Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Gróðurhús

Plöntur fyrir óupphituð gróðurhús plöntur sem þola frost. Þetta verður ekki tæmandi listi t.d. eru margar fjölærar plöntur fallegar í gróðurhús Hér er líka hægt að geyma plöntur í pottum sem geta svo verið úti á sumrin. Mikilvægt er að góð loftræsting sé, líka á veturnar. Ekki má frjósa í gróðurhúsunum eftir að plönturnar byrja að lifna á vorin. Munið smá horn fyrir ykkur sjálf!!!

Garðskálar

Latn.heiti Ísl.heiti Lýsing
Acer palmatum

‘Bloodgood’

Japanshlynur
‘Bloodgood’
Með fínleg, rauðfjólublá laufblöð.
Buxus Fagurlim Ýmsir, sjá kafla sígræn tré og runnar.
Chamaecyparis lawsoniana Fagursýprus Ýmsir sjá kafla sígræn tré og runnar.
Crataegus laevigata
‘Paul´s Scarlet’
Rauðþyrnir
‘Paul´s Scarlet’
Stór runni eða lítið tré með rauð blóm.
Exochorda macranta
‘The Bride’
PerlurunniI
‘The Bride’
Ágræddur á 1m háan stofn. Blóm hvít. Óreyndur.
Hebe odora Stjörnurunni Blöð fagurgræn, glansandi. Blóm hvítar litlar stjörnur.
Hedera helix Bergflétta Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum.
Hydrangea paniculata ‘Phantom’ Garðahortensía Ný ´07 Ættuð frá Kína og Japan.
Blómstrar rjómahvítum blómum á ársprotum, þolir því vel klippingu. Sól og skjól. Súr jarðvegur. Spennandi!!
Hypericum Ilmgullrunni Blóm gul síðan rauð ber sem verða síðan svört. Ekki má borða berin.
Ilex aquifolium Kristþyrnir Ýmsir, sjá kafla sígræn tré og runnar.
  Jarðarberjaplöntur Rauð, gómsæt ber, góð með rjóma.
Malus Eplatré Ýmis eplatré, sjá berjarunnar og ávaxtatré.
Pachysandra terminalis Vetrarneisti Hæð 20-30sm. sígrænn hálfrunni með hvítum og gulgrænum litlum blómum. Góð þekjuplanta.
Prunus armeniaca
‘Nancy’
Apríkósa
‘Nancy’
Sjá berjarunnar og ávaxtatré.
Prunus cerasus   Kirsiber. Ýmis kirsiber sjá berjarunnar og ávaxtatré.
Prunus domestica Plóma Sjá berjarunnar og ávaxtatré.
Rhododendron Lyngrós Ýmsar, sjá kafla sígræn tré og runnar.
axus Ýviður Ýmsir sjá kafla sígræn tré og runnar.
Thuja occidentatis
‘Danica’
Kúlutúja
Kanadalífviður
Hæð 40-60sm. Kúlulaga sígrænn runni.
  Ýmsar kryddplöntur Piparmynta, sítrónumelissa, graslaukur og fl.
  Ýmsar tegundir af sumarblómum og fleira  
  Ýmsar eðalrósir Sjá kafla um rósir.
1 Skúfrósir –Eðalrósir með mörg frekar stór blóm á hverjum stöngli.
2 Stórblóma rósir—Með eitt eða fá stórt blóm á hverjum stöngli.
3 Pottarósir—-Frekar smávaxnar og smáblómstrandi skúfrósir
4 Stofnrósir —Eðalrósir ágræddar á 80-100sm. háan stofn.

 

Upphituð gróðurhús

Plönturnar þola ekki frost minnst +4° C að vetri til.

Latn.heiti Ísl.heiti Lýsing
  Agúrkur Venjulegar agúrkur.
Chamaecyparis lawsoniana ‘Glauca’ Fagursýprus
‘Glauca’
Blár uppréttur.
Fuchsia x hybrida Blóðdropar Krists
Fúksía
Margir litir og ólíkt vaxtarlag, bæði uppréttar og hangandi. Ræktaðar í 12sm- 4 l. pottum.
Pelargonium x cultrorum Pelargonia
Mánabrúður
Hæð 25–30sm. Ýmsir litir.
Þarf sól og skjól Ræktuð í 12sm pottum.
Rubus fruticosus Brómber Svört gómsæt ber. Þrífst eingöngu í gróðurhúsum. Þarf stuðning.
  Tómatar Venjulegir tómatar.
Vitis vinifera Vínviður Fjólublá ber. Þrífst eingöngu í gróðurhúsum. Þarfnast uppbindingar.
  Ýmsar tegundir af sumarblómum og fleira.  

  Uppfært 11. febrúar 2015


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala