Garðplöntusalan Borg

Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438 - borg@borghveragerdi.is

 
 
 

Sumarblóm

Sumarblóm blómstra flest meira ef þau eru á sólríkum stað. Hádegisblóm loka t.d. blómunum þegar ekki er sól. Fallegt er að planta sumarblómum í beð með fjölærum plöntum og runnum, einnig í steinhæðir til að fá liti. Algengasta millibil milli sumarblóma er 15-20sm. Setjið ekki mikinn áburð í sumarblómabeð, en þó smávegis. Gætið þess að plönturnar séu vel rakar (rótarhnausinn gegnblautur) áður en þið plantið þeim. Hreinsið burt öll visin blóm strax, með því tryggið þið meira blómskrúð, annars leggur plantan orku sína í að mynda fræ. Allar plöntur þurfa næringu, gefið sumarblómunum ykkar Blómakraft. Alltaf eru að bætast við nýjar tegundir. Öll sumarblómin eru ræktuð í pottum þannig að rótarkerfið helst óskaddað.

Ísl.heiti Latn.heiti Lýsing
Aftanroðablóm Lavatera trimestris Blóm bleik, hæð 65 sm. stórar klukkur. Þarf stuðning og sólríkan vaxtarstað. Harðgert. Ræktuð í 12 sm. pottum
Apablóm Mimulus x hybr. Ýmsir litir, hæð 15-20 sm
Bláhnoða Ageratum houstonianum Blá blóm, þolir skugga, hæð 20-25 sm, Þolir ekkert frost.
Ræktuð í 12 sm pottum.
Blákragafífill Brachycome iberidifolia Blá með auga, hengiblóm mjög blómsæll, falleg í skjóli. Ræktaður í 11 sm. pottum.
Blóðdropar Krists Fúksía Fuchsia x hybrida Margir litir og vaxtarlag bæði upprétt og hangandi. Ræktaðar í 12 sm- 4 l. pottum.
Blómahorn Milljónbjalla Calibrachoa x hybrida Hengiplöntur í ýmsum litum, blómviljugar. Þarf sól og sæmilegt skjól
Blómatóbak Nicotiana hybrida Ýmsir litir, hæð 30 sm. Ræktuð í 12 sm. pottum.
Borgardís Diascia barberae Ýmsir litir. Blómviljug hengiplanta. Fljót að ná sér eftir veðurskemmdir. Ræktuð í 11-12sm. pottum.
Brúðarauga Kantlobelia Lobelia erinus Mörg litaafbrigði. Dökkblá, blá, hvít, sprengd lillableik, blandað. Hæð 10-15sm.
Brúðarslæða Gypsophila muralis Bleik eða hvít hengiplanta verður alsett örsmáum, bleikum blómum, fínleg og falleg. Sólríkur vaxtarstaður Ræktuð í 11sm. pt.
Brúðarstjarna Cosmos Cosmos bipinnatus Blandaðir litir hæð 60sm. Þessi finlega planta er ótrúlega harðgerð. Ræktuð í 12 sm. pottum.
Daggarbrá Leucanthemum paludosum Hæð 20sm. hvít blóm með gula miðju (eins og margarita). Harðgerð og blómviljug.
Dahlía Glitfífill Dahlia variabilis Ýmsir litir, blóm fyllt eða hálffyllt. Hæð25-30sm. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 13sm. pottum.
Eilífðarfífill Helichrysum bracteatum Blandaðir litir, hæð 30sm. Góð til að þurrka. Harðgert.
Fagurfífill Bellis Bellis perennis Rauður, hvítur eða bleikur. Hæð 20sm, mjög harðgerður.
Fiðrildablóm Nemisía Nemesia strumosa Blandaðir litir, mjög blómviljug, hæð 20-30 sm. Er illa við vætutíð.
Fjóla Viola cornuta Margir litir, meira að segja rauðar. Þið þekkið öll þessar elskur.
Flauelsblóm Tagetes patula nana Smáblómstrandi. Ýmsir litir. Hæð 20sm Ræktuð í 6 og 12sm pottum
Flauelsblóm Tagetes erecta Stórblómstrandi, gul, orans eða hvít. Hæð 25sm. Ræktuð í 12sm pottum.
Friggjarbrá Chrysanthemum carinatum Blandaðir litir, hæð 60sm. körfublóm. Harðgerð og blómviljug.
Glæsisalvia Salvía Salvia splendens Rauðir langir klasar. Hæð 25sm. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 12sm. pottum.
Hádegisblóm Dorotheanthus bellidiformis Blandaðir skærir litir, hádegisblómið þarf að vera þar sem sólar nýtur sem best, það lokar blómunum þegar ekki er sól. Ekki gefa því mikinn áburð. Harðgert.
Hengibrúðarauga Hengilobelia Lobelia erinus pendula Margir litir. Hangir 20-30sm þarf mikið vatn og næringu. Ræktuð í 11-12sm pottum
Hengifjóla Viola williamsii Ýmsir litir. Virkilega duglegar og fallegar hengiplöntur. Þarf ekki eins mikið vatn og hengilobelía. Ræktuð í 11sm. pottum.
Hengipelargonia Pelargonium pelatum Blóm bleik eða ljósfjólublá, blómviljug hengiplanta. Þarf skjól. Ræktuð í 12-15sm pottum.
Hengipetunía ‘Surfinia’ Petunia ‘Surfinia’ Gróskumiklar og duglegar hengiplöntur í mörgum litum. Ræktuð í 13-15sm pottum.
Hengisumarklukka Campanula Tveir litir. Bleik eða ljósblá hengiplanta stórar klukkur, ræktuð í 11sm pottum.
Héraskott Ovatus Falleg puntstrá sem gaman er að þurrka.
Hjartaax Briza maxima Falleg puntstrá sem gaman er að þurka.
Húsmæðrablóm Malvastrum capense Blóm bleik, hæð 40-60sm. Er nú reyndar fjölær sígrænn lítill runni, sem verður að taka inn á veturnar. Ræktuð í 13cm-3l. pottum.
Ilmgullrunni Hypericum Blóm gul síðan rauð ber sem verða síðansvört. Ekki má borða berin. Fjölær lítill runni. Ræktaður í 2 lítra pottum.
Ilmskúfur Levkoj Matthiola incana Blandaðir litir rautt, fjólublátt eða hvítt í löngum ilmandi klösum. Hæð 20 – 30 sm.
Járnurt Hengijárnurt Verbena x hybrida Margir litir. Virkilega dugleg og falleg hengiplanta. Illa við mikla bleytu. Ræktuð í 11 – 12sm pottum
Kornblóm Centaurea cyanus Blóm rauð, blá eða bleik. Hæð 25sm. Blöð grá. Harðgert sumarblóm.
Krosshnappur Glechoma hederacea Blöð mislit. Skemmtileg hengiplanta í ker eða hengipotta.
Ljónsmunni Antirrhinum majus Blandaðir litir, hæð 50-70sm. Ræktaðir í 13sm. pottum.
Ljónsmunni Antirrhinum majus Ýmsir litir, blóm í löngum klösum. Hæð 25 sm. Þarf sólríkan vaxtarstað.
Margarita Möggubrá Argyranthemum frutescens Gular, hvítar og bleikar. Uppréttur vöxtur. Mjög harðgerðar og blómviljugar langt fram á haust. Ræktuð í 12-20sm. pottum.
Meyjarblómi Godetia amoena Blandaðir litir eða bleikt. Hæð 25sm. stórar klukkur, þessar lufsur verða ótrúlega fallegar. Harðgert.
Morgunfrú Calendula officinalis Blóm orans, hæð 25sm stór fyllt. falleg og harðgerð. Þið munið eftir morgunfrúnni í garðinum hjá ömmu og afa?
Nellikka Dianthus Einföld, í ýmsum litum. Harðgerð. Ræktuð í 11sm. pottum.
Nellikka Dianthus Fyllt ,rauð blóm og ilmandi. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 11sm pottum.
Njarðarbrá Chrysanthemum segetum Gul, hæð 60sm Harðgerð og blómviljug.
Paradísarblóm Schizanthus wisetonensis Blandaðir litir mjög blómviljug, 20–30sm. Er illa við langvarandi vætutíð eins og okkur.
Pelargonia Mánabrúður Pelargonium x hortorum Rauð, blandað 25–30sm. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 12sm pottum.
Petunia Tóbakshorn Petunia grandifl. Sjá Tóbakshorn
Silfurkambur Senecio cineraria Hæð 25 sm. Blómstrar ekki en blöðin eru silfurgrá og loðin, stendur langt fram á vetur. Mjög fallegur og harðgerður.
Silfurfoss Dichondra argentea ‘Silver Falls’ Hengiplanta með silfurlit blöð. Ræktuð í 11sm. pottum.
Skjaldflétta Tropaeolum majus nanum Blandaðir litir, rauðir, gulir eða appelsínugulir. Dugleg hengiplanta. Bæði blöð og blóm góð í salat. Ræktuð í 12sm. pottum.
Skógarmalva Malva silvestris Fjólublá með æðum. Hæð 1- 2 metrar. Þetta er alveg satt. Þarf að binda upp. Kemur verulega á óvart. Ræktuð í 2 l. pottum.
Skrautkál Brassica Hvítt eða rautt (höfuðkál) falleg blaðhvirfing með hvítflekkóttum blöðum. Ef þið fáið leið á þessari jurt þá étið hana bara. Harðgert.
Skrautkál fíngert Brassica Blöð hvít eða rauðflekkóttur fínlegur blaðbrúskur. Harðgert og stendur lengi fram eftir hausti. Þið megið líka borða þessa.
Skrautnál Alissur Lobularia maritima Hæð 10sm. blóm ilmandi fjólublá eða hvít Falleg kantplanta.
Snædrífa Sutera cordata (Chaenostoma cordatum) Þetta er ótrúlega dugleg hengiplanta með bláum, bleikum eða hvítum blómum. Ræktuð í 11sm. pottum.
Sólargull Helichrysum Blöð grá, góð í hengipotta og ker. Harðgerð.
Sólboði Osteospermum sp. Stór körfublóm í ýmsum litum. þarf sólríkan stað, lokar blómunum í dimmviðri. Hæð 20-30cm. Harðgert.
Sólbrá Chrysanthemum multicaule Gul, hæð 10sm.sóllríkan vaxtarstað
Sólbrúður Pericallis x hybrida Hæð 30-40sm. þessi vekur óskipta athygli mjög harðgerð og blómviljug. Þolir illa mikinn hita, sterka sól og ofvökvun. Ræktuð í 12 sm pottum.
Sólhnappur Sanvitalia procumbens Blóm gul, blöð dökkgræn. Dugleg hengiplanta
Sumarhattur Rudbeckia Hæð 25-35sm. stór blóm gul með dökka miðju. Harðgerður. Ræktaður í 12sm pottum.
Stjúpur Viola x wittrockiana Hæð 10-25sm. Ýmsir litir. Harðgerðar. Það þekkja allir stjúpur.
Stjörnumalurt Artemisia stelleriana Hengi eða þekju planta, öll plantan hvítloðin, Ræktuð fyrst og fremst vegna blaðfegurðar. Minnir á jarðlægann silfurkamb
Sumarljómi Phlox drummondii Blandaðir litir, 15sm. Blómviljug.
Sumarnellikka Dianthus Hæð 10sm. blandaðir litir. Blómviljug. Dugleg.
Sumarstjarna Aster chinensis Blandaðir litir, fyllt blóm, hæð 20sm. Blómstrar frá júlí.
Tóbakshorn Petunia Petunia multiflora plena Fyllt blóm, blandaðir litir. Passið að klippa dauð blóm í burtu. Ræktuð í 12sm. pottum.
Tóbakshorn Petunia Petunia grandifl. Ýmsir litir. passið að klippa dauð blóm í burtu. Ræktuð í 12sm. pottum.
Vetrarax Briza media Falleg puntstrá.

  Uppfært 11. febrúar 2015


Segðu Like!!

 

Hafðu samband

Garðplöntusalan Borg
Þelamörk 54, 810 Hveragerði
Sími 483 4438
borg@borghveragerdi.is
Höfundaréttur © 2005 - 2018 Borg Garðplöntusala