Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Tré og runnar

Þegar talað er um tré þá er átt við trjákennda plöntu sem verður 3m. á hæð eða meira, er með einn stofn en greinist síðan í nokkurri hæð frá jörðu og myndar þar greinar sem kallast króna. Planta með marga trjákennda stöngla frá jörðu kallast runni. Tré og runnar lifa oftast í mörg ár. Flesta stærri runna má klippa til og búa til lítil tré. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir trjám þar sem þau koma til með að skyggja á útsýni og birtu.

Lauftré og runnar

Latn.heiti Ísl.heiti Lýsing
Acer glabrum Gljáhlynur Lítið fínlegt tré. Greinar rauðbrúnar.
Acer palmatum
‘Bloodgood’
Japanshlynur
‘Bloodgood‘
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað.
Dökkrauð blöð
Acer palmatum ‘Chitoseyama’ Japanshlynur
‘Chitoseyama’
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað.
Blöð græn-brons
rauðir haustlitir
Acer palmatum
‘Crimson Queen’
Japanshlynur
‘Crimson Queen’
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað.
Rauð blöð, slútandi greinar
Acer platanoides
‘Crimson Sentry’
Blóðhlynur
‘Crimson Sentry’
Rauð blöð
Uppréttar greinar
Acer platanoides
‘Royal Red’
Blóðhlynur
‘Royal Red’
Tré hæð ekki vitað hér. Blöð purpurarauð, glansandi falleg.
Acer pseudoplatanus Garðahlynur Stórt tré með hvelfda krónu. Þarf stuðning fyrstu árin. Blóm gulgræn aldin (fræ) áberandi síðsumars.
Skógræktarfélag Íslands valdi 50 ára garðahlyn hér í Hveragerði tré ársins´03, hæð hans var 7,56 m. ummál krónu 14m.
Acer pseudoplatanus ‘Atropurpureum’ Garðahlynur ‘Atropurpureum’ Tré með purpurarautt neðra borð blaða. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi kemur til með að standa sig.
Aesculus hippocastanum Hrossakastanía Stórt tré með breiða krónu og stór laufblöð, blóm hvít.
Hefur lifað góðu lífi hér í garðinum hjá okkur. Var plantað ´90 Aldrei kalið, blómstraði fyrst sumarið ´05. Í janúar ´15 er hún 6,2m.
Alnus incana Gráölur Hæð 8-12m. Harðgerður
Alnus sinuata Sitkaelri Tré eða stór runni með gljáandi laufblöðum, oft margstofna allt að 10 m hátt Þarf frjóan jarðveg og bjartan vaxtarstað
Amelarichier alnifolia Hlíðaramall
hunangsviður
Hæð 1-2m. runni. Blómin hvít ilmandi í maí-júní.
Fjólublá sæt ber á haustin. Litfögur blöð. Fremur þurr jarðvegur. Harðgerður.
Berberis amurensis Drekabroddur Blóm gul í júní. Hæð 2-3 m. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel flestum jarðvegi. Þolir vel klippingu.
Berberis brechtschneideri Purpurabroddur Hæð ca. 1-2m. Blóm gul. Blöð dökkpurpurarauð.
Þarf sólríkan vaxtarstað.
Berberis candidula
‘Jytte’
Hélubroddur
‘Jytte’
Hæð 1,5 m. Sígrænn runni með uppréttum greinum.
Blóm gul. Er búinn að lifa hér úti í garði í ein 20 ár.
Berberis thunbergii ‘Aurea’ Sólbroddur ‘Aurea’ Gulgræn blöð
Berberis vernae Vorbroddur Hæð 1-1,5m. Blómstrar gulum hangandi klösum. Þarf bjartan vaxtarstað.
Harðgerður.
Berberis verrucculosa Vetrarbroddur Sígrænn runni með bogsveigðum greinum.
Hæð um 0,7 m. Blóm gul.
Er búin að lifa góðu lífi hér úti í garði í mörg ár.
Berberis x ottawensis
‘Laugardalur’
Sunnubroddur
‘Laugardalur’
kanadaber
Hæð 1-2m. Blóm gul í maí – júní.
Gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður.
Betula nana Fjalldrapi Ísl.
– Hrís
20-70 sm. fínlegur runni, blöð lítil, tennt.
Þarf sólríkan vaxtarstað. Fallegur og harðgerður.
Betula pubescens Ilmbjörk Ísl. Birki Hæð getur orðið 7-8 m. Sólelskt tré, gott í klippt limgerði. Harðgert, ómissandi í hvern garð.
Buxus sem.
´Elegans´
Fagurlim
´Elegans´
Sígrænn. Blöð græn með hvítum kanti
Buxus sempervirens Fagurlim Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form.
Þessi hefur lifað í um 15 ár hér úti í garði og lítið sem ekki látið á sjá nema bælst undan snjóþunga.
Buxus sempervirens
‘Blauer Heinz’
Fagurlim
‘Blauer Heinz’
30 sm. sígrænn dvergrunni. Oft klipptur í allskonar form.
Stendur sig vel.
Buxus sempervirens ‘Rotundifolia’ Fagurlim
‘Rotundifolia’
Blöð stærri en á fyrri tegund, talinn harðgerðari. Hefur staðið sig vel hér úti í garði sl. 15 ár.
Buxus x ´Green velvet´ Fagurlim
´Green velvet´
Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form.
Caragana arborescens Baunatré Hæð 3-4m. tré eða runni, gul blóm í júní-júlí, þarf sól. Jarðvegur þurr, sendinn, kalkríkur. Harðgert.
Caragana arborescens ‘Pendula’ Hengibaunatré
‘Pendula’
Hangandi greinar ágræddar á 1,5m. háan stofn, gul blóm . Jarðvegur þurr, sendinn, kalkríkur. Harðgert.
Cercidiphyllum japonicum Hjartatré Lítið tré með áberandi fallegum hjartalaga laufblöðum. Fallegir haustlitir. Skjólgóðan stað.
Chiliotricum diffusum
‘Siska’
Körfurunni
‘Siska’
Brárunni
Hæð 0,5-0,6m hálfrunni, gráleit fínlegt lauf, blóm hvítar körfur í júlí-ágúst.
Sól og skjól, sæmilega harðgerður.
Cornus sang. ´Midwinter Fire´ Dreyrahyrnir ´Midwinter Fire´ Hæð 1-2m. Orange/rauðar greinar. Nýtt 2020
Cornus sericea
‘Roði’
Sveighyrnir
‘Roði’
Hæð 2-3m. runni með rauðbrúnar greinar. Blóm hvít.
Gefur skemmtilegan lit í garðinn á veturnar. Harðgerður.
Cornus sericea
‘Sigurjón’
Sveighyrnir ‘Sigurjón’ Hæð 2-3m. runni með rauðbrúnar greinar. Blóm hvít.
Gefur skemmtilegan lit í garðinn á veturnar. Harðgerður.
Cotoneaster adpressus Skriðmispill Jarðlægur, fallegur runni, blóm lítil bleik, rauð ber á haustin. Frábær þekjuplanta. Þolir skugga. Harðgerður.
Cotoneaster adpressus
(Á stofni)
Skriðmispill
(Á stofni)
Fallegur runni með hangandi greinar, blóm lítil bleik, rauð ber á haustin.
Cotoneaster congestus Kúlumispill Jarðlægur dvergrunni, sígrænn, brennur stundum á vorin en laufgast aftur, fínlegur og fallegur.
Cotoneaster dammeri
‘Rami’
Breiðumispill
‘Rami’
Jarðlægur, sígræn, blóm hvít en koma sjaldan.
brennur stundum á vorin en laufgast aftur.
Góð þekjuplanta.
Cotoneaster integerrimus Grámispill Hæð um 0,7-1m. gráloðin blöð, blóm lítil bleik í júlí. Haustlitir rauðgulir. Harðgerður.
Cotoneaster lucidus Gljámispill Hæð oftast 1,5-2 m. Blóm lítil bleik í júlí, blöð dökkgræn glansandi, rauðir haustlitir. Góðu í limgerði. Harðgerður.
Cotoneaster multiflorus Skrautmispill Hæð 2-3 m uppréttur runni með bogsveigðum greinum Blóm hvít í júlí rauð ber á haustin. Kelur stundum smávegis.
Cotoneaster nitens Glitmispill Hæð 1-2 m. fínlegur með slútandi greinar. Blöð dökkgræn, gljáandi, fallegur stakstæður runni.
Cotoneaster suecius
‘Coral Beauty’
Breiðumispill
‘Coral Beauty’
Ágræddur á 80 sm. stofn.Hangandi greinar.
Cotoneaster x suecicus
(dammeri) ‘Skogholm’
Breiðumispil
‘Skogholm’
Jarðlægur, sígrænn, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin, en laufgast aftur. Góð þekjuplanta.
Cyticus decumbens Flatsópur Jarðlægur smárunni með sígrænum grönnum greinum. Gullgul blóm í maí-júní, vetrarskýli æskilegt.
Cyticus nigricans
‘Cyni’
Dökksópur
‘Cyni’
Hæð 0,7m. Blóm skærgul með hunangsilmi í júní til ágúst, góð til afskurðar, klippist að lokinni blómgun. Sól og sendinn jarðveg.
Cyticus purgans Geislasópur Hæð 0,7-1 m. runni með fínlegar, grænar, grannar greinar. Blóm gul ilmandi í maí-júní. Þarf sól og sendinn jarðveg.
Cyticus x
‘Boskoop Ruby’
Vorsópur
‘Boskoop Ruby’
Runni með fínlegar, grannar greinar.
Blóm rauð snemma á vorin, þarf að taka inn á veturnar.
Cytisus
´White Lion´
Vorsópur
´White Lion´
Hæð 0,5-1m. Hvít blóm, grænar greinar. Nýtt 2020
Daphne mezereum Töfratré Lítið tré varla meira en 1m. eða runni, blóm bleik í maí fyrir laufgun, rauð ber í ágúst. Kalkríkur, sendinn jarðvegur. Harðgert.
Ath. berin eru eitruð.
Deutzia ‘Yuki Snowflake’ Mjallhrjúfur ‘Yuki Snowflake’ Lágvaxinn runni
Hvít blóm á árssprota
Deutzia hybrida
‘Mont Rose’
Stjörnuhrjúfur
‘Mont Rose’
Hæð 1-1,5 m., blóm bleik, blöð grágræn,
Þarf skjól og sól, ágætlega harðgerður.
Diervilla rivularis ‘Honeybee’ Lækjartoppa
‘Honeybee’
Gulgræn blöð, gul blóm, snemmblómstrandi
Diervilla rivularis
‘Troja Black’
Lækjartoppa
‘Troja Black’
Rauð blöð, gul blóm, snemmblómstrandi
Erica herbacea Vorlyng Fínlegur sígrænn dvergrunni, blóm rauðbleik í maí-júní.
Gengur misjafnlega. Magur, súr jarðvegur.
Exochorda macranta
‘The Bride’
Perlurunni
‘The Bride’
Blóm hvít. Óreyndur.
Fagus sylvatica ‘Pendula’ Hengibeyki
‘Pendula’
Tré með græn blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn.
Fagus sylvatica ‘Purpurea Pendula’ Hengiblóðbeyki
‘Purpurea Pendula’
Tré með rauð blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn.
Stendur sig vel.
Orðið 4m. hér í garði
Fagus sylvatica
‘Purpurea Tricolor’
Blóðbeyki
‘Purpurea Tricolor’
Tré með marglit blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn.
Stendur sig vel. Blöð hanga á plöntunni, þá orðin brún, allan veturinn.
Fagus sylvatica ‘Purpurea’ Blóðbeyki
‘Purpurea’
Hægvaxta getur orðið stórt tré, blöð dökk purpurarauð, þau hanga á plöntunni, þá orðin brún, allan veturinn.
Ath. blóðbeyki laufgast ekki fyrr en í byrjun júní, ekki fara að rífa það upp. Hefur staðið hér úti í garði síðan 1995 og aldrei látið á sjá nema brotnað smá undan snjó. Sérlega fallegt og stendur sig vel.
Fagus sylvatica ‘Riversii’ Blóðbeyki
‘Riversii’
Eins og blóðbeykið hér að ofan en laufblöð stærri. Ný ´15
Fagus sylvatica
´Dawyck Gold´
Súlubeyki gult Tré með súlulaga vaxtalagi. Laufblöð gul ný ´15
Fagus sylvatica ´Dawyck Purple´ Súlublóðbeyki Tré með súlulaga vaxtalagi. laufblöð dökk purpurarauð.
Ný ´14
Fraxinus e. ´Pendula´ Hengiaskur Hæð stofns um 2m.
hangandi greinar. Nýtt 2020
Fraxinus execelsior Evrópuaskur Ljóselskt tré með gisna krónu, laufgast seint.
Góður, næringarríkur jarðvegur.
Hedera helix Bergflétta Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum.
Blöð dökkgræn þolir vel skugga. Brennur stundum í vorsól.
Hedera helix
‘Steinunn’
Bergflétta
‘Steinunn’
Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum.
Blöð dökkgræn stærri og glansa meira en á fyrra yrki. Þolir vel skugga, brennur stundum í vorsól.
Holdiscus discolor Rjómaviður Fínlegur runni með hangandi greinum. Blóm hvít í drjúpandi skúfum. Sjaldséður, nokkuð harðgerður.
Ilex aquifolia ‘Aurea Marginata’ Kristþyrnir
‘Aurea Marginata’
Blöð dökkgræn glansandi með gulum blaðjöðrum.
Karlplanta.
Ilex aquifolium
‘Schrams’
Dvergkristþyrnir
‘Schrams’
Blöð lítil dökkgræn glansandi.
Þessi hefur lifað veturinn úti í garði hjá okkur,óskýld í 15ár orðin 1,5m.
Ilex x meserveae
‘Blue Angel’
Blákristþyrnir
‘Blue Angel’
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi. Á að geta vaxið hér úti á skjólgóðum stöðum.
Ilex x meserveae
‘Blue Prince’
Blákristþyrnir
‘Blue Prince’
Karlplanta. Blöð blágræn glansandi.
Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum. 
Ilex x meserveae
‘Blue Princess’
Blákristþyrnir
‘BluePrincess’
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi.
Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum.
Laburnum alpinum Fjallagullregn Hæð 4-8m. tré eða stór runni. Blóm gul í löngum hangandi klösum. í júlí, jarðvegur þurr, kalkríkur. Bjartur vaxtarstaður. Eitruð aldin.
Laburnum alpinum ‘Pendulum’ Hengigullregn Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst í vel framræstum jarðvegi. Blóm gul. Hentar stakstætt. Fræin eitruð.
Laburnum watereri
‘Vossii’
Garðagullregn
‘Vossii’
Hæð 4-8 m. tré eða stór runni. Blóm gul í löngum hangandi klösum í júní-júlí,
jarðvegur þurr, kalkríkur. Bjartur vaxtarstaður. Eitruð aldin.
Larix sukaczewi Rússalerki Stórt fallegt barrtré , fellir nálar á haustin, gulir haustlitir. Harðgert. Þolir vel klippingu.
Lonicera alpigena Fjallatoppur Hæð 2-3 m. runni, blöð fagurgræn, blóm gulgræn í maí-júní. Ég get nú ekki séð neitt sérstakt við þennan runna. Harðgerður.
Lonicera caeruela var. edulis
‘þokki’
Blátoppur
‘þokki’
berjablátoppur
Hæð 2-3 m. þéttvaxinn runni, blóm lítil, gulhvít í maí-júní. Bergtoppur, og blátoppur ´Þokki´ eru náskyldir.
Góður í limgerði og þyrpingar. Harðgerður.
Lonicera caerulea var. altaica Bergtoppur Hæð 2-3 m. þéttvaxinn runni, blóm lítil, gulhvít í maí-júní. Góður í limgerði og þyrpingar. Harðgerður.
Lonicera deflexicalyx var.xerocalyx Sveigtoppur Hæð ca.1-2 m. runni með áberandi útsveigðar greinar. Blóm gulhvít. Harðgerður.
Lonicera hispida Klukkutoppur Hæð 2-3 m. runni, blöð dökkgræn, hrjúf viðkomu. Blóm hvít, síðan orans aldin, skuggþolinn,
fallegur. Harðgerður.
Lonicera involucrata Glótoppur Hæð 1-1,5 m. runni. Blóm rauðgul í blaðöxlunum. Hraðvaxta, varist mikla áburðargjöf. Harðgerður.
Lonicera ledebourii Glæsitoppur Hæð 1,5-2 m. runni. Blóm gul í blaðöxlunum.
Hraðvaxta. Varist mikla áburðargjöf. Harðgerður.
Lonicera myrtillus Bjöllutoppur Hæð ca. 0,5-1 m. fínlegur og fallegur blóm hvít maí-júní, blöð ljósgræn, lítil. Skuggþolinn og harðgerður.
Lonicera per.
´Chic & Choc´
Skógartoppur
´Chic & Choc´
Hæð 0,5-1m. blóm rauð m/gulu. Nýtt 2020
Lonicera pericyclemum Skógartoppur Hæð 4-6 m. skuggþolinn vafningsviður. Blóm gul í júlí-ágúst ilmandi einkum á kvöldin ómissandi í hvern garð. Harðgerður.
Lonicera pericyclemum ‘Purpurea’ Skógartoppur
‘Purpurea’
Hæð 4-6 m. skuggþolinn vafningsviður. Blóm rauðbleik og gul í júlí-ágúst ilmandi einkum á kvöldin ómissandi í hvern garð blöð rauðmenguð. Harðgerður.
Lonicera pileata Vetrartoppur Jarðlægur sígrænn með fagurgrænum glansandi laufblöðum. Brennur oft á vorin en laufgast aftur.
Lonicera spinosa Skriðtoppur Jarðlægur runni með smáum blöðum, vex hratt og þekur vel.
Góð viðbót við þekjuplöntuúrvalið. Harðgerður.
Lonicera xylosteum Dúntoppur Hæð 2-3 m. Blöð ljósgræn hærð. Blóm gulhvít, skuggþolinn, fallegur runni. Harðgerður.
Malus ´Hopa´ Skrautepli ´Hopa´ Hæð 2-4m.
Blóm bleik
Pachysandra terminalis Vetrarneisti Hæð 0,3 – 0,6 m sígrænn hálfrunni með hvítum og gulgrænum litlum blómum. Góð þekjuplanta.
Philadelphus
‘Þórunn Hyrna’
Hyrnukóróna
‘Þórunn Hyrna’
Hæð 2-3 m. öll grófari en Ilmkórónan.
Blóm stórar hvítar stjörnur með sítrónuilmi í júlí þarf birtu, blöð hrjúf viðkomu. Harðgerð.
Philadelphus caucasicus
‘Aureus’
Snækóróna
‘Aureus’
Hæð ca.1 m. runni með gul blöð, blóm hvít en hafa ekki látið sjá sig, er búin að vera hér úti í garði síðan 1999 er samt fallegur runni til að gefa lit vegna blaðanna. Stendur sig vel.
Philadelphus x lemoinei
‘Mont Blanck’
Ilmkóróna
‘Mont Blanck’
Hæð 1-1,5 m stundum hærri uppréttur runni með ljósgrænu fínlegu laufi. Blóm hvítar stjörnur með sterkum sítrónuilmi í júlí þarf birtu, harðgerð.
Physocarpus opulif.
´Tiny Wine Gold´
Garðakvistill
´Tiny Wine Gold´
Hæð 06-1m. Gul blöð, hvít blóm. Nýtt 2020
Physocarpus opulifolius Garðakvistill Hæð 1-2 m. blaðfallegur runni með hvítum blómum. Þessi fallegi, harðgerði runni hefur bara gleymst.
Physocarpus opulifolius
‘Angel Gold’
Garðakvistill
‘Angel Gold’
Gulgræn blöð á bleikleitum greinum.
Hvít blóm
Physocarpus opulifolius
‘Diabolo’
Garðakvistill
‘Diabolo’
Nýleg sort með rauðum blöðum. þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Laufgast seint.
Physocarpus opulifolius
‘Luteus’
Garðakvistill
‘Luteus’
Hæð 1m. blaðfallegur runni, með gulleitum blöðum. Lítið reyndur.
Physocarpus opulifolius
‘Tiny Wine’
Garðakvistill
‘Tiny Wine’
Lágvaxinn þéttur runni.
Dökkrauð flipótt blöð
Populus tremula
‘Erecta’
Súlublæösp
‘Erecta’
Mjótt súlulaga tré. Við plöntuðum einni slíkri í garðinn hjá okkur 1995 þá um 0,5 m. Í janúar ´15 er hún 6,8 m. Harðgerð.
Populus trichocarpa
‘Keisari’
Alaskaösp
‘Keisari’
Hæð 10-20m. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þarf rakan jarðveg og gott pláss fyrir rætur. Hentar í skógrækt.
Populus trichocarpa
‘Sæland’
Alaskaösp
‘Sæland’
Stórt tré. Aspir eru ákafllega frekar en eiga ekki heima í litlum görðum. Þessi virðist ætla að standa best af sér ryðsveppinn.
Potentilla fruticosa ‘Arbuscula’ Runnamura
gul lágvaxin
‘Arbuscula’
Blóm stór gul, hæð 0,3 m. Laufblöð græn.
Potentilla fruticosa
‘Goldfinger’
Runnamura
‘Goldfinger’
Blóm stór gul, hæð 1m. Laufblöð fagurgræn.
Potentilla fruticosa ‘Goldteppich’ Runnamura
‘Goldteppich’
Blóm stór gul, hæð 0,4 m. Laufblöð græn.
Potentilla fruticosa
‘Månelys’
Runnamura
‘Månelys’
Blóm ljósgul, hæð 1 m. Laufblöð lítil, ljósgræn.
Potentilla fruticosa
‘Mount Everest’
Runnamura
‘Mount Everest’
Blóm hvít, hæð 1m. Laufblöð fagurgræn.
Potentilla fruticosa ‘Tangerine’ Runnamura
‘Tangerine’
Blóm stór orans, hæð 0,3 m. Laufblöð græn.
Prunus nipponica
‘Ruby’ (kurilensis)
Rósakirsi ‘Ruby’ Kúrileyjarkirsi Hæð ca.2-3 m. lítið tré eða runni. Blóm bleik í maí fyrir laufgun, blöð rauðleit, hefur reynst vel.
Prunus padus Heggur Norskur Hæð 3-5 m. lítið tré eða stór runni. Blóm hvítir hangandi klasar í júní. Skuggþolinn, harðgerður.
Prunus padus
‘Tóta’
Heggur
‘Tóta’
Hæð 3-5 m. lítið tré eða stór runni. Blóm hvítir hangandi klasar í júní. Skuggþolinn, harðgerður.
Prunus virginiana
‘Canada Red’
Virginíuheggur
‘Canada Red’
Hæð 4-6 m.blöð fyrst græn síðan dökk purpurarauð. Blóm hvít í hangandi klösum Harðgerður.
Quercus robur Sumareik Eik getur orðið langlíf. Þarf djúpan og frjóan jarðveg, sól og skjól. Blöðin haldast visin á trénu allan veturinn.
Hjá okkur er ein sem er í janúar ´15 orðin 4,9m.
Rhododendron ferrugineum Urðalyngrós Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm bleik í júní. Nokkuð harðgerð.
Rhododendron impeditum
‘Blue Tit’
Lyngrós
‘Blue Tit’
Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm fjólublá í júní. Nokkuð harðgerð.
Rhododendron repens
‘Scarlet Wonder’
Lyngrós
‘Scarlet Wonder’
Hæð 0,5 m. blóm rauð í júní.
Vetrarskýli vissara en nokkuð harðgerð.
Rhododendron Williamsianum ‘Gartendirektor Glocker’ Lyngrós
‘Gartendirektor Glocker’
Hæð 0,7-1m blóm rauð
Rhododendron Yakushimanum
‘Fantastica’
Lyngrós
‘Fantastica’
Hæð 0,8-1m. blóm rauð með bleiku, blöð græn, gráloðin á neðra borði.
Ribes alpinum
‘Dima’
Fjallarifs
(Alparifs)
‘Dima’
Kvenplanta, hæð 1-2 m. þéttur runni með ljósgrænu laufi. Afbragðs góð í limgerði og þyrpingar. Harðgerð, skuggþolin.
Ribes bracteosum
‘Perla’
Blárifs
‘Perla’
Hæð 1-2 m. runni blóm hvít í maí, á haustin koma bragðgóð dökkblá héluð ber. Gulir haustlitir. Harðgert og skuggþolið.
Ribes glaciale Jöklarifs
hnjúkarifs
Hæð 1,5-2 m. blöð dökkgræn greinar rauðleitar. Harðgert.
Ribes glandulosum Kirtilrifs Jarðlægur runni laufgast snemma, rauð gómsæt ber í júlí- ágúst. Rauðir haustlitir. Harðgerð, góð þekjuplanta. Áberandi rauð brum á veturnar.
Ribes laxiflorum
‘Rökkva’
Hélurifs
‘Rökkva’
Jarðlægur runni, laufgast snemma, blásvört gómsæt ber í júlí- ágúst. Rauðir haustlitir. Harðgerð, góð þekjuplanta. Áberandi rauð brum á veturnar.
Ribes nigrum
‘Goliat’
Sólber
‘Goliat’
Hæð 1-2m. berjarunni með blásvörtum stórum berjum. Afbragðs góð gömul, sort besta sólberjasortin Sólríkur vaxtarstaður. Vindþolið, harðgert.
Ribes sanguineum
‘Færeyjar’
Blóðrifs
‘Færeyjar’
Hæð 1-2m. runni með bleikum blómum í klösum í júlí. Hefur staðið sig vel.
Ribes spicatum
‘Röd Hollandsk’
Garðarifs
berjarifs
‘Röd Hollandsk’ Hæð 1-2m. berjarunni með rauðum berjum í klösum síðsumars. Harðgert, gott í limgerði.
Ribes uva – crispa
‘Hinnonmáki Gul’
Stikilsber
‘Hinnonmáki Gul’
Hæð 1-1,5m. Þyrnóttur berjarunni með gulgrænum berjum síðsumars. Harðgert, góður í limgerði.
Ribes uva –crispa
‘Hinnonmáki Red’
Stikilsber
‘Hinnonmáki Red’
Hæð 1-1,5m. Þyrnóttur berjarunni með rauðum berjum síðsumars. Harðgert, góður í limgerði.
Salix Grávíðir
Stórblaða
Runni með stór falleg blöð. Harðgerður.
Salix arctica Grávíðir Ísl. ísl.Jarðlægur, blöð dökkgræn, glansandi, grá á neðra borði, þarf birtu. Harðgerð og góð þekjuplanta.
Salix arctica
‘Skriðnir’
Fjallavíðir
‘Skriðnir’
Alveg jarðlægur, blöð grágræn. Karlplanta sem kemur með fallega gula rekla á vorin. Harðgerð, góð þekjuplanta.
Salix barrattiana
‘Bústi’
Þúfuvíðir
‘Bústi’
Þúfulaga, blöð grágræn. Karlplanta sem kemur með fallega gula rekla á vorin. Harðgerð, góð, þekjuplanta.
Salix candida Bjartvíðir Hæð 0,6-1 m. gisinn runni með hvíthærðum, slútandi greinum.
Salix caprea
‘Pendula’
Hengiselja
‘Pendula’
Hæð 1-1,7 m.stofn með hangandi greinum
Stendur sig yfirleitt vel.
Salix daphnoides Fagurvíðir Hæð 1-2 m. runni með rauðleitar greinar, blöð fínleg, fagurgræn, glansandi, löng og mjó.
Salix furcata Skriðuvíðir Jarðlægur, dvergrunni með ljósgrænum, litlum blöðum, rauðir reklar á vorin, fínleg og falleg.
Salix fuscescens
‘Snotra’
Örðuvíðir
‘Snotra’
Jarðlægur fínlegur runni. Góður í steinhæðir og upphækkanir.
Salix glauca Rjúpuvíðir Um 1m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Harðgerður.
Salix glauca ssp Grænlenskur
Grávíðir
Um 1m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Karlplanta með fallega gula rekla á vorin. Harðgerður.
Salix glauca ssp
‘Flagg’
Grávíðir
‘Flagg ‘
Hæð 1-1,5m. uppréttur runni með gráloðin blöð.
Þessi er góður til að klippa í lítið tré. Harðgerður, mjög fallegur.
Salix glauca ssp gronlandiac Grávíðir ‘Þórhalla’ Hæð 1-1,5m. Uppréttur, vindþolinn runni með gráloðin laufblöð. Þrífst best á sólríkum stað. Hentar vel í steinbeð og í kringum hávaxnari gróður.
Salix glaucsericea Orravíðir Hæð 1-1,5 m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Harðgerður.
Salix hastata
‘Werhahnii’
Reklavíðir
‘Werhahnii’
Hæð 1-2 m þéttur runni með rauðbrúnum greinum, karlplanta. Með fallega gula rekla á vorin. Harðgerður.
Salix helvetica Héluvíðir
(Alpavíðir)
Hæð 0,5m. silfurgrár runni, gefur skemmtilegan lit í garðinn.
Salix herbacea
‘Borg’
Grasvíðir ísl.
Smjörlauf
´Borg’
Ísl. jarðlægur dvergrunni, blöð dökkgræn, glansandi. Þarf birtu. Harðgerður.
Salix lanata Loðvíðir Ísl.
(Uppréttur)
Hæð 0,6-1m.uppréttur runni, gráloðinn. Mjög fallegur til að gefa lit. Harðgerður.
Salix lanata Loðvíðir Ísl.
(Lágvaxinn)
Hæð 0,2-0,5 m. gráloðinn. Mjög falleg þekjuplanta, einnig í kanta og til að gefa lit. Harðgerður.
Salix lapponum Lappavíðir Hæð 0,8-1,2 m. uppréttur, marggreinóttur runni með grágrænu laufi. Harðgerður.
Salix myrsinites Myrtuvíðir
(Lágvaxinn)
Hæð 0,4-0,5 m. runni, blöð dökkgræn, gljáandi, hanga visin á runnanum yfir veturinn. Harðgerður.
Salix myrsinites Myrtuvíðir
(Hávaxinn)
Hæð 0,7-1,4 m. uppréttur runni, blöð dökkgræn, gljáandi, hanga visin á runnanum yfir veturinn. Harðgerður.
Salix ovalifolia
‘Ljúfa’
Baugavíðir
‘Ljúfa’
Jarðlægur fínlegur runni. Góður í steinhæðir og upphækkanir.
Salix planifolia ssp. pulchra
‘Flesja’
Demantsvíðir
‘Flesja’
Jarðlægur runni, fínlegur, marggreinóttur með gulgrænum greinum. Blöð ljósgræn. Fljót að þekja. Kvenplanta úr Alaskasöfnun. Harðgerð.
Salix repens Skriðvíðir Lágvaxinn, fínlegur dvergrunni með gljáandi dökkgrænu laufi, áberandi rauðir reklar á vorin.
Salix reticulata Netvíðir Jarðlægur, seinvaxinn, þekjurunni með dökkgrænu hrukkóttu laufi. Harðgerður.
Salix sp.
‘Kálfamói’
Kálfamóavíðir
‘Kálfamói’
Jarðlægur, fljótvaxinn runni með dökkgræn, glansandi blöð, fallegur og harðgerður.
Salix viminalis Körfuvíðir Gular greinar, ljósgræn, löng blöð. Ljóselskur, stórgerður og fallegur runni. Harðgerður.
Salix x lanata Loðvíðibróðir Ísl. Ísl. jarðlægur dvergrunni, blöð glansandi, dökkgræn. Íslenskur blendingur, fallegur, harðgerður.
Salix x simulatrix Breiðuvíðir Jarðlægur runni með ljósgrænu gljáandi laufi. Góð þekjuplanta, þarf birtu. Harðgerður.
Salix yesuensis Japansvíðir Jarðlægur runni með ljósgrænu laufi. Góð þekjuplanta.
Sambucus nigra ‘Thundercloud’ Svartyllir
‘Thundercloud’
Rauð blöð, gulir haustlitir.
Æt ber.
Sambucus nigra
´Black Lace´
Svartyllir
´Black Lace´
Hæð 1,5-2,5 m. Hraðvaxta margstofna þokkafullur runni með dökkpurpurarauð og mjög flipótt blöð. Blóm bleik í sveipum í júlí. Þarf nokkuð skólgóðan bjartan vaxtarstað.
Sambucus racemosa
‘Sutherland Gold’
Rauðyllir
‘Sutherland Gold’
Gul, flipótt blöð
Sambucus racemosa ssp. kamtschatica Flipayllir
(Kamtsjatkayllir)
Hæð 2-3m. blöð ljósgræn, fjöðruð, tennt. Stór runni, mjög blaðfallegur. Blóm hvít. Ágætlega harðgerður.
Sambucus ssp. pubens Dúnyllir Hæð 3-4m. oft hærri, plássfrekur, grófgerður runni, blóm hvít í júní, rauð ber á haustin. Hraðvaxta, skuggþolinn, getur þó farið illa í roki. Harðgerður.
Sorbaria sorbifolia Reyniblaðka Hæð 1-1,5m. runni. Blóm hvítir skúfar í júlí-ágúst. Laufgast snemma. þarf birtu. Skriðular rætur. Harðgerð.
Sorbaria sorbifolia ‘Sem’ Reyniblaðka ‘Sem’ Hæð 1-1,5m. Blóm hvítir skúfar, blöð rauðleit, skriðular rætur. Laufgast snemma. þarf birtu, blómstrar mikið. Gulir haustlitir, þolir vel klippingu.
Sorbus ´Dodong´ Reynir ´Dodong´ Hæð 4-8m. Miklir haustlitir. Nýtt 2020
Sorbus aria
‘Lutescens’
Seljureynir
‘Lutescens’
Hæð 6-8m. hátt tré, oft margstofna. Blöð græn að ofan,grá að neðan, blóm hvít, ber rauðgul. Frá Evrópu og Asíu.
Sorbus aucuparia Ilmreynir
Reynir ísl
Hæð 5-10m. tré með hvítum blómsveipum í júní, rauð ber á haustin. Fallegir haustlitir. Harðgerður.
Sorbus aucuparia
‘Pendula’
Hengireynir
‘Pendula’
Ilmreynir ágræddur á 200sm. stofn, hangandi greinar.
Sorbus aucuparia
´Fastigiata´
Súlureynir
´Fastigiata´
Súlulaga tré 4-6m. Blóm hvít í sveipum í júní, rauð ber á haustin. Fallegir haustlitir.
Sorbus cashmiriana Kasmírreynir Hæð 5-7m lítið fínlegt tré sem laufgast snemma á vorin.
Blóm ljósbleik, síðan stór hvít ber. Rauðgulir haustlitir. Harðgerður.
Sorbus commixa ‘Belmonte’ Fjallareynir
‘Belmonte’
Tré stundum margstofna hæð 5-7m.
Blóm hvít í júní, rauð ber á haustin.
Sorbus decora Skrautreynir (Knappareynir) Líkur ilmreyni, sterklegt og fallegt tré. Harðgerður.
Sorbus frutescens Koparreynir Hæð 2-3m. marggreinóttur sérlega fallegur skrautrunni.Blóm hvít síðan hvít ber. Líka fallegur í klippt limgerði. Koparlitt haustskrúð. Harðgerður.
Sorbus hybrida Gráreynir Hæð 5-7m. sólelskt tré með dökkgrágrænu laufi. Greinar hálf slútandi. Hvít blóm,
síðan rauð ber. Harðgerður og vindþolinn.
Sorbus hybrida
‘Gibbsii’
Gráreynir
‘Gibbsii’
Tré sem verður yfir 5m. Blóm hvít, ber rauð.
Harðgerður og vindþolinn.
Sorbus intermedia Silfurreynir Hæð 7-10m tré, blöð grágræn, silfruð á neðraborði. Blóm hvít síðan rauð ber á haustin. Vex hægt fyrstu árin. Stundum notaður í klippt limgerði. Harðgerður.
Sorbus kamchatica Kamchatkareynir
Sorbus mougeotii Alpareynir Hæð 7-10m tré, blöð grágræn, silfruð á neðra borði. Blóm hvít síðan rauð ber á haustin. Vex hægt fyrstu árin. Stundum notaður í klippt limgerði. Harðgerður.
Sorbus reducta Dvergreynir Hæð 0,3-0,5m. dvergrunni með skriðular rætur. Blómin hvít síðan skærbleik ber. Fallegur og þrífst vel.
Sorbus rosea Rósareynir Blóm Bleik í júní Hæð: 2 – 4 m
Harðgerð. Margstofna tré eða stór runni. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Bleik ber á haustin. Skrautlegir haustlitir.
Sorbus thuringiaca
‘Fastigiata’
Reynir
‘Fastigiata’
Súlulaga tegund af reyni. Blöð gráloðin.
Sorbus vilmorinii Kínareynir Hæð 3-6m. runni eða tré, ljósbleik blóm, rauðbleik ber, dökkgræn fínleg blöð. Rauðgulir til rauðir haustlitir. Nægjusamur, þarf gott frárennsli.
Sorbus x hostii Úlfareynir Hæð 2-4m. lítið tré eða runni blöð dökkgræn glansandi. Blóm bleik síðan stór rauð ber.
Harðgerður.
Spiraea betulifolia var. aemiliana Dvergheiðakvistur Hæð 0,3m. hvít blóm lítill, fínlegur og fallegur. Harðgerður, blómviljugur.
Spiraea chamaedryfolia Bjarkeyjarkvistur Hæð 1,5-2 m. blóm hvít í júlí ekki sérlega vindþolinn, annars harðgerður.
Spiraea corymbosa Skúfkvistur Hæð 1,5 -2 m. blóm hvít í júlí-ágúst. Harðgerður .
Spiraea densiflora Dreyrakvistur Hæð 0,5-0,6 m. runni með rósrauðum blómsveipum í júlí. Harðgerður.
Spiraea douglasii Dögglingskvistur Hæð um 0,7-1 m. uppréttur runni með dökkbleikum blómklösum í júlí, klippist árlega niður í um 30cm. Skriðular rætur. Harðgerður.
Spiraea gemmata Kínakvistur Hæð 1-1,5 m. runni, blóm hvít í júlí, greinar útsveigðar. Sæmilega harðgerður.
Spiraea henryi Stórkvistur Hæð 1,5 -3 m. blóm hvít í júlí útsveigðar greinar, þarf mikið pláss, fallegur og harðgerður.
Spiraea humilis Lágkvistur Hæð 0,7 m. uppréttur runni með bleikum blómklösum í júlí, klippist árlega niður í 30 sm. Harðgerður.
Spiraea japonica Japanskvistur Hæð um 0,5 m. runni með rauðleitum blöðum. Blóm rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður.
Spiraea japonica Dvergrósakvistur Hæð 0,5-0,7m. runni, blöð rauðmenguð
Blóm stórir rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður.
Spiraea japonica
‘Albiflora’
Japanskvistur
‘Albiflora’
Hæð 0,8m. marggreinóttur runni, blóm hvít, gulir haustlitir. Klippist á vorin í 40sm.
Spiraea japonica
‘Alpina’
Dvergkvistur
‘Alpina’
Hæð 0,4 m. fíngerður runni með ljósgrænu laufi. Blóm bleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm Ágætlega harðgerður.
Spiraea japonica
‘Golden princess’
Japanskvistur
‘Golden princess’
Hæð um 0,5m. runni með gulflekkóttum blöðum. Blóm rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður.
Spiraea japonica
‘Little Princess’
Japanskvistur
‘Little Princess’
Hæð 0,4m. runni með grænum blöðum. Blóm bleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40cm. Ágætlega harðgerður.
Spiraea japonica
‘Nana’
Dvergkvistur
‘Nana’
Mjög lágvaxinn og þéttvaxinn runni, hæð 20-30 sm. Blöð dökkgræn. Blóm smá, rauðbleik í ágúst.
Spiraea margaritae Perlukvistur Hæð 0,6-0,8m. Blóm ljósbleik á ársprotum.í júlí Blöð frekar ljósgræn, klippist niður í 40sm. á hverju vori. Harðgerður.
Spiraea media Garðakvistur Hæð 1-2m. uppréttur runni, blóm hvít í maí-júní. Þolir nokkurn skugga. Harðgerður.
Spiraea miyabei Skógarkvistur Kóreukvistur Hæð 1m. rósrauð blóm í stórum sveipum í júlí-ágúst. Rauðleitt lauf á vorin.
Spiraea mollifolia Loðkvistur Hæð 1-1,5m. greinar útsveigðar, blöð gráloðin. Blóm hvít í júlí.
Þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Spiraea nipponica Sunnukvistur Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní-júlí greinar áberandi útsveigðar, blómsæll.
Þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Spiraea nipponica
‘Halward Silver’
Sunnukvistur
‘Halward Silver’
Hæð 1m. Blóm hvít.
Spiraea nipponica
‘June Bride’
Sunnukvistur
‘June Bride’
Hæð 1,5m. þéttvaxinn runni. Blóm hvít í júní- júlí. Blómsæll, þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Spiraea nipponica ‘Snowmound’ Sunnukvistur
‘Snowmound’
Hæð 1-1,5m. þéttvaxinn runni. Blómsæll, blóm hvít í júlí. Þurr og bjartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Spiraea sargentiana Slæðukvistur Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní-júlí greinar útsveigðar. Blómsæll, þurr jartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Spiraea sp.
‘Birkikvistur’
Birkikvistur
‘Birkikvistur’
Hæð 0,7-1,5 m.þéttur runni með hvítum blómum í júní-júlí. Þolir vel næðing einnig seltu, fallegur í raðir, einn sér eða þyrpingar. Harðgerður.
Spiraea sp. x mollifolia
‘Sigurkvistur’
Sigurkvistur
‘Sigurkvistur’
Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní greinar útsveigðar. Blómsæll, þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður
Spiraea trilobata Síberíukvistur Hæð 0,4m. Blóm hvít í júlí-ágúst. Fínlegur lítill runni, þolir illa langvarandi rigningar. Harðgerður.
Spiraea uratensis Mánakvistur Hæð 1,5 -2m. blóm hvít í júlí, útsveigðar greinar. Fallegur og harðgerður.
Spiraea veitchii Bogkvistur Hæð 1,5 -2m. blóm hvít í júlí-ágúst, útsveigðar greinar. Fallegur og nokkuð harðgerður.
Spiraea x arguta Brúðarkvistur Hæð 0,7m. Blóm hvít í júlí, grannar greinar, þolir vel þurrk. Sæmilega harðgerður.
Spiraea x billardii
‘Triumphans’
Úlfakvistur
‘Triumphans’
Hæð 0,7m. uppréttur runni með bleikum blómklösum í júlí klippist árlega niður í 40 sm. Harðgerður.
Spiraea x margaritae
‘Hólmfríður’
Hólmfríðarkvistur
‘Hólmfríður’
Hæð 0,8m. Blóm rósrauð á ársprotum. Blöð ferskgræn, klippist niður í 40sm. á hverju vori. Harðgerður.
Spirea
´Double Play Big Bang´
Japanskvistur ´Double Play Big Bang´ Hæð 0,5-0,7m. Gul/rauð blöð, bleik blóm. Nýtt 2020
Stephanandra incisa
‘Crispa’
Dvergkrans
‘Crispa’
Hæð 0,4m. Greinar hangandi, lauf ljósgrænt. Kelur niður að rót en kemur upp aftur.
Symphoricarpos door
‘Marleen’
Snjóber
‘Marleen’
Ber bleik
Symphoricarpus albus Snjóber Hæð 1m. skuggþolinn runni, skriðular rætur Blóm lítil bleik síðan hvít ber á haustin. Harðgerður.
Syringa ‘Dark Purple’ Sýrena ‘Dark Purple’ Blóm dökklilla
hæð 2 metrar
Syringa josikaea
‘Henning’
Gljásýrena
‘Henning’
Hæð 2-3m. blóm hvítir blómklasar í júlí. Harðgerð.
Syringa reflexa Bogsýrena Hæð 2-3m. oft hærri, runni með útsveigðar greinar. Blóm hangandi, stórir, bleikir, ilmandi blómklasar í júlí, mjög blómviljug. Harðgerð.
Syringa wolfii Bjarmasýrena Hæð 2-3m. runni með útsveigðar greinar. Blóm fjólubláir, ilmandi, blómklasar í júlí, blómviljug. Harðgerð.
Syringa x prestoniae
‘Elinor’
Fagursýrena
Elinorsýrena
‘Elinor’
Hæð 2-4m. oft talsvert hærri, runni með útsveigðar greinar. Blóm stórir bleikir, ilmandi blómklasar í júní-júlí, mjög blómviljug. Harðgerð.
Tilia cordata Hjartalind Blöð fagurgræn, hjartalaga. Við eigum eina hér úti í garði sem plantað um ´96 þá um 40sm. í janúar ´15 er hún er orðin 5,4m. Kelur alltaf en hækkar smá saman.
Tilia cordata
‘Winter Orange’
Hjartalind
‘Winter Orange’
Rauð-orange greinar
Tilia cordata ´Böhlje´ Hjartalind ´Böhlje´ Hæð 6-12m. Nýtt 2020
Viburnum bodn. ´Dawn´ Viburnum bodn. ´Dawn´ Hæð 1-2m. Bleik blóm. Nýtt 2020
Viburnum davidii Davíðsrunni Hæð 0,5-1m. Sígrænn dvergrunni, blóm hvít. Nýtt 2020
Viburnum edule
‘Funi’
Bersarunni
‘Funi’
Hæð 2-3m. blaðfallegur marggreinóttur runni. Blóm hvítir sveipir í júlí-ágúst síðan rauð ber.
Fallegir rauðleitir haustlitir. Harðgerður.
Viburnum lanata
‘Óli’
Lambarunni
‘Óli’
Hæð 2,5-3m. hár runni með gráloðnum stórum blöðum, blóm hvít í stórum sveipum í júlí. Sólríkur vaxtastaður og kalkríkur jarðvegur.
Viburnum opulus
‘Selfoss’
Úlfarunni
‘Selfoss’
Hæð um 1,5m. marggreinóttur runni. Blóm hvítir sveipir í júlí-ágúst. Fallegir haustlitir. Harðgerður.
Weigela
‘Red Prince’
Klukkurunni
‘Red Prince’
Hæð 1-1,2m. runni, blóm rauð, á að vera sterkasti rauði klukkurunninn, sólrikur vaxtastaður.
Weigela coraieensis Kóreuklukkurunni Hæð 0,7m. runni, blóm bleiklilla í júlí-ágúst, sólríkur vaxtastaður.
Weigela
middendorfiana
Gullklukkurunni Hæð 1-2m. runni, blóm gul í júlí-ágúst. Frá Hokkaidó í Japan.
Sólríkur vaxtastaður.

Uppfært 27.janúar 2015

Upplýsingar um ýmsa tegundahópa

 

Cyticus – Sópar

Þurr sólríkur vaxtarstaður, sendinn jarðvegur

Lonicera toppar

Skuggþolnir Toppar þola illa langvarandi vætutíð. Blóm lítil. Ekki gefa toppum mikinn áburð.

Rhododendron Lyngrós (Alparós)

Þurfa flestar súran jarðveg pH 4-5,5.

Spiraea kvistir

Kvistir ( Spiraea) eru yfirleitt blómviljugir, margir þola skugga en blómstra þá minna. Blóm hvít eða bleik, mörg saman í sveip eða skúf. Margir fá fallega haustliti rauða eða gula. Flestir blómstra á árssprotum fyrra árs, þá þarf að grisja reglulega klippa gamlar greinar innan úr. Þá kvisti sem blómstra á árssprotunum (þessa árs) skal klippa vel niður á hverju vori, (þá má líka klippa á haustin) Það eru t.d. japanskvistir (S.japonica) perlukvistir (S.margaritae) og fl.

Syringa sýrena

Sýrenur þola vel skugga en blómstra meira í sól, þær dafna, best í kalkríkum ekki mjög þurrum jarðvegi. Nokkuð seltuþolnar. Þær ilma flestar og eykur það vinsældir þeirra.

 


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala