Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Sígræn tré og runnar

Allar sígrænar plöntur ættu að fá vetrarskýli a.m.k. 2-3 fyrstu veturna, meðan rótarkerfið er að eflast. Það er þurri frostnæðingurinn þegar sól fer að hækka á lofti síðla vetrar sem brennir mest, plönturnar ná ekki upp nægu vatni til að mæta útgufuninni. Gott getur verið að vökva af og til á veturna til að mæta þessu. Það er líka nauðsynlegt að skola yfir trén strax eftir mikið sjávarrok, þið sjáið saltið stundum á gluggunum hjá ykkur, það er ekki bara við sjóinn, t.d. hér í Hveragerði má iðulega sjá slíkt. Gætið þess að þegar þið setjið plöntur út sem hafa verið í vetrarskýli að veður sé milt helst rigningarsuddi, alls ekki beint út í sól og ef það kemur aftur frost og kuldi þá verðið þið að setja plönturnar aftur í skjól. Gleymið ekki að gefa áburð (BLÓMAKRAFT) í pottana ykkar. Ekki gleyma að vökva sígrænu plönturnar líka á veturna.

Upplýsingar um ýmsa tegundahópa

 

Chamaecyparis Sýprus

Hér eru margar spennandi óvissuplöntur !!! sumir þessir sýprusar standa sig vel á skjólgóðum, fremur skuggsælum stöðum. Hér verður hver að prófa fyrir sig. Allavega eru þetta ljómandi fallegar plöntur í ker og potta úti yfir sumarið. Sýprusar mega aldrei þorna en heldur ekki standa í vatni.

Juniperus Einir

Flestar einitegundir þrífast best í fremur mögrum jarðvegi, sem sagt varist of mikinn áburð.

Rhododendron Lyngrós (Alparós)

Þurfa súran jarðveg pH 4-5,5 Vetrarskýli vissara.

