Klifur- og vafningsplöntur þurfa eitthvað til að klifra upp eftir
Latn.heiti | Ísl.heiti | Lýsing |
---|---|---|
Clematis ‘Nelly Moser’ |
Bergsóley ‘Nelly Moser’ | Vafningsplanta hæð 2-3m. Blóm stór tvílit bleik/hvít í júní-júlí. Clematis þarf sól og skjól til að geta lifað hér. Jarðvegur djúpur frjósamur. |
Clematis alpina | Fjallabergsóley | Vafningsplanta um 3m. há. Blóm bláar drjúpandi klukkur í júní-júlí. Clematis þarf sól og skjól til að geta lifað hér. Jarðvegur djúpur frjósamur. |
Clematis alpina ‘Ruby’ |
Fjallabergsóley ‘Ruby’ |
Vafningsplanta um 3m. há. Blóm bleikar drjúpandi klukkur í júní-júlí. Clematis þarf sól og skjól til að geta lifað hér. Jarðvegur djúpur frjósamur. |
Clematis alpina ‘White Swan’ |
Fjallabergsóley ‘White Swan’ |
Vafningsplanta um 3m. há. Blóm hvítar drjúpandi klukkur í júní-júlí. Clematis þarf sól og skjól til að geta lifað hér. Jarðvegur djúpur frjósamur. |
Clematis tangutica | Bjarmasóley | Blóm gular, drjúpandi klukkur í júlí ágúst. Þarf sól og skjól. |
Fallopia baldschuanica | Trjásúra | Vafningsviður með fagurgræn blöð, kelur mikið en vex hratt upp aftur. |
Hedera helix | Bergflétta | Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Þolir vel skugga. Vissara að skýla fyrstu veturnar. Nokkuð harðgerð. Brennur stundum í vorsól |
Hedera helix ‘Steinunn’ | Bergflétta ‘Steinunn’ |
Sígræn klifurplanta. Klifrar með heftirótum. Blöð dökkgræn, stærri og glansa meira en á fyrra yrki. Þolir vel skugga. Brennur stundum í vorsól. |
Hydrangea arborescens | Klifurhortensía |
Klifurplanta, með fagurgrænu laufi. Klifrar með heftirótum. Blóm stórir hvítir klasar í ágúst, ekki algeng en er til falleg á þó nokkrum sólríkum og hlýjum vaxtarstöðum. |
Lonicera periclymenum | Skógartoppur (kaprifolia) |
Hæð 4-5m. Skuggþolinn vafningsviður. Blóm gul ilmandi einkum á kvöldin. í júlí-ágúst. Harðgerður. |
Lonicera periclymenum ‘Purpurea’ | Skógartoppur ‘Purpurea’ |
Hæð 4-5m. Skuggþolinn vafningsviður. Blóm rauðbleik og gul. Blöð rauðmenguð. Blómstrar í júlí-ágúst. Ilmandi einkum á kvöldin. Ómissandi í hvern garð. Harðgerður. |
Uppfært 11.febrúar 2015