Þegar talað er um tré þá er átt við trjákennda plöntu sem verður 3m. á hæð eða meira, er með einn stofn en greinist síðan í nokkurri hæð frá jörðu og myndar þar greinar sem kallast króna. Planta með marga trjákennda stöngla frá jörðu kallast runni. Tré og runnar lifa oftast í mörg ár. Flesta stærri runna má klippa til og búa til lítil tré. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir trjám þar sem þau koma til með að skyggja á útsýni og birtu.
Lauftré og runnar
Latn.heiti | Ísl.heiti | Lýsing |
---|---|---|
Acer glabrum | Gljáhlynur | Lítið fínlegt tré. Greinar rauðbrúnar. |
Acer palmatum ‘Bloodgood’ |
Japanshlynur ‘Bloodgood‘ |
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Dökkrauð blöð |
Acer palmatum ‘Chitoseyama’ | Japanshlynur ‘Chitoseyama’ |
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Blöð græn-brons rauðir haustlitir |
Acer palmatum ‘Crimson Queen’ |
Japanshlynur ‘Crimson Queen’ |
Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Rauð blöð, slútandi greinar |
Acer platanoides ‘Crimson Sentry’ |
Blóðhlynur ‘Crimson Sentry’ |
Rauð blöð Uppréttar greinar |
Acer platanoides ‘Royal Red’ |
Blóðhlynur ‘Royal Red’ |
Tré hæð ekki vitað hér. Blöð purpurarauð, glansandi falleg. |
Acer pseudoplatanus | Garðahlynur | Stórt tré með hvelfda krónu. Þarf stuðning fyrstu árin. Blóm gulgræn aldin (fræ) áberandi síðsumars.
Skógræktarfélag Íslands valdi 50 ára garðahlyn hér í Hveragerði tré ársins´03, hæð hans var 7,56 m. ummál krónu 14m. |
Acer pseudoplatanus ‘Atropurpureum’ | Garðahlynur ‘Atropurpureum’ | Tré með purpurarautt neðra borð blaða. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi kemur til með að standa sig. |
Aesculus hippocastanum | Hrossakastanía | Stórt tré með breiða krónu og stór laufblöð, blóm hvít. Hefur lifað góðu lífi hér í garðinum hjá okkur. Var plantað ´90 Aldrei kalið, blómstraði fyrst sumarið ´05. Í janúar ´15 er hún 6,2m. |
Alnus incana | Gráölur | Hæð 8-12m. Harðgerður |
Alnus sinuata | Sitkaelri | Tré eða stór runni með gljáandi laufblöðum, oft margstofna allt að 10 m hátt Þarf frjóan jarðveg og bjartan vaxtarstað |
Amelarichier alnifolia | Hlíðaramall
hunangsviður |
Hæð 1-2m. runni. Blómin hvít ilmandi í maí-júní.
Fjólublá sæt ber á haustin. Litfögur blöð. Fremur þurr jarðvegur. Harðgerður. |
Berberis amurensis | Drekabroddur | Blóm gul í júní. Hæð 2-3 m. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst vel flestum jarðvegi. Þolir vel klippingu. |
Berberis brechtschneideri | Purpurabroddur | Hæð ca. 1-2m. Blóm gul. Blöð dökkpurpurarauð.
Þarf sólríkan vaxtarstað. |
Berberis candidula ‘Jytte’ |
Hélubroddur ‘Jytte’ |
Hæð 1,5 m. Sígrænn runni með uppréttum greinum. Blóm gul. Er búinn að lifa hér úti í garði í ein 20 ár. |
Berberis thunbergii ‘Aurea’ | Sólbroddur ‘Aurea’ | Gulgræn blöð |
Berberis vernae | Vorbroddur | Hæð 1-1,5m. Blómstrar gulum hangandi klösum. Þarf bjartan vaxtarstað. Harðgerður. |
Berberis verrucculosa | Vetrarbroddur | Sígrænn runni með bogsveigðum greinum.
Hæð um 0,7 m. Blóm gul. Er búin að lifa góðu lífi hér úti í garði í mörg ár. |
Berberis x ottawensis
‘Laugardalur’ |
Sunnubroddur
‘Laugardalur’ kanadaber |
Hæð 1-2m. Blóm gul í maí – júní.
Gulir og rauðir haustlitir. Harðgerður. |
Betula nana | Fjalldrapi Ísl.
– Hrís |
20-70 sm. fínlegur runni, blöð lítil, tennt.
Þarf sólríkan vaxtarstað. Fallegur og harðgerður. |
Betula pubescens | Ilmbjörk Ísl. | Birki Hæð getur orðið 7-8 m. Sólelskt tré, gott í klippt limgerði. Harðgert, ómissandi í hvern garð. |
Buxus sem. ´Elegans´ |
Fagurlim ´Elegans´ |
Sígrænn. Blöð græn með hvítum kanti |
Buxus sempervirens | Fagurlim | Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form. Þessi hefur lifað í um 15 ár hér úti í garði og lítið sem ekki látið á sjá nema bælst undan snjóþunga. |
Buxus sempervirens ‘Blauer Heinz’ |
Fagurlim ‘Blauer Heinz’ |
30 sm. sígrænn dvergrunni. Oft klipptur í allskonar form. Stendur sig vel. |
Buxus sempervirens ‘Rotundifolia’ | Fagurlim ‘Rotundifolia’ |
Blöð stærri en á fyrri tegund, talinn harðgerðari. Hefur staðið sig vel hér úti í garði sl. 15 ár. |
Buxus x ´Green velvet´ | Fagurlim ´Green velvet´ |
Sígrænn, fínlegur, runni. Oft klipptur í allskonar form. |
Caragana arborescens | Baunatré | Hæð 3-4m. tré eða runni, gul blóm í júní-júlí, þarf sól. Jarðvegur þurr, sendinn, kalkríkur. Harðgert. |
Caragana arborescens ‘Pendula’ | Hengibaunatré ‘Pendula’ |
Hangandi greinar ágræddar á 1,5m. háan stofn, gul blóm . Jarðvegur þurr, sendinn, kalkríkur. Harðgert. |
Cercidiphyllum japonicum | Hjartatré | Lítið tré með áberandi fallegum hjartalaga laufblöðum. Fallegir haustlitir. Skjólgóðan stað. |
Chiliotricum diffusum ‘Siska’ |
Körfurunni ‘Siska’ Brárunni |
Hæð 0,5-0,6m hálfrunni, gráleit fínlegt lauf, blóm hvítar körfur í júlí-ágúst. Sól og skjól, sæmilega harðgerður. |
Cornus sang. ´Midwinter Fire´ | Dreyrahyrnir ´Midwinter Fire´ | Hæð 1-2m. Orange/rauðar greinar. Nýtt 2020 |
Cornus sericea ‘Roði’ |
Sveighyrnir ‘Roði’ |
Hæð 2-3m. runni með rauðbrúnar greinar. Blóm hvít. Gefur skemmtilegan lit í garðinn á veturnar. Harðgerður. |
Cornus sericea ‘Sigurjón’ |
Sveighyrnir ‘Sigurjón’ | Hæð 2-3m. runni með rauðbrúnar greinar. Blóm hvít. Gefur skemmtilegan lit í garðinn á veturnar. Harðgerður. |
Cotoneaster adpressus | Skriðmispill | Jarðlægur, fallegur runni, blóm lítil bleik, rauð ber á haustin. Frábær þekjuplanta. Þolir skugga. Harðgerður. |
Cotoneaster adpressus (Á stofni) |
Skriðmispill (Á stofni) |
Fallegur runni með hangandi greinar, blóm lítil bleik, rauð ber á haustin. |
Cotoneaster congestus | Kúlumispill | Jarðlægur dvergrunni, sígrænn, brennur stundum á vorin en laufgast aftur, fínlegur og fallegur. |
Cotoneaster dammeri ‘Rami’ |
Breiðumispill ‘Rami’ |
Jarðlægur, sígræn, blóm hvít en koma sjaldan. brennur stundum á vorin en laufgast aftur. Góð þekjuplanta. |
Cotoneaster integerrimus | Grámispill | Hæð um 0,7-1m. gráloðin blöð, blóm lítil bleik í júlí. Haustlitir rauðgulir. Harðgerður. |
Cotoneaster lucidus | Gljámispill | Hæð oftast 1,5-2 m. Blóm lítil bleik í júlí, blöð dökkgræn glansandi, rauðir haustlitir. Góðu í limgerði. Harðgerður. |
Cotoneaster multiflorus | Skrautmispill | Hæð 2-3 m uppréttur runni með bogsveigðum greinum Blóm hvít í júlí rauð ber á haustin. Kelur stundum smávegis. |
Cotoneaster nitens | Glitmispill | Hæð 1-2 m. fínlegur með slútandi greinar. Blöð dökkgræn, gljáandi, fallegur stakstæður runni. |
Cotoneaster suecius
‘Coral Beauty’ |
Breiðumispill
‘Coral Beauty’ |
Ágræddur á 80 sm. stofn.Hangandi greinar. |
Cotoneaster x suecicus (dammeri) ‘Skogholm’ |
Breiðumispil ‘Skogholm’ |
Jarðlægur, sígrænn, blóm hvít en koma sjaldan. Brennur stundum á vorin, en laufgast aftur. Góð þekjuplanta. |
Cyticus decumbens | Flatsópur | Jarðlægur smárunni með sígrænum grönnum greinum. Gullgul blóm í maí-júní, vetrarskýli æskilegt. |
Cyticus nigricans ‘Cyni’ |
Dökksópur ‘Cyni’ |
Hæð 0,7m. Blóm skærgul með hunangsilmi í júní til ágúst, góð til afskurðar, klippist að lokinni blómgun. Sól og sendinn jarðveg. |
Cyticus purgans | Geislasópur | Hæð 0,7-1 m. runni með fínlegar, grænar, grannar greinar. Blóm gul ilmandi í maí-júní. Þarf sól og sendinn jarðveg. |
Cyticus x ‘Boskoop Ruby’ |
Vorsópur ‘Boskoop Ruby’ |
Runni með fínlegar, grannar greinar. Blóm rauð snemma á vorin, þarf að taka inn á veturnar. |
Cytisus ´White Lion´ |
Vorsópur ´White Lion´ |
Hæð 0,5-1m. Hvít blóm, grænar greinar. Nýtt 2020 |
Daphne mezereum | Töfratré | Lítið tré varla meira en 1m. eða runni, blóm bleik í maí fyrir laufgun, rauð ber í ágúst. Kalkríkur, sendinn jarðvegur. Harðgert. Ath. berin eru eitruð. |
Deutzia ‘Yuki Snowflake’ | Mjallhrjúfur ‘Yuki Snowflake’ | Lágvaxinn runni Hvít blóm á árssprota |
Deutzia hybrida ‘Mont Rose’ |
Stjörnuhrjúfur ‘Mont Rose’ |
Hæð 1-1,5 m., blóm bleik, blöð grágræn, Þarf skjól og sól, ágætlega harðgerður. |
Diervilla rivularis ‘Honeybee’ | Lækjartoppa ‘Honeybee’ |
Gulgræn blöð, gul blóm, snemmblómstrandi |
Diervilla rivularis ‘Troja Black’ |
Lækjartoppa ‘Troja Black’ |
Rauð blöð, gul blóm, snemmblómstrandi |
Erica herbacea | Vorlyng | Fínlegur sígrænn dvergrunni, blóm rauðbleik í maí-júní.
Gengur misjafnlega. Magur, súr jarðvegur. |
Exochorda macranta ‘The Bride’ |
Perlurunni ‘The Bride’ |
Blóm hvít. Óreyndur. |
Fagus sylvatica ‘Pendula’ | Hengibeyki ‘Pendula’ |
Tré með græn blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn. |
Fagus sylvatica ‘Purpurea Pendula’ | Hengiblóðbeyki ‘Purpurea Pendula’ |
Tré með rauð blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn. Stendur sig vel. Orðið 4m. hér í garði |
Fagus sylvatica ‘Purpurea Tricolor’ |
Blóðbeyki ‘Purpurea Tricolor’ |
Tré með marglit blöð. Hangandi greinar. Binda þarf við stofninn. Stendur sig vel. Blöð hanga á plöntunni, þá orðin brún, allan veturinn. |
Fagus sylvatica ‘Purpurea’ | Blóðbeyki ‘Purpurea’ |
Hægvaxta getur orðið stórt tré, blöð dökk purpurarauð, þau hanga á plöntunni, þá orðin brún, allan veturinn. Ath. blóðbeyki laufgast ekki fyrr en í byrjun júní, ekki fara að rífa það upp. Hefur staðið hér úti í garði síðan 1995 og aldrei látið á sjá nema brotnað smá undan snjó. Sérlega fallegt og stendur sig vel. |
Fagus sylvatica ‘Riversii’ | Blóðbeyki ‘Riversii’ |
Eins og blóðbeykið hér að ofan en laufblöð stærri. Ný ´15 |
Fagus sylvatica ´Dawyck Gold´ |
Súlubeyki gult | Tré með súlulaga vaxtalagi. Laufblöð gul ný ´15 |
Fagus sylvatica ´Dawyck Purple´ | Súlublóðbeyki | Tré með súlulaga vaxtalagi. laufblöð dökk purpurarauð. Ný ´14 |
Fraxinus e. ´Pendula´ | Hengiaskur | Hæð stofns um 2m. hangandi greinar. Nýtt 2020 |
Fraxinus execelsior | Evrópuaskur | Ljóselskt tré með gisna krónu, laufgast seint.
Góður, næringarríkur jarðvegur. |
Hedera helix | Bergflétta | Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Blöð dökkgræn þolir vel skugga. Brennur stundum í vorsól. |
Hedera helix ‘Steinunn’ |
Bergflétta ‘Steinunn’ |
Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Blöð dökkgræn stærri og glansa meira en á fyrra yrki. Þolir vel skugga, brennur stundum í vorsól. |
Holdiscus discolor | Rjómaviður | Fínlegur runni með hangandi greinum. Blóm hvít í drjúpandi skúfum. Sjaldséður, nokkuð harðgerður. |
Ilex aquifolia ‘Aurea Marginata’ | Kristþyrnir ‘Aurea Marginata’ |
Blöð dökkgræn glansandi með gulum blaðjöðrum. Karlplanta. |
Ilex aquifolium ‘Schrams’ |
Dvergkristþyrnir ‘Schrams’ |
Blöð lítil dökkgræn glansandi. Þessi hefur lifað veturinn úti í garði hjá okkur,óskýld í 15ár orðin 1,5m. |
Ilex x meserveae ‘Blue Angel’ |
Blákristþyrnir ‘Blue Angel’ |
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi. Á að geta vaxið hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Ilex x meserveae ‘Blue Prince’ |
Blákristþyrnir ‘Blue Prince’ |
Karlplanta. Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Ilex x meserveae ‘Blue Princess’ |
Blákristþyrnir ‘BluePrincess’ |
Kvenplanta. Blöð blágræn glansandi. Harðgerð og vex hér úti á skjólgóðum stöðum. |
Laburnum alpinum | Fjallagullregn | Hæð 4-8m. tré eða stór runni. Blóm gul í löngum hangandi klösum. í júlí, jarðvegur þurr, kalkríkur. Bjartur vaxtarstaður. Eitruð aldin. |
Laburnum alpinum ‘Pendulum’ | Hengigullregn | Þarf sólríkan vaxtarstað og skjól. Þrífst í vel framræstum jarðvegi. Blóm gul. Hentar stakstætt. Fræin eitruð. |
Laburnum watereri ‘Vossii’ |
Garðagullregn ‘Vossii’ |
Hæð 4-8 m. tré eða stór runni. Blóm gul í löngum hangandi klösum í júní-júlí, jarðvegur þurr, kalkríkur. Bjartur vaxtarstaður. Eitruð aldin. |
Larix sukaczewi | Rússalerki | Stórt fallegt barrtré , fellir nálar á haustin, gulir haustlitir. Harðgert. Þolir vel klippingu. |
Lonicera alpigena | Fjallatoppur | Hæð 2-3 m. runni, blöð fagurgræn, blóm gulgræn í maí-júní. Ég get nú ekki séð neitt sérstakt við þennan runna. Harðgerður. |
Lonicera caeruela var. edulis ‘þokki’ |
Blátoppur ‘þokki’ berjablátoppur |
Hæð 2-3 m. þéttvaxinn runni, blóm lítil, gulhvít í maí-júní. Bergtoppur, og blátoppur ´Þokki´ eru náskyldir. Góður í limgerði og þyrpingar. Harðgerður. |
Lonicera caerulea var. altaica | Bergtoppur | Hæð 2-3 m. þéttvaxinn runni, blóm lítil, gulhvít í maí-júní. Góður í limgerði og þyrpingar. Harðgerður. |
Lonicera deflexicalyx var.xerocalyx | Sveigtoppur | Hæð ca.1-2 m. runni með áberandi útsveigðar greinar. Blóm gulhvít. Harðgerður. |
Lonicera hispida | Klukkutoppur | Hæð 2-3 m. runni, blöð dökkgræn, hrjúf viðkomu. Blóm hvít, síðan orans aldin, skuggþolinn, fallegur. Harðgerður. |
Lonicera involucrata | Glótoppur | Hæð 1-1,5 m. runni. Blóm rauðgul í blaðöxlunum. Hraðvaxta, varist mikla áburðargjöf. Harðgerður. |
Lonicera ledebourii | Glæsitoppur | Hæð 1,5-2 m. runni. Blóm gul í blaðöxlunum. Hraðvaxta. Varist mikla áburðargjöf. Harðgerður. |
Lonicera myrtillus | Bjöllutoppur | Hæð ca. 0,5-1 m. fínlegur og fallegur blóm hvít maí-júní, blöð ljósgræn, lítil. Skuggþolinn og harðgerður. |
Lonicera per. ´Chic & Choc´ |
Skógartoppur ´Chic & Choc´ |
Hæð 0,5-1m. blóm rauð m/gulu. Nýtt 2020 |
Lonicera pericyclemum | Skógartoppur | Hæð 4-6 m. skuggþolinn vafningsviður. Blóm gul í júlí-ágúst ilmandi einkum á kvöldin ómissandi í hvern garð. Harðgerður. |
Lonicera pericyclemum ‘Purpurea’ | Skógartoppur ‘Purpurea’ |
Hæð 4-6 m. skuggþolinn vafningsviður. Blóm rauðbleik og gul í júlí-ágúst ilmandi einkum á kvöldin ómissandi í hvern garð blöð rauðmenguð. Harðgerður. |
Lonicera pileata | Vetrartoppur | Jarðlægur sígrænn með fagurgrænum glansandi laufblöðum. Brennur oft á vorin en laufgast aftur. |
Lonicera spinosa | Skriðtoppur | Jarðlægur runni með smáum blöðum, vex hratt og þekur vel. Góð viðbót við þekjuplöntuúrvalið. Harðgerður. |
Lonicera xylosteum | Dúntoppur | Hæð 2-3 m. Blöð ljósgræn hærð. Blóm gulhvít, skuggþolinn, fallegur runni. Harðgerður. |
Malus ´Hopa´ | Skrautepli ´Hopa´ | Hæð 2-4m. Blóm bleik |
Pachysandra terminalis | Vetrarneisti | Hæð 0,3 – 0,6 m sígrænn hálfrunni með hvítum og gulgrænum litlum blómum. Góð þekjuplanta. |
Philadelphus ‘Þórunn Hyrna’ |
Hyrnukóróna ‘Þórunn Hyrna’ |