Taxus Ýviður

Þolir vel klippingu. Þolir vel skugga, jarðvegur venjulegur eða súr.
Latn.heiti Ísl.heiti Lýsing
Abies lasiocarpa Fjallaþinur Stórt sígrænt tré, skuggþolið, nægjusamt. Stendur sig nokkuð vel.
Abies procera
‘Glauca’
Bláeðalþinur
‘Glauca’
Sígrænt tré með hangandi greinar, bláar nálar. Hefur reynst harðgert.
Berberis candidula
‘Jytte’
Hélubroddur
‘Jytte’
Sígrænn runni með uppréttum greinum. Hæð 1-1,5m. Blóm gul. Er búin að lifa hér úti í garði í mörg ár
Berberis verrucculosa Vetrarbroddur Sígrænn runni með bogsveigðum greinum.
Hæð 70sm. Blóm gul. Er búin að lifa hér úti í garði í mörg ár.
Buxus sempervirens Fagurlim Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form.
Þessi hefur lifað í um 10 ár hér úti í garði og lítið sem ekki látið á sjá nema bælst undan snjóþunga.
Buxus sempervirens
‘Blauer Heinz’
Fagurlim ‘Blauer Heinz’ NÝR ´06 40-50 sm. dvergrunni, sígrænn. Oft klipptur í allskonar form.
Buxus sempervirens
‘Rotundifolia’
Fagurlim ‘Rotundifolia’ Blöð stærri en á fyrri tegund og talinn harðgerðari.
Hefur staðið sig vel hér úti í garði sl. 8 ár.
Buxus x ‘Green Velvet’ Fagurlim ‘Green Velvet’ Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form. Fær oft koparlitan vetrarlit en grænkar á ný þegar hlýnar.
Chamaec. lawsoniana
‘Pygmaea Argentae’
Fagursýprus
‘Pygmaea Argentae’
Dvergvöxtur, uppréttur, milligrænn, gulur nývöxtur.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Alumii’
Fagursýprus
‘Alumii’
Bláleitur, uppréttur.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Lane’
Fagursýprus
‘Lane’
Gulleitur, uppréttur, slútandi greinar. Þessi er af plöntu sem vaxið hefur í mörg ár og verið fallegur, óskýldur í garði hér í Hveragerði.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Stewartii’
Fagursýprus
‘Stewartii’
Gulur, píramítalaga, slútandi greinar.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Tryomphe de Boskoop’
Fagursýprus
‘Tryomphe de Boskoop’
Bláleitur með slútandi greinar. Stendur sig vel á skjólgóðum stað.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Ellwoodii’
Dvergsýprus
‘Ellwoodii’
Bláleitur, hægvaxta, sérlege góður í ker og potta.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Glauca’
Fagursýprus
‘Glauca’
Blár uppréttur.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Kelliris’
Fagursýprus
‘Kelliris’
Gulleitur, slútandi greinar.
Chamaecyparis lawsoniana
‘Minima Aurea’
Fagursýprus
‘Minima Aurea’
Gulur, smágerður.
Chamaecyparis lawsoniana ‘Columnaris’ Fagursýprus
‘Columnaris’
Bláleitur, uppréttur, líkist ´Alumii´en allur stífari.
Chamaecyparis lawsoniana ‘Fletcheri’ Dvergsýprus
‘Fletcheri’
Ljósgrænn, hægvaxta. Þessi hefur lifað hér úti í garði í 8 ár.
Chamaecyparis nootkatensis
‘Aurea’
Alaskasýprus
‘Aurea’
Gulleitur uppréttur.
Chamaecyparis nootkatensis ‘Glauca’ Alaskasýprus
‘Glauca’
Frekar ljósgrænn með slútandi greinar. Hefur staðið sig vel í 8 ár hér úti í garði.
Chamaecyparis nootkatensis ‘Pendula’ Alaskasýprus
‘Pendula’
Milligrænn, hangandi greinar. Hefur staðið sig vel í 10 ár hér úti í garði.
Chamaecyparis obtusa
‘Drath’
Sólsýprus
‘Drath’
Vaxtarlag er óreglulegur haugur.
Sérkennilegar greinar. Stendur sig vel.
Chamaecyparis pisifera
‘Filifera’
Ertuþráðsýprus
‘Filifera’
Þráðlaga hangandi greinar.
Chiliotricum diffusum
‘Siska’
Körfurunni
‘Siska’
Brárunni
Hæð 0,5-0,6m hálfrunni, gráleit fínlegt lauf, blóm hvítar körfur í júlí-ágúst. Sól og skjól, sæmilega harðgerður.
Cotoneaster congestus Kúlumispill Jarðlægur dvergrunni, sígrænn brennur stundum á vorin
en laufgast aftur, fínlegur og fallegur.
Cotoneaster dammeri
‘Rami ‘
Breiðumispill
‘Rami ‘
Jarðlæg, sígræn, þekjuplanta, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin en laufgast aftur. Góð þekjuplanta
Cotoneaster x suecicus
‘Skogholm’
Breiðumispill
‘Skogholm’
Jarðlægur, sígrænn, þekjuplanta, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin, en laufgast aftur. Góð þekjuplanta.
Erica herbacea Vorlyng Fínlegur sígrænn dvergrunni, blóm rauðbleik í maí-júní.
Gengur misjafnlega. Magur, súr jarðvegur.
Hebe odora Ilmsnepla (Stjörnurunni) Blöð fagurgræn, glansandi. Blóm hvítar litlar stjörnur.
Hebe pinguifolia
‘Pagei’
Hebe
‘Pagei’
Blöð grá. Blóm hvítar litlar stjörnur.
Hæð 20-30cm.
Hedera helix Bergflétta Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum.
Blöð dökkgræn þolir vel skugga. Brennur stundum í vorsól.
Hedera helix
‘Steinunn’
Bergflétta
‘Steinunn’
Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum.
Blöð dökkgræn stærri og glansa meira en á fyrra yrki. Þolir vel skugga, brennur stundum í vorsól.
Ilex aquifolium
‘Aurea Marginata’
Kristþyrnir
‘Aurea Marginata’
Blöð dökkgræn glansandi með gulum blaðjöðrum.
Karlplanta.
Ilex aquifolium
‘Schrams’
Dvergkristþyrnir
‘Schrams’
Blöð lítil dökkgræn glansandi. Þessi hefur lifað hér úti í garði, óskýld í 10 ár, orðinn 1,6m á hæð.
Ilex x meserveae
‘Blue Prince’
Blákristþyrnir
‘Blue Prince’
Karlplanta. Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum.
Ilex x meserveae
‘Blue Princess’
Blákristþyrnir
‘Blue Princess’
Kvenplanta.
Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum.
Ilex x meserveae
‘Blue Angel’
Blákristþyrnir
‘Blue Angel’
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi.
Vex hér úti á skjólgóðum stöðum.
Juniperus chinensis
‘Blaauw’
Kínaeinir Upprétt, óreglulegt vaxtarlag.
Juniperus comminis
‘Meyer’
Einir Uppréttur, grænn.
Juniperus comminis
‘Compressa’
Einir Blágrænn, súlulaga vaxtarlag, er seinvaxinn. Þennan er vissara að taka inn í gróðurskála eða annað vetrarskýli.
Juniperus communis
‘Repanda’
Einir ísl.
‘Repanda’
Jarðlægur, sígrænn, fær brúnleitan vetrarlit en grænkar aftur þegar hlýnar . Harðgerður.
Juniperus squamata
‘Blue Carpet’
Skriðbláeinir
‘Blue Carpet’
Jarðlægur runni, stálblát barr. Harðgerður.
Juniperus squamata
‘Blue star’
Dvergbláeinir
‘Blue star’
Stálblár, vaxtarlag óregluleg lítil kúla. Harðgerður.
Juniperus squamata
‘Meyeri’
Himalajaeinir
‘Meyeri’
Hæð 0,5 – 1,5m. Útsveigðar greinar, stálblátt barr. Þetta er planta sem gaman er að klippa í ýmis form. Þolir nokkurn skugga. Harðgerður.
Lonicera pileata Vetrartoppur Jarðlægur 30-40sm, sígrænn með fagurgrænum glansandi laufblöðum. Hann getur brunnið illa á vorin en í flestum tilfellum laufgast hann á ný. Ekki henda honum of fljótt. Þolir mjög vel skugga.
Pachysandra terminalis Vetrarneisti 20-30sm sígrænn hálfrunni með hvítum og gulgrænum litlum blómum. Góð þekjuplanta.
Picea abies
‘Nidiformis’
Hreiðurgreni
Sátugreni
‘Nidiformis’
Fallegt, dvergvaxið, jarðlægt afbrigði af rauðgreni.
Harðgert.
Picea engelmannii Blágreni Stórt fallegt sígrænt barrtré. Barrið bláleitt. Harðgert.
Picea glauca
‘Conica’
Dverghvítgreni
‘Conica’
Keilugreni
Fallegt, seinvaxið, keilulaga, lítið, sígrænt, tré. Verður tæplega hærra en 2 m. Harðgert.
Picea sitchensis Sitkagreni Stórt fljótsprottið sígrænt barrtré. Þarf mikið pláss. Harðgert.
Pinus contorta Stafafura Stórt tré getur orðið yfir 10m. Fljótsprottið, einstofna.
Nálar fá brúnleitan vetrarlit. Harðgert.
Pinus mugo var. mughus Fjallafura Margstofna hægvaxta fagurgrænt barrtré. Hæð mest 2m. Til að halda fjallafuru fallegri þarf að brjóta hana á vorin. Við sýnum ykkur það gjarnan. Harðgerð.
Pinus mugo var.pumilio Dvergfura Margstofna hægvaxta barrtré, nálar fagurgrænar.
Til að halda dvergfuru fallegri þarf að brjóta hana á vorin. Við sýnum ykkur það gjarnan þegar þið komið. Harðgerð.
Pinus uncinata Bergfura Beinvaxið greinótt sí- og fagurgrænt tré eða runni. Harðgert.
Rhodod. repens
‘Scarlet Wonder’
Lyngrós
‘Scarlet Wonder’
Hæð 0,5m. blóm rauð í júní.
Er nokkuð harðgerð.
Rhododendron
‘Roseum Elegans’
Lyngrós
‘Roseum Elegans’
Hæð 0,5-1,5m. Blóm bleiklilla í júní-júlí.
Súr jarðvegur.( pH 4-5,5) vetrarskýli.
Rhododendron catawbiense
‘Lee’s Dark Purple’
Alpalyngrós
‘Lee’s Dark Purple’
Hæð 0,5-0,7m. blóm dökkfjólublá.
Rhododendron catawbiense
‘English Roseum’
Alpalyngrós
‘Englis Roseum’
Hæð 0,5-1,5m. blóm í júní-júlí.
Súr jarðvegur.( pH 4-5,5) vetrarskýli.
Rhododendron catawbiense ‘Grandiflora’ Alpalyngrós
‘Grandiflora’
Hæð 1-1,5m. blóm fjólublá í júní-júlí.
Rhododendron caucasicum
‘Cunningham’s White’
Alpalyngrós
‘Cunninghams White’
Hæð 0,5-1m. blóm hvít í maí–júní.
Rhododendron ferrugineum Urðalyngrós Smávaxinn
runni hæð O,7-1m.
Blóm bleik í júní. Nokkuð harðgerð.
Rhododendron impeditum
‘Blue Tit’
Lyngrós
‘Blue Tit’
Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm fjólublá í júní. Nokkuð harðgerð.
Rhododendron Williamsianum
‘Gartendirektor Glocker’
Lyngrós
‘Gartendirektor Glocker’
Hæð 0,7-1m, blóm rauð
Rhododendron Yakushimanum
‘Fantastica’
Lyngrós
‘Fantastica’
Hæð 80-100 sm. blóm rauð með bleiku, blöð græn, gráloðin á neðra borði.
Taxus cuspidata
‘Nana’
Japansýr Nálar dökkgrænar, stuttar uppréttur útsveigður vöxtur
Harðgerður
Taxus media
‘Farmen’
Garðaýr
‘Farmen’
Útsveigðar hangandi greinar verður tæplega hærri en 1m. Dökkgrænar glansandi nálar. Harðgerður
Taxus media
‘Hilli’´
Garðaýr
‘Hillii’
Grasgrænar nálar, uppréttur, breiður runni. Á að vera vel harðgerður.
Thuja Lífviður
Sá gamli
Uppréttur grófur.
Thuja
‘Tivoli’
Tívolítúja
‘Tivoli’
Keilulaga vöxtur.
Thuja koraiensis Kóreulífviður Rakur frjósamur jarðvegur. Þolir vel hálfskugga. Lifir vel hérna.
Thuja occidentalis
‘Holmstrup’
Súlutúja
Kanadalífviður
‘Holmstrup’
Hæð-2m. Súlulaga sígrænn runni, hægvaxta. Þolir vel klippingu.
Thuja occidentatis
‘Danica’
Kúlutúja
Kanadalífviður
‘Danica’
Hæð 40-60sm. Kúlulaga, sígrænn runni.
Thuja orientalis
‘Aurea Nana’
Kínalífviður
‘Aurea Nana’
Litur gulur. Óregluleg kúla
Thujopsis dolabrata Vaxlífviður Rakur léttur jarðvegur vöxtur óreglulegur. Stendur sig bara vel en þarf létt vetrarskýli til varnar snjóþunga.

Uppfært 27.janúar 2015


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala