Það kemur dagur eftir þennan dag !!!
Undirbúningur
Gróðursetning
Áburður
Blómakraftur – blár Súr
Blómaáburður fyrir plöntur sem þurfa súran jarðveg t.d. Lyngrós, Alparós, Gardenía, Hortensía. Blómakraftur byggir upp blómin þín og styrkir rótarkerfið. Blómakraftur inniheldur öll nauðsynleg næringarefni sem plönturnar þínar þarfnast í réttum hlutföllum Næringarefni (grömm) í lítra: Köfnunarefni……N 39,3 (þar af NH4-N 25% og Urea-N 40%) Kalsium…………Ca 0,05 Kalíum…………..K 37,5 Fosfór……………P 10,7 Zink…………….. Zn 0,04 Brennisteinn…..S. 3,8 Kopar……………Cu 0,02 Mangan…………Mn 0,12 Molybden………Mo 0,007 Járn…………….. Fe 0,29 Bór……………….B. 0.3 Notkunarreglur Setjið 1 tappa 10 ml. í 2 lítra af vatni í hvert skipti sem vökvað er (1/2 dl. í 10 I.) Hristist fyrir notkun. Má ekki frjósa.
Blómakraftur – grænn
Blómaáburður ætlaður öllum plöntum úti sem inni blómstrandi og grænum. Blómakraftur byggir upp blómin þín og styrkir rótarkerfið. Blómakraftur inniheldur öll nauðsynleg næringarefni sem plönturnar þínar þarfnast í réttum hlutföllum. Næringarefni (grömm) í lítra: Köfnunarefni …..N 32 (þar af nítrat NH4-N 44°/) Kalsium…………Ca 22,3 Kalium ………….K 41 Fosfór……………P 7,4 Mangan…………Mn. 0,12 Kopar……………Cn 0,02 Magnesíum…….Mg. 2,6 Molybden ………Mo 0,007 Járn………………Fe 0,29 Zink………………Zn 0,04 Bór……………… B. 0,03 Notkunarreglur Setjið 1 tappa 10 ml. í 2 lítra af vatni í hvert skipti sem vökvað er (1/2 dl. í 10 I.) Hristist fyrir notkun. Má ekki frjósa. Magn. Framleiðandi: Garðplöntusalan Borg Hveragerði
Fjölær blóm
Sumarblóm
Áburðargjöf
Vökvið sjaldan en vel, ekki vera alltaf að vökva það kælir jarðveginn að óþörfu, betra er að vökva með ilvolgu vatni sé þess kostur. Gætið þess að þegar þið plantið trjám sem verða stór að þau komi ekki til með að skyggja á birtu, hvorki í húsi né garði. Blómstrandi runnar blómstra mikið meira á sólríkum stöðum. Athugið að þegar þið plantið nálægt gömlum tjám og runnum að höggva vel á rætur þeirra annars taka þau alla næringu frá þeim nýplöntuðu. Klipping og grisjun er nauðsynlegt viðhald, einnig hreinsun á illgresi. Úðið fyrir meindýrum um leið og þeirra verður vart, áður en þau valda skemmdum á gróðrinum. Reynið þessa vistvænu aðferð áður en þið notið eitur – þessi aðferð hefur reynst vel á lús og jafnvel fleiri meindýr Blandið saman: 1 dl. brúnsápa (fljótandi) 1 dl. Sódavatn / Kristall (ekki úr Sodastream tækjum) 18 dl. vatn Blandað vel saman og úðið yfir plöntuna – ekki úða í sólskini Vetrarskýling sjá t.d. bls 115 í Skrúðgarðabókinni, þegar við tölum um að taka plönturnar inn á veturnar er átt við t.d. inn í kalt gróðurhús, kaldan bílskúr, garðhýsi eða einhverja kalda geymslu. Plönturnar þola að frjósa en þær mega alls ekki gegnþorna.