Hæð 2-3 m. öll grófari en Ilmkórónan. Blóm stórar hvítar stjörnur með sítrónuilmi í júlí þarf birtu, blöð hrjúf viðkomu. Harðgerð. |
Philadelphus caucasicus
‘Aureus’ |
Snækóróna
‘Aureus’ |
Hæð ca.1 m. runni með gul blöð, blóm hvít en hafa ekki látið sjá sig, er búin að vera hér úti í garði síðan 1999 er samt fallegur runni til að gefa lit vegna blaðanna. Stendur sig vel. |
Philadelphus x lemoinei ‘Mont Blanck’ |
Ilmkóróna ‘Mont Blanck’ |
Hæð 1-1,5 m stundum hærri uppréttur runni með ljósgrænu fínlegu laufi. Blóm hvítar stjörnur með sterkum sítrónuilmi í júlí þarf birtu, harðgerð. |
Physocarpus opulif. ´Tiny Wine Gold´ |
Garðakvistill ´Tiny Wine Gold´ |
Hæð 06-1m. Gul blöð, hvít blóm. Nýtt 2020 |
Physocarpus opulifolius | Garðakvistill | Hæð 1-2 m. blaðfallegur runni með hvítum blómum. Þessi fallegi, harðgerði runni hefur bara gleymst. |
Physocarpus opulifolius ‘Angel Gold’ |
Garðakvistill ‘Angel Gold’ |
Gulgræn blöð á bleikleitum greinum. Hvít blóm |
Physocarpus opulifolius ‘Diabolo’ |
Garðakvistill ‘Diabolo’ |
Nýleg sort með rauðum blöðum. þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Laufgast seint. |
Physocarpus opulifolius ‘Luteus’ |
Garðakvistill ‘Luteus’ |
Hæð 1m. blaðfallegur runni, með gulleitum blöðum. Lítið reyndur. |
Physocarpus opulifolius ‘Tiny Wine’ |
Garðakvistill ‘Tiny Wine’ |
Lágvaxinn þéttur runni. Dökkrauð flipótt blöð |
Populus tremula ‘Erecta’ |
Súlublæösp ‘Erecta’ |
Mjótt súlulaga tré. Við plöntuðum einni slíkri í garðinn hjá okkur 1995 þá um 0,5 m. Í janúar ´15 er hún 6,8 m. Harðgerð. |
Populus trichocarpa ‘Keisari’ |
Alaskaösp ‘Keisari’ |
Hæð 10-20m. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Þarf rakan jarðveg og gott pláss fyrir rætur. Hentar í skógrækt. |
Populus trichocarpa ‘Sæland’ |
Alaskaösp ‘Sæland’ |
Stórt tré. Aspir eru ákafllega frekar en eiga ekki heima í litlum görðum. Þessi virðist ætla að standa best af sér ryðsveppinn. |
Potentilla fruticosa ‘Arbuscula’ | Runnamura gul lágvaxin ‘Arbuscula’ |
Blóm stór gul, hæð 0,3 m. Laufblöð græn. |
Potentilla fruticosa ‘Goldfinger’ |
Runnamura ‘Goldfinger’ |
Blóm stór gul, hæð 1m. Laufblöð fagurgræn. |
Potentilla fruticosa ‘Goldteppich’ | Runnamura ‘Goldteppich’ |
Blóm stór gul, hæð 0,4 m. Laufblöð græn. |
Potentilla fruticosa ‘Månelys’ |
Runnamura ‘Månelys’ |
Blóm ljósgul, hæð 1 m. Laufblöð lítil, ljósgræn. |
Potentilla fruticosa ‘Mount Everest’ |
Runnamura ‘Mount Everest’ |
Blóm hvít, hæð 1m. Laufblöð fagurgræn. |
Potentilla fruticosa ‘Tangerine’ | Runnamura ‘Tangerine’ |
Blóm stór orans, hæð 0,3 m. Laufblöð græn. |
Prunus nipponica ‘Ruby’ (kurilensis) |
Rósakirsi ‘Ruby’ Kúrileyjarkirsi | Hæð ca.2-3 m. lítið tré eða runni. Blóm bleik í maí fyrir laufgun, blöð rauðleit, hefur reynst vel. |
Prunus padus | Heggur Norskur | Hæð 3-5 m. lítið tré eða stór runni. Blóm hvítir hangandi klasar í júní. Skuggþolinn, harðgerður. |
Prunus padus ‘Tóta’ |
Heggur ‘Tóta’ |
Hæð 3-5 m. lítið tré eða stór runni. Blóm hvítir hangandi klasar í júní. Skuggþolinn, harðgerður. |
Prunus virginiana ‘Canada Red’ |
Virginíuheggur ‘Canada Red’ |
Hæð 4-6 m.blöð fyrst græn síðan dökk purpurarauð. Blóm hvít í hangandi klösum Harðgerður. |
Quercus robur | Sumareik | Eik getur orðið langlíf. Þarf djúpan og frjóan jarðveg, sól og skjól. Blöðin haldast visin á trénu allan veturinn. Hjá okkur er ein sem er í janúar ´15 orðin 4,9m. |
Rhododendron ferrugineum | Urðalyngrós | Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm bleik í júní. Nokkuð harðgerð. |
Rhododendron impeditum ‘Blue Tit’ |
Lyngrós ‘Blue Tit’ |
Sígrænn, smávaxinn runni hæð ca. 0,7m. Blóm fjólublá í júní. Nokkuð harðgerð. |
Rhododendron repens ‘Scarlet Wonder’ |
Lyngrós ‘Scarlet Wonder’ |
Hæð 0,5 m. blóm rauð í júní. Vetrarskýli vissara en nokkuð harðgerð. |
Rhododendron Williamsianum ‘Gartendirektor Glocker’ | Lyngrós ‘Gartendirektor Glocker’ |
Hæð 0,7-1m blóm rauð |
Rhododendron Yakushimanum ‘Fantastica’ |
Lyngrós ‘Fantastica’ |
Hæð 0,8-1m. blóm rauð með bleiku, blöð græn, gráloðin á neðra borði. |
Ribes alpinum ‘Dima’ |
Fjallarifs (Alparifs) ‘Dima’ |
Kvenplanta, hæð 1-2 m. þéttur runni með ljósgrænu laufi. Afbragðs góð í limgerði og þyrpingar. Harðgerð, skuggþolin. |
Ribes bracteosum ‘Perla’ |
Blárifs ‘Perla’ |
Hæð 1-2 m. runni blóm hvít í maí, á haustin koma bragðgóð dökkblá héluð ber. Gulir haustlitir. Harðgert og skuggþolið. |
Ribes glaciale | Jöklarifs hnjúkarifs |
Hæð 1,5-2 m. blöð dökkgræn greinar rauðleitar. Harðgert. |
Ribes glandulosum | Kirtilrifs | Jarðlægur runni laufgast snemma, rauð gómsæt ber í júlí- ágúst. Rauðir haustlitir. Harðgerð, góð þekjuplanta. Áberandi rauð brum á veturnar. |
Ribes laxiflorum ‘Rökkva’ |
Hélurifs ‘Rökkva’ |
Jarðlægur runni, laufgast snemma, blásvört gómsæt ber í júlí- ágúst. Rauðir haustlitir. Harðgerð, góð þekjuplanta. Áberandi rauð brum á veturnar. |
Ribes nigrum ‘Goliat’ |
Sólber ‘Goliat’ |
Hæð 1-2m. berjarunni með blásvörtum stórum berjum. Afbragðs góð gömul, sort besta sólberjasortin Sólríkur vaxtarstaður. Vindþolið, harðgert. |
Ribes sanguineum ‘Færeyjar’ |
Blóðrifs ‘Færeyjar’ |
Hæð 1-2m. runni með bleikum blómum í klösum í júlí. Hefur staðið sig vel. |
Ribes spicatum ‘Röd Hollandsk’ |
Garðarifs berjarifs |
‘Röd Hollandsk’ Hæð 1-2m. berjarunni með rauðum berjum í klösum síðsumars. Harðgert, gott í limgerði. |
Ribes uva – crispa ‘Hinnonmáki Gul’ |
Stikilsber ‘Hinnonmáki Gul’ |
Hæð 1-1,5m. Þyrnóttur berjarunni með gulgrænum berjum síðsumars. Harðgert, góður í limgerði. |
Ribes uva –crispa ‘Hinnonmáki Red’ |
Stikilsber ‘Hinnonmáki Red’ |
Hæð 1-1,5m. Þyrnóttur berjarunni með rauðum berjum síðsumars. Harðgert, góður í limgerði. |
Salix | Grávíðir Stórblaða |
Runni með stór falleg blöð. Harðgerður. |
Salix arctica | Grávíðir Ísl. | ísl.Jarðlægur, blöð dökkgræn, glansandi, grá á neðra borði, þarf birtu. Harðgerð og góð þekjuplanta. |
Salix arctica ‘Skriðnir’ |
Fjallavíðir ‘Skriðnir’ |
Alveg jarðlægur, blöð grágræn. Karlplanta sem kemur með fallega gula rekla á vorin. Harðgerð, góð þekjuplanta. |
Salix barrattiana ‘Bústi’ |
Þúfuvíðir ‘Bústi’ |
Þúfulaga, blöð grágræn. Karlplanta sem kemur með fallega gula rekla á vorin. Harðgerð, góð, þekjuplanta. |
Salix candida | Bjartvíðir | Hæð 0,6-1 m. gisinn runni með hvíthærðum, slútandi greinum. |
Salix caprea ‘Pendula’ |
Hengiselja ‘Pendula’ |
Hæð 1-1,7 m.stofn með hangandi greinum Stendur sig yfirleitt vel. |
Salix daphnoides | Fagurvíðir | Hæð 1-2 m. runni með rauðleitar greinar, blöð fínleg, fagurgræn, glansandi, löng og mjó. |
Salix furcata | Skriðuvíðir | Jarðlægur, dvergrunni með ljósgrænum, litlum blöðum, rauðir reklar á vorin, fínleg og falleg. |
Salix fuscescens ‘Snotra’ |
Örðuvíðir ‘Snotra’ |
Jarðlægur fínlegur runni. Góður í steinhæðir og upphækkanir. |
Salix glauca | Rjúpuvíðir | Um 1m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Harðgerður. |
Salix glauca ssp | Grænlenskur Grávíðir |
Um 1m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Karlplanta með fallega gula rekla á vorin. Harðgerður. |
Salix glauca ssp ‘Flagg’ |
Grávíðir ‘Flagg ‘ |
Hæð 1-1,5m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Þessi er góður til að klippa í lítið tré. Harðgerður, mjög fallegur. |
Salix glauca ssp gronlandiac | Grávíðir ‘Þórhalla’ | Hæð 1-1,5m. Uppréttur, vindþolinn runni með gráloðin laufblöð. Þrífst best á sólríkum stað. Hentar vel í steinbeð og í kringum hávaxnari gróður. |
Salix glaucsericea | Orravíðir | Hæð 1-1,5 m. uppréttur runni með gráloðin blöð. Harðgerður. |
Salix hastata ‘Werhahnii’ |
Reklavíðir ‘Werhahnii’ |
Hæð 1-2 m þéttur runni með rauðbrúnum greinum, karlplanta. Með fallega gula rekla á vorin. Harðgerður. |
Salix helvetica | Héluvíðir (Alpavíðir) |
Hæð 0,5m. silfurgrár runni, gefur skemmtilegan lit í garðinn. |
Salix herbacea ‘Borg’ |
Grasvíðir ísl. Smjörlauf ´Borg’ |
Ísl. jarðlægur dvergrunni, blöð dökkgræn, glansandi. Þarf birtu. Harðgerður. |
Salix lanata | Loðvíðir Ísl. (Uppréttur) |
Hæð 0,6-1m.uppréttur runni, gráloðinn. Mjög fallegur til að gefa lit. Harðgerður. |
Salix lanata | Loðvíðir Ísl. (Lágvaxinn) |
Hæð 0,2-0,5 m. gráloðinn. Mjög falleg þekjuplanta, einnig í kanta og til að gefa lit. Harðgerður. |
Salix lapponum | Lappavíðir | Hæð 0,8-1,2 m. uppréttur, marggreinóttur runni með grágrænu laufi. Harðgerður. |
Salix myrsinites | Myrtuvíðir (Lágvaxinn) |
Hæð 0,4-0,5 m. runni, blöð dökkgræn, gljáandi, hanga visin á runnanum yfir veturinn. Harðgerður. |
Salix myrsinites | Myrtuvíðir (Hávaxinn) |
Hæð 0,7-1,4 m. uppréttur runni, blöð dökkgræn, gljáandi, hanga visin á runnanum yfir veturinn. Harðgerður. |
Salix ovalifolia ‘Ljúfa’ |
Baugavíðir ‘Ljúfa’ |
Jarðlægur fínlegur runni. Góður í steinhæðir og upphækkanir. |
Salix planifolia ssp. pulchra ‘Flesja’ |
Demantsvíðir ‘Flesja’ |
Jarðlægur runni, fínlegur, marggreinóttur með gulgrænum greinum. Blöð ljósgræn. Fljót að þekja. Kvenplanta úr Alaskasöfnun. Harðgerð. |
Salix repens | Skriðvíðir | Lágvaxinn, fínlegur dvergrunni með gljáandi dökkgrænu laufi, áberandi rauðir reklar á vorin. |
Salix reticulata | Netvíðir | Jarðlægur, seinvaxinn, þekjurunni með dökkgrænu hrukkóttu laufi. Harðgerður. |
Salix sp. ‘Kálfamói’ |
Kálfamóavíðir ‘Kálfamói’ |
Jarðlægur, fljótvaxinn runni með dökkgræn, glansandi blöð, fallegur og harðgerður. |
Salix viminalis | Körfuvíðir | Gular greinar, ljósgræn, löng blöð. Ljóselskur, stórgerður og fallegur runni. Harðgerður. |
Salix x lanata | Loðvíðibróðir Ísl. | Ísl. jarðlægur dvergrunni, blöð glansandi, dökkgræn. Íslenskur blendingur, fallegur, harðgerður. |
Salix x simulatrix | Breiðuvíðir | Jarðlægur runni með ljósgrænu gljáandi laufi. Góð þekjuplanta, þarf birtu. Harðgerður. |
Salix yesuensis | Japansvíðir | Jarðlægur runni með ljósgrænu laufi. Góð þekjuplanta. |
Sambucus nigra ‘Thundercloud’ | Svartyllir ‘Thundercloud’ |
Rauð blöð, gulir haustlitir. Æt ber. |
Sambucus nigra ´Black Lace´ |
Svartyllir ´Black Lace´ |
Hæð 1,5-2,5 m. Hraðvaxta margstofna þokkafullur runni með dökkpurpurarauð og mjög flipótt blöð. Blóm bleik í sveipum í júlí. Þarf nokkuð skólgóðan bjartan vaxtarstað. |
Sambucus racemosa ‘Sutherland Gold’ |
Rauðyllir ‘Sutherland Gold’ |
Gul, flipótt blöð |
Sambucus racemosa ssp. kamtschatica | Flipayllir (Kamtsjatkayllir) |
Hæð 2-3m. blöð ljósgræn, fjöðruð, tennt. Stór runni, mjög blaðfallegur. Blóm hvít. Ágætlega harðgerður. |
Sambucus ssp. pubens | Dúnyllir | Hæð 3-4m. oft hærri, plássfrekur, grófgerður runni, blóm hvít í júní, rauð ber á haustin. Hraðvaxta, skuggþolinn, getur þó farið illa í roki. Harðgerður. |
Sorbaria sorbifolia | Reyniblaðka | Hæð 1-1,5m. runni. Blóm hvítir skúfar í júlí-ágúst. Laufgast snemma. þarf birtu. Skriðular rætur. Harðgerð. |
Sorbaria sorbifolia ‘Sem’ | Reyniblaðka ‘Sem’ | Hæð 1-1,5m. Blóm hvítir skúfar, blöð rauðleit, skriðular rætur. Laufgast snemma. þarf birtu, blómstrar mikið. Gulir haustlitir, þolir vel klippingu. |
Sorbus ´Dodong´ | Reynir ´Dodong´ | Hæð 4-8m. Miklir haustlitir. Nýtt 2020 |
Sorbus aria ‘Lutescens’ |
Seljureynir ‘Lutescens’ |
Hæð 6-8m. hátt tré, oft margstofna. Blöð græn að ofan,grá að neðan, blóm hvít, ber rauðgul. Frá Evrópu og Asíu. |
Sorbus aucuparia | Ilmreynir Reynir ísl |
Hæð 5-10m. tré með hvítum blómsveipum í júní, rauð ber á haustin. Fallegir haustlitir. Harðgerður. |
Sorbus aucuparia ‘Pendula’ |
Hengireynir ‘Pendula’ |
Ilmreynir ágræddur á 200sm. stofn, hangandi greinar. |
Sorbus aucuparia ´Fastigiata´ |
Súlureynir ´Fastigiata´ |
Súlulaga tré 4-6m. Blóm hvít í sveipum í júní, rauð ber á haustin. Fallegir haustlitir. |
Sorbus cashmiriana | Kasmírreynir | Hæð 5-7m lítið fínlegt tré sem laufgast snemma á vorin. Blóm ljósbleik, síðan stór hvít ber. Rauðgulir haustlitir. Harðgerður. |
Sorbus commixa ‘Belmonte’ | Fjallareynir ‘Belmonte’ |
Tré stundum margstofna hæð 5-7m. Blóm hvít í júní, rauð ber á haustin. |
Sorbus decora | Skrautreynir (Knappareynir) | Líkur ilmreyni, sterklegt og fallegt tré. Harðgerður. |
Sorbus frutescens | Koparreynir | Hæð 2-3m. marggreinóttur sérlega fallegur skrautrunni.Blóm hvít síðan hvít ber. Líka fallegur í klippt limgerði. Koparlitt haustskrúð. Harðgerður. |
Sorbus hybrida | Gráreynir | Hæð 5-7m. sólelskt tré með dökkgrágrænu laufi. Greinar hálf slútandi. Hvít blóm, síðan rauð ber. Harðgerður og vindþolinn. |
Sorbus hybrida ‘Gibbsii’ |
Gráreynir ‘Gibbsii’ |
Tré sem verður yfir 5m. Blóm hvít, ber rauð. Harðgerður og vindþolinn. |
Sorbus intermedia | Silfurreynir | Hæð 7-10m tré, blöð grágræn, silfruð á neðraborði. Blóm hvít síðan rauð ber á haustin. Vex hægt fyrstu árin. Stundum notaður í klippt limgerði. Harðgerður. |
Sorbus kamchatica | Kamchatkareynir | |
Sorbus mougeotii | Alpareynir | Hæð 7-10m tré, blöð grágræn, silfruð á neðra borði. Blóm hvít síðan rauð ber á haustin. Vex hægt fyrstu árin. Stundum notaður í klippt limgerði. Harðgerður. |
Sorbus reducta | Dvergreynir | Hæð 0,3-0,5m. dvergrunni með skriðular rætur. Blómin hvít síðan skærbleik ber. Fallegur og þrífst vel. |
Sorbus rosea | Rósareynir | Blóm Bleik í júní Hæð: 2 – 4 m Harðgerð. Margstofna tré eða stór runni. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Bleik ber á haustin. Skrautlegir haustlitir. |
Sorbus thuringiaca ‘Fastigiata’ |
Reynir ‘Fastigiata’ |
Súlulaga tegund af reyni. Blöð gráloðin. |
Sorbus vilmorinii | Kínareynir | Hæð 3-6m. runni eða tré, ljósbleik blóm, rauðbleik ber, dökkgræn fínleg blöð. Rauðgulir til rauðir haustlitir. Nægjusamur, þarf gott frárennsli. |
Sorbus x hostii | Úlfareynir | Hæð 2-4m. lítið tré eða runni blöð dökkgræn glansandi. Blóm bleik síðan stór rauð ber. Harðgerður. |
Spiraea betulifolia var. aemiliana | Dvergheiðakvistur | Hæð 0,3m. hvít blóm lítill, fínlegur og fallegur. Harðgerður, blómviljugur. |
Spiraea chamaedryfolia | Bjarkeyjarkvistur | Hæð 1,5-2 m. blóm hvít í júlí ekki sérlega vindþolinn, annars harðgerður. |
Spiraea corymbosa | Skúfkvistur | Hæð 1,5 -2 m. blóm hvít í júlí-ágúst. Harðgerður . |
Spiraea densiflora | Dreyrakvistur | Hæð 0,5-0,6 m. runni með rósrauðum blómsveipum í júlí. Harðgerður. |
Spiraea douglasii | Dögglingskvistur | Hæð um 0,7-1 m. uppréttur runni með dökkbleikum blómklösum í júlí, klippist árlega niður í um 30cm. Skriðular rætur. Harðgerður. |
Spiraea gemmata | Kínakvistur | Hæð 1-1,5 m. runni, blóm hvít í júlí, greinar útsveigðar. Sæmilega harðgerður. |
Spiraea henryi | Stórkvistur | Hæð 1,5 -3 m. blóm hvít í júlí útsveigðar greinar, þarf mikið pláss, fallegur og harðgerður. |
Spiraea humilis | Lágkvistur | Hæð 0,7 m. uppréttur runni með bleikum blómklösum í júlí, klippist árlega niður í 30 sm. Harðgerður. |
Spiraea japonica | Japanskvistur | Hæð um 0,5 m. runni með rauðleitum blöðum. Blóm rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður. |
Spiraea japonica | Dvergrósakvistur | Hæð 0,5-0,7m. runni, blöð rauðmenguð Blóm stórir rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður. |
Spiraea japonica ‘Albiflora’ |
Japanskvistur ‘Albiflora’ |
Hæð 0,8m. marggreinóttur runni, blóm hvít, gulir haustlitir. Klippist á vorin í 40sm. |
Spiraea japonica ‘Alpina’ |
Dvergkvistur ‘Alpina’ |
Hæð 0,4 m. fíngerður runni með ljósgrænu laufi. Blóm bleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm Ágætlega harðgerður. |
Spiraea japonica ‘Golden princess’ |
Japanskvistur ‘Golden princess’ |
Hæð um 0,5m. runni með gulflekkóttum blöðum. Blóm rauðbleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40sm. Ágætlega harðgerður. |
Spiraea japonica ‘Little Princess’ |
Japanskvistur ‘Little Princess’ |
Hæð 0,4m. runni með grænum blöðum. Blóm bleikir sveipir í júlí klippist árlega niður í 40cm. Ágætlega harðgerður. |
Spiraea japonica ‘Nana’ |
Dvergkvistur ‘Nana’ |
Mjög lágvaxinn og þéttvaxinn runni, hæð 20-30 sm. Blöð dökkgræn. Blóm smá, rauðbleik í ágúst. |
Spiraea margaritae | Perlukvistur | Hæð 0,6-0,8m. Blóm ljósbleik á ársprotum.í júlí Blöð frekar ljósgræn, klippist niður í 40sm. á hverju vori. Harðgerður. |
Spiraea media | Garðakvistur | Hæð 1-2m. uppréttur runni, blóm hvít í maí-júní. Þolir nokkurn skugga. Harðgerður. |
Spiraea miyabei | Skógarkvistur Kóreukvistur | Hæð 1m. rósrauð blóm í stórum sveipum í júlí-ágúst. Rauðleitt lauf á vorin. |
Spiraea mollifolia | Loðkvistur | Hæð 1-1,5m. greinar útsveigðar, blöð gráloðin. Blóm hvít í júlí. Þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður. |
Spiraea nipponica | Sunnukvistur | Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní-júlí greinar áberandi útsveigðar, blómsæll. Þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður. |
Spiraea nipponica ‘Halward Silver’ |
Sunnukvistur ‘Halward Silver’ |
Hæð 1m. Blóm hvít. |
Spiraea nipponica ‘June Bride’ |
Sunnukvistur ‘June Bride’ |
Hæð 1,5m. þéttvaxinn runni. Blóm hvít í júní- júlí. Blómsæll, þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður. |
Spiraea nipponica ‘Snowmound’ | Sunnukvistur ‘Snowmound’ |
Hæð 1-1,5m. þéttvaxinn runni. Blómsæll, blóm hvít í júlí. Þurr og bjartur vaxtarstaður. Harðgerður. |
Spiraea sargentiana | Slæðukvistur | Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní-júlí greinar útsveigðar. Blómsæll, þurr jartur vaxtarstaður. Harðgerður. |
Spiraea sp. ‘Birkikvistur’ |
Birkikvistur ‘Birkikvistur’ |
Hæð 0,7-1,5 m.þéttur runni með hvítum blómum í júní-júlí. Þolir vel næðing einnig seltu, fallegur í raðir, einn sér eða þyrpingar. Harðgerður. |
Spiraea sp. x mollifolia ‘Sigurkvistur’ |
Sigurkvistur ‘Sigurkvistur’ |
Hæð 1-1,5m. Blóm hvít í júní greinar útsveigðar. Blómsæll, þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður |
Spiraea trilobata | Síberíukvistur | Hæð 0,4m. Blóm hvít í júlí-ágúst. Fínlegur lítill runni, þolir illa langvarandi rigningar. Harðgerður. |
Spiraea uratensis | Mánakvistur | Hæð 1,5 -2m. blóm hvít í júlí, útsveigðar greinar. Fallegur og harðgerður. |
Spiraea veitchii | Bogkvistur | Hæð 1,5 -2m. blóm hvít í júlí-ágúst, útsveigðar greinar. Fallegur og nokkuð harðgerður. |
Spiraea x arguta | Brúðarkvistur | Hæð 0,7m. Blóm hvít í júlí, grannar greinar, þolir vel þurrk. Sæmilega harðgerður. |
Spiraea x billardii ‘Triumphans’ |
Úlfakvistur ‘Triumphans’ |
Hæð 0,7m. uppréttur runni með bleikum blómklösum í júlí klippist árlega niður í 40 sm. Harðgerður. |
Spiraea x margaritae ‘Hólmfríður’ |
Hólmfríðarkvistur ‘Hólmfríður’ |
Hæð 0,8m. Blóm rósrauð á ársprotum. Blöð ferskgræn, klippist niður í 40sm. á hverju vori. Harðgerður. |
Spirea ´Double Play Big Bang´ |
Japanskvistur ´Double Play Big Bang´ | Hæð 0,5-0,7m. Gul/rauð blöð, bleik blóm. Nýtt 2020 |
Stephanandra incisa ‘Crispa’ |
Dvergkrans ‘Crispa’ |
Hæð 0,4m. Greinar hangandi, lauf ljósgrænt. Kelur niður að rót en kemur upp aftur. |
Symphoricarpos door ‘Marleen’ |
Snjóber ‘Marleen’ |
Ber bleik |
Symphoricarpus albus | Snjóber | Hæð 1m. skuggþolinn runni, skriðular rætur Blóm lítil bleik síðan hvít ber á haustin. Harðgerður. |
Syringa ‘Dark Purple’ | Sýrena ‘Dark Purple’ | Blóm dökklilla hæð 2 metrar |
Syringa josikaea ‘Henning’ |
Gljásýrena ‘Henning’ |
Hæð 2-3m. blóm hvítir blómklasar í júlí. Harðgerð. |
Syringa reflexa | Bogsýrena | Hæð 2-3m. oft hærri, runni með útsveigðar greinar. Blóm hangandi, stórir, bleikir, ilmandi blómklasar í júlí, mjög blómviljug. Harðgerð. |
Syringa wolfii | Bjarmasýrena | Hæð 2-3m. runni með útsveigðar greinar. Blóm fjólubláir, ilmandi, blómklasar í júlí, blómviljug. Harðgerð. |
Syringa x prestoniae ‘Elinor’ |
Fagursýrena Elinorsýrena ‘Elinor’ |
Hæð 2-4m. oft talsvert hærri, runni með útsveigðar greinar. Blóm stórir bleikir, ilmandi blómklasar í júní-júlí, mjög blómviljug. Harðgerð. |
Tilia cordata | Hjartalind | Blöð fagurgræn, hjartalaga. Við eigum eina hér úti í garði sem plantað um ´96 þá um 40sm. í janúar ´15 er hún er orðin 5,4m. Kelur alltaf en hækkar smá saman. |
Tilia cordata ‘Winter Orange’ |
Hjartalind ‘Winter Orange’ |
Rauð-orange greinar |
Tilia cordata ´Böhlje´ | Hjartalind ´Böhlje´ | Hæð 6-12m. Nýtt 2020 |
Viburnum bodn. ´Dawn´ | Viburnum bodn. ´Dawn´ | Hæð 1-2m. Bleik blóm. Nýtt 2020 |
Viburnum davidii | Davíðsrunni | Hæð 0,5-1m. Sígrænn dvergrunni, blóm hvít. Nýtt 2020 |
Viburnum edule ‘Funi’ |
Bersarunni ‘Funi’ |
Hæð 2-3m. blaðfallegur marggreinóttur runni. Blóm hvítir sveipir í júlí-ágúst síðan rauð ber. Fallegir rauðleitir haustlitir. Harðgerður. |
Viburnum lanata ‘Óli’ |
Lambarunni ‘Óli’ |
Hæð 2,5-3m. hár runni með gráloðnum stórum blöðum, blóm hvít í stórum sveipum í júlí. Sólríkur vaxtastaður og kalkríkur jarðvegur. |
Viburnum opulus ‘Selfoss’ |
Úlfarunni ‘Selfoss’ |
Hæð um 1,5m. marggreinóttur runni. Blóm hvítir sveipir í júlí-ágúst. Fallegir haustlitir. Harðgerður. |
Weigela ‘Red Prince’ |
Klukkurunni ‘Red Prince’ |
Hæð 1-1,2m. runni, blóm rauð, á að vera sterkasti rauði klukkurunninn, sólrikur vaxtastaður. |
Weigela coraieensis | Kóreuklukkurunni | Hæð 0,7m. runni, blóm bleiklilla í júlí-ágúst, sólríkur vaxtastaður. |
Weigela middendorfiana |
Gullklukkurunni | Hæð 1-2m. runni, blóm gul í júlí-ágúst. Frá Hokkaidó í Japan. Sólríkur vaxtastaður. |
Uppfært 27.janúar 2015
Upplýsingar um ýmsa tegundahópa
Cyticus – Sópar
Þurr sólríkur vaxtarstaður, sendinn jarðvegur
Lonicera toppar
Skuggþolnir Toppar þola illa langvarandi vætutíð. Blóm lítil. Ekki gefa toppum mikinn áburð.
Rhododendron Lyngrós (Alparós)
Þurfa flestar súran jarðveg pH 4-5,5.
Spiraea kvistir
Kvistir ( Spiraea) eru yfirleitt blómviljugir, margir þola skugga en blómstra þá minna. Blóm hvít eða bleik, mörg saman í sveip eða skúf. Margir fá fallega haustliti rauða eða gula. Flestir blómstra á árssprotum fyrra árs, þá þarf að grisja reglulega klippa gamlar greinar innan úr. Þá kvisti sem blómstra á árssprotunum (þessa árs) skal klippa vel niður á hverju vori, (þá má líka klippa á haustin) Það eru t.d. japanskvistir (S.japonica) perlukvistir (S.margaritae) og fl.
Syringa sýrena
Sýrenur þola vel skugga en blómstra meira í sól, þær dafna, best í kalkríkum ekki mjög þurrum jarðvegi. Nokkuð seltuþolnar. Þær ilma flestar og eykur það vinsældir þeirra.