Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Um okkur

um-okkur Saga garðplöntusölunnar Borgar Árið 1975 keyptu Lars D. Nielsen og Ragnheiður Guðmundsdóttir Þelamörk 54 í Hveragerði og stofnuðu Garðplöntusöluna Borg. Þá var land stöðvarinnar 4000m2 með 600m2 gróðurhúsum ásamt íbúðarhúsi. Í gróðurhúsunum voru ræktaðar gúrkur, utandyra var engin ræktun. Í dag er land Borgar 6000m2, gróðurhús var ekki heimasala í Borg heldur voru ræktaðar garðplöntur og fluttar til Reykjavíkur og seldar í Alaska í Breiðholti. Eftir 1986 hefur framleiðslan aðalega verið seld heima en hin síðari ár líka í heildsölu. Ragnheiður og Lars hafa ræktað og selt allskonar garðplöntur samfellt frá árinu 1966 til 1. maí 2019. Garðplöntusalan Borg hefur oftar en einu sinni hlotið viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi. Lars og Ragnheiður byrjuðu sinn búskap 1. apríl 1966 í Breiðholti í Reykjavík, þar sem Jón H. Björnsson átti og rak gróðrarstöðina Alaska. Þau unnu hjá Jóni fram til ársins 1970 þegar þau tóku gróðrarstöðina á leigu og ráku hana næstu 15 árin eða til haustsins 1985. Lars kemur frá Danmörku, Ragnheiður er frá Borg í Skötufirði og dregur stöðin nafn sitt af æskuheimili Ragnheiðar. Þau eiga 3 uppkomin börn, 11 barnabörn og 4 barnabarnabörn.

Árið 2019 keypti Einar M. Nielsen sonur Lars og Ragnheiðar rekstur stöðvarinnar af foreldrum sínum. Hann hefur einsett sér að halda uppi ánægju viðskiptavina með sömu gæðum og persónulegu þjónustunni sem einkennt hefur Garðplöntusöluna Borg


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala