Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Góð ráð

Það kemur dagur eftir þennan dag !!!

Undirbúningur

Vandið vel undirbúning fyrir gróðursetningu, framhaldið byggist á því.

Gróðursetning

Gætið þess að rótarhnausinn sé vel gegnblautur, dýfið honum í kaf í vatnsfötu smá stund (gegnblautur). A.t.h. að losa um ræturnar, oft er nauðsynlegt að skera í hnausinn, gætið þess að rætunar þorni ekki. Látið hnausinn fara vel í kaf við gróðursetningu.

Áburður

Blómakraftur – blár Súr

Blómaáburður fyrir plöntur sem þurfa súran jarðveg t.d. Lyngrós, Alparós, Gardenía, Hortensía. Blómakraftur byggir upp blómin þín og styrkir rótarkerfið. Blómakraftur inniheldur öll nauðsynleg næringarefni sem plönturnar þínar þarfnast í réttum hlutföllum Næringarefni (grömm) í lítra: Köfnunarefni……N 39,3 (þar af NH4-N 25% og Urea-N 40%) Kalsium…………Ca 0,05 Kalíum…………..K 37,5 Fosfór……………P 10,7 Zink…………….. Zn 0,04 Brennisteinn…..S. 3,8 Kopar……………Cu 0,02 Mangan…………Mn 0,12 Molybden………Mo 0,007 Járn…………….. Fe 0,29 Bór……………….B. 0.3 Notkunarreglur Setjið 1 tappa 10 ml. í 2 lítra af vatni í hvert skipti sem vökvað er (1/2 dl. í 10 I.) Hristist fyrir notkun. Má ekki frjósa.

Blómakraftur – grænn

Blómaáburður ætlaður öllum plöntum úti sem inni blómstrandi og grænum. Blómakraftur byggir upp blómin þín og styrkir rótarkerfið. Blómakraftur inniheldur öll nauðsynleg næringarefni sem plönturnar þínar þarfnast í réttum hlutföllum. Næringarefni (grömm) í lítra: Köfnunarefni …..N 32 (þar af nítrat NH4-N 44°/) Kalsium…………Ca 22,3 Kalium ………….K 41 Fosfór……………P 7,4 Mangan…………Mn. 0,12 Kopar……………Cn 0,02 Magnesíum…….Mg. 2,6 Molybden ………Mo 0,007 Járn………………Fe 0,29 Zink………………Zn 0,04 Bór……………… B. 0,03 Notkunarreglur Setjið 1 tappa 10 ml. í 2 lítra af vatni í hvert skipti sem vökvað er (1/2 dl. í 10 I.) Hristist fyrir notkun. Má ekki frjósa. Magn. Framleiðandi: Garðplöntusalan Borg Hveragerði

Fjölær blóm

Það er sannkallaður vorboði þegar fjölæru blómin fara að skjóta upp kollinum.. Fjölærar plöntur þola illa að vatn sitji á þeim á veturnar. Þegar þið plantið fjölærum blómum í beð athugið þá að velja saman blóm sem blómstra á mismunandi tíma yfir sumarið. Sumum fjölærum blómum þarf að skipta oft til að þau verði falleg. Næstum allar hávaxnar tegundir þurfa að standa óhreifðar í mörg ár til að ná sinni réttu hæð og verða fallegar. Sumar þola illa fluttning, geta jafnvel drepist. Hreinsið burt öll visin blóm strax annars leggur plantan orku í að mynda fræ og sumar sá sér óhóflega mikið sé þess ekki gætt að klippa blómstönglana burt. Vökvið sjaldan en vel sé það nauðsynlegt. Ekki byrja of snemma á vorin að hreinsa burt lauf og visnaða stöngla, sumar plöntur koma seint upp. Athugið að sumar plöntur þola skugga, aðrar þurfa sól.

Sumarblóm

Öll sumarblóm blómstra meira ef þau eru á sólríkum stað. Hádegisblóm loka t.d. blómunum þegar ekki er sól. Fallegt er að planta sumarblómum í beð með fjölærum plöntum og runnum, einnig í steinhæðir til að fá liti. Algengusta bil milli sumarblóma er 15-20sm. Setjið ekki mikinn áburð í sumarblómabeð, en þó smávegis. Gætið þess að plönturnar séu vel rakar (rótarhnausinn gegnblautur) þegar þið plantið þeim. Hreinsið burt öll visin blóm strax, með því tryggið þið meira blómskrúð, annars leggur plantan orku sína í að mynda fræ. Allar plöntur þurfa vatn og næringu, gefið sumarblómunum ykkar Blómakraft. Það er sérstaklega mikilvægt að gefa plöntum sem eru í takmörkuðu vaxtarými s.s kerjum og pottum góðan áburð.

Áburðargjöf

Gefið áburð á hverju ári en farið rétt með hann, ekki strá honum yfir plönturnar né láta hann liggja við ræturnar hvorki húsdýraáburð né tilbúinn.

Vökvið sjaldan en vel, ekki vera alltaf að vökva það kælir jarðveginn að óþörfu, betra er að vökva með ilvolgu vatni sé þess kostur. Gætið þess að þegar þið plantið trjám sem verða stór að þau komi ekki til með að skyggja á birtu, hvorki í húsi né garði. Blómstrandi runnar blómstra mikið meira á sólríkum stöðum. Athugið að þegar þið plantið nálægt gömlum tjám og runnum að höggva vel á rætur þeirra annars taka þau alla næringu frá þeim nýplöntuðu. Klipping og grisjun er nauðsynlegt viðhald, einnig hreinsun á illgresi. Úðið fyrir meindýrum um leið og þeirra verður vart, áður en þau valda skemmdum á gróðrinum. Reynið þessa vistvænu aðferð áður en þið notið eitur – þessi aðferð hefur reynst vel á lús og jafnvel fleiri meindýr Blandið saman: 1 dl. brúnsápa (fljótandi) 1 dl. Sódavatn / Kristall (ekki úr Sodastream tækjum) 18 dl. vatn Blandað vel saman og úðið yfir plöntuna – ekki úða í sólskini Vetrarskýling sjá t.d. bls 115 í Skrúðgarðabókinni, þegar við tölum um að taka plönturnar inn á veturnar er átt við t.d. inn í kalt gróðurhús, kaldan bílskúr, garðhýsi eða einhverja kalda geymslu. Plönturnar þola að frjósa en þær mega alls ekki gegnþorna.


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala