verður tæplega hærri en 1m. Dökkgrænar glansandi nálar. Harðgerður |
Taxus media ‘Hilli’´ |
Garðaýr ‘Hillii’ |
Grasgrænar nálar, uppréttur, breiður runni. Á að vera vel harðgerður. |
Thuja | Lífviður Sá gamli |
Uppréttur grófur. |
Thuja ‘Tivoli’ |
Tívolítúja ‘Tivoli’ |
Keilulaga vöxtur. |
Thuja koraiensis | Kóreulífviður | Rakur frjósamur jarðvegur. Þolir vel hálfskugga. Lifir vel hérna. |
Thuja occidentalis ‘Holmstrup’ |
Súlutúja Kanadalífviður ‘Holmstrup’ |
Hæð-2m. Súlulaga sígrænn runni, hægvaxta. Þolir vel klippingu. |
Thuja occidentatis ‘Danica’ |
Kúlutúja Kanadalífviður ‘Danica’ |
Hæð 40-60sm. Kúlulaga, sígrænn runni. |
Thuja orientalis ‘Aurea Nana’ |
Kínalífviður ‘Aurea Nana’ |
Litur gulur. Óregluleg kúla |
Thujopsis dolabrata | Vaxlífviður | Rakur léttur jarðvegur vöxtur óreglulegur. Stendur sig bara vel en þarf létt vetrarskýli til varnar snjóþunga. |
Uppfært 27.janúar 2